Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 7
5. hefti 22. árg, Nr. 213 Júní 1955 TlMARIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÖÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri: Sigurður Skúla- son, sími 2526, pósthólf 75, Reykjavík. Árgjaldið, 35 kr. (erlendis 45 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka i Bœk- ur og ritföng hf., Austurstræti 1 og bókabúðinni á Laugav. 39. — Félagsprentsm. hf. -sdlbert Cjuhnundiion: Agalcrsið stendur ísl. kiiattsprriin iyrir [irifuiii ALBERT GUÐMUNDSSON, knattspyrnu- kappinn okkar, er nýlega alkominn lieim eftir að hafa unnið það einstæða afrek að vera í 10 ár í fremstu röð atvinnuknatt- spyrnumanna erlendis, en þar þykir það tíðindum sæta, ef afburða knattspyrnu- menn fá haldið velli á hátindi frægðar sinnar lengur en 2—3 ár. Samtíðin hitti Albert sem snöggvast að máli á dögunum í skrifstofu hans í Vonarstræti 12, þar sem hann hefur stofnað heildverzlun, og bað hann að láta í ljós álit sitt á íslenzkri knattspyrnu. Honum fórust þannig orð: „Ég hef ekkert séð til íslenzkra knatt- spyrnumanna síðustu árin annað en sein- ustu leikina, sem fóru fram hér í Reykja- vík haustið 1954. Það, sem mér fannst þá tilfinnanlega á skorta, var viðunandi knatt- meðferð og nægilegt þol leikmannanna. En hvort tveggja stafar af æfingarleysi. Eftir að hafa síðan kynnt mér, hverjir hafa haft á hendi þjálfun liðanna og gengið úr skugga um, að þar hafa einungis verið að verki 1. flokks innlendir og erlendir þjálf- arar, kenni ég því hiklaust um, að leik- menn okkar hafi yfirleitt ekki lagt sig nægilega fram við það, sem þjálfarar þeirra hafa sagt þeim að gera. Hér er því blátt áfram um agaskort að ræða. Það er hann fyrst og fremst, sem stendur knattspyrnu okkar fyrir þrifum, eins og nú standa sakif. En meðan íslenzkir knattspyrnumenn finna ekki almennt hvöt hjá sér til að hlýða bókstaflega kenning- um þjálfara sinna, má segja, að því fé og þeim tíma, sem í þá er eytt, sé á glæ kastað. Til þess að knattspyrna okkar komist á viðunandi stig, þarf sérhvert ísl. knatt- spyrnufélag að velja úr hópi manna sinna sem svarar einu kappliði (11 mönnum) að viðbættum 3—4 varamönnum og skapa sér þannig úrvalslið. Með því er hægt að losna við þá menn, sem reynslan hefur sýnt og sannað að hafa ónóga hæfileika til að verða nokkurn tíma úrvals knatt- spyrnumenn. Að því búnu getur þjálfar- inn einbeitt athygli sinni eingöngb að þeim mönnum, sem skilyrði hafa til að ná góðum árangri. En eins og sakir standa eru hér að æfingum allmargir léttúðugir menn, sem alls ekkert erindi eiga í úrvals- lið. Með návist sinni og galgopahætti geta þess háttar menn jafnvel orðið til þess að lama áhuga góðra þjálfara og eyðileggja samleik heildarinnar. En — bætir Albert við — ég hef að undanförnu gert mér far um að kynnast ungum, ísl. knattspyrnumönnum og kom- izt að raun um, að með söniu þjálfurum og áður og þeirri aðferð, sem ég hef bent hér á, þarf knattspyrna okkar ekki að kvíða framtíðinni." Ætla má, að ísl. knattspyrnumenn taki tillit til framangreindra ummæla Alberts Guðmundssonar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.