Samtíðin - 01.12.1956, Síða 25

Samtíðin - 01.12.1956, Síða 25
SAMTÍÐIN 17 larcjaret Cjadclií: 217. SAEA SAMTIÐARINNAR Læknirinn sá aðvarandi fingur svífa í lausu lofti. Hann hafði áður bjargað lífi hans og svo mundi enn verða. Fingurinn, sem sveif í lausu lofti DULARFULLUR FINGUR heilags manns í Tíb,et bjargaði mannslífi ekki einu sinni, heldur fjórum sinn- um. Fyrir þessu bappi varð mjög efagjörn , kona, dr. Gladys Cross, sendilæknir í Kína og Tíbet og há- skólakennari bæði í ensku og kín- versku. Dr. Cross var ásamt þjónustuliði sínu á leið gegnum hættulegt skarð i Himalayafjöllunum til þorpsins Draus. Henni var haldið nokkra daga í sóðalegri, frumstæðri smá- borg, sem stjórnað var af ræningja- foringja, Dewarzung að nafni. Auð- ugum kaupmönnum var þröngvað til að fara leiðina milli Peking og Barkul, og ræningjaforinginn auðg- aðist, enda kúgaði hann fjallamenn á márgra mílna svæði. Nú vildi svo til, að guðirnir höfðu látið Dewarzung fótbrotna, skönnnu áður en dr. Cross kom til hans. Og af því að þjónar læknisins voru elcki fyrr komnir inn á basarinn en þeir tóku að hrósa honum fyrir læknis- fræðileg afr,ek, var hann óðara beð- inn að koma og líta á stigamanninn. Kvenlæknirinn fór með þjóna sína til fundar við hann. Fótur lians var mjög illa til reika, bólginn upp fyrir hné og óskaplegir verkir í hon- um. Hjá bófanum var rishi eða heil- agur maður, sem sárbændi guðinn um að reka brott djöfla þá, er vald- ir væru að sársaukanum. En sárs- aukadjöflarnir fóru hvergi. Dewárzung fagnaði komu dr. Cross ákaflega. Eftir að hún liafði bundið um brotið og sefað sársauk- ann, formælti hann gamla rishinum og lét loka hann inni. Morguninn eftir fór dr. Cross aftur að líta á sjúklinginn. Er hún kom inn i her- bergi De'warzungs, heyrði bún hróp- að reiðilega: „Út með auga, af með fingur!“ Þarna á gólfinu lá veslings helgi- maðurinn og grátbað, að sér yrði þyrmt við pyndiugum þeim, er skálkurinn hótaði honum. Dr. Cross sá, að Dewarzung var full alvara. Hinum heilaga manni bafði mistek- izt að hjálpa honum; þess vegna skvldi hann nú hljóta refsingu. Hún reyndi að bjarga gamla manninum með því að segja, að enda þótt honum iiefði reynzt ol- viða að r,eka út liina illu anda, hefði honum þó tekizt að kalla hana til hjálpar. Hún hélt þvi eindregið fram, að Dewarzung mundi kalla bölvun yfir sjálfan sig með þessu athæfi. Þrjóturinn vildi ekki heyra það nefnt. Hann yppti aðeins öxlum og sagði, að öldungurinn ætti ekkert fé i lausnargjald fyrir auga sitt og fingur.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.