Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN öðru hverju. Það gæti vel orðið þess virði, þegar til lengdar lætur. Þegar allt kemur til alls, gæti vel verið, að lögreglan hefði áhuga fyrir að kynn- ast þér.“ „Þú ert búinn að leggja allt þetta vandlega niður fyrir þér, skilst mér,“ sagði hún, þar sem hún stóð, studdi annarri höndinni á mjöðmina og starði á hann, háðsleg á svip. Svo sneri hún sér snöggt við á háum hæln- um, en fann um leið, að ’þrifið var yfir um hana og hann dró hana að sér. Með villimannlegri ákefð þrýsti hann vörunum að munni hennar. Hún veitti enga mótspyrnu, mælti ekki orð frá vörum, en beið þess aðeins, að hann sleppti takinu af grönnu mitti hennar. Svo gekk hún þegjandi að borði, dró fram skúffu og rétti hon- um fjóra óhreina pundsseðla. „Þú færð aldrei fleiri hjá mér,“ sagði hún, „svo mikið get ég fullviss- að þig um.“ Hann brosti, þreif seðlana og stakk þeim í barm sér. „Ekki gætirðu vist gefið mér eitt- livað að éta?“ sagði liann. „Ég hef hvorki bragðað vott né þurrt síðan seinni partinn í gær.“ „Ég veit elcki, nema ég eigi fáein- ar brauðsneiðar, ögn af salati og ef til vill ostbita; annað á ég ekki.“ „Ég held það sé nú bærilegt,“ sagði liann og lét fallast niður í stól. Og áður en varði, var hann farinn að háma i sig ost og í þann veginn að ljúka hálfum hjór, sem hún hafði rétt honum. Hún sat þarna og beið þess, að hann lyki máltiðinni, en stóð því næst upp og gekk til dyra. „Ég hef verk að vinna,“ sagði hún, „en ef þú ert þreyttur, sem þú hefur allt útlit fyrir að vera, er þér velkom- ið að livila þig hérna stundarkorn. Ég hef siður en svo nokkuð á móti því.“ Hann starði á hana tortrygginn, en virtist þó glaður yfir þvi, að hún skyldi geta sett sig í spor hans, kink- aði kolli og horfði á hana fara út um dyrnar. Það hringlaði örlitið i perlu- tjaldinu, og allur vagninn skalf og stundi undir þunga hennar. Það var orðið dimmt, þegar hún kom aftur, gekk upp tröppurnar, opnaði dyrnar og litaðist um. Ökunni maðurinn steinsvaf í rúminu. Andar- tak stóð hún þarna. Svo lét liún stærðar vönd af gullnu lyngi i sprunginn vasa, en laut þvi næst nið- ur að manninum, þreif í öxlina á honum og liristi hann. „Nú verður þú að hypja þig héð- an,“ sagði hún. „Ég kæri mig ekki um, að farið verði að baktala mig, — og jafnvel tatarar eiga það til að vera dálítið skrýtnir i þeim sökum, skal ég segja þér.“ Hann andvarpaði djúpt, um leið og hann brölti á fætur, hristi sig og leit upp. Augu hans ljómuðu, þegar hann leit á hana. „Þú ert annars ágætis telpa; á því er enginn vafi,“ sagði hann. „Þú ættir ekki að vera með neinn bjánaskap,“ sagði hún og hörfaði aft- ur á bak. „Þá yrði ég ef til vill að neyðast til að æpa á hjálþ, og þú mundir eiga eftir að sjá eftir því, trú mér til.“ Hann nam staðar, kyngdi áformi sínu og gekk til dyra. „Hamingjan hjálpi mér,“ sagði

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.