Samtíðin - 01.11.1957, Qupperneq 18

Samtíðin - 01.11.1957, Qupperneq 18
14 SAMTÍÐIN DAUÐINN VIÐ MÍLNASTEININN ÁRIÐ 1946 var ég nýsetztur að í Höfðaborg í Suður-Afríku, hafði gerzt þar málaflutningsmaður að af- loknu lögfræðinámi. Ég hafði verið svo heppinn að geta keypt mér hlut- deild i gamalli lögfræðiskrifstofu, og nú var ætlun mín að kvænast Estellu Hildebrand, tvítugri unnustu minni, sem var hjá foreldrum sínum á sveitabýli þeirra skammt frá Ceres í Ilöfðaborgarfylki, um það hil 80 mílur frá Höfðaborg. Það var tímafrekt að aka á stefnu- mót við Estellu þrjú kvöld vik- unnar, en ég var ungur og ákaf- lega ■ástfanginn. — Vegurinn til Paarl, 36 mílna langur, var mal- hikaður og því hægt að aka hann hratt. En þegar komið er fram- hjá Wellington, sem er 10 mílur handan við Paarl, fer vegurinn að verða geysibrattur, gegnum hið við- sjárverða Bains Kloof fjallaskarð, og er hengiflugið út af vegarbrúninni þar um 1000 fet. Þegar hvasst var af suðaustri á fjallinu eða hellirigning, varð fjalla- skarð þetta ein af hættulegustu sam- gönguleiðum veraldarinnar. Bains Kloof skarðið er alltaf fá- farið, og að næturlagi kemur varla fyrir, að maður mæti þar bíl. Veg- urinn um skarðið er sex mílna lang- ur og liggur um mishæðótt fjall- lendi, en síðan eftir mjúkum skorn- ingum til Ceres. Það var á nóvemberkvöldi 1946, að ég hafði staldrað við í Wellington til að fá mér kaffisopa, áður en lengra væri ekið. Það var kalsaveð- ur og liellirigning, enda þótt nóvem- her sé sumarmánuður á þessum slóð- um. Það var eitthvað að þurrkunum á hílrúðunum, og meðan ég drakk kaffið, fékk ég bifvélavirkja til að gera við þær til bráðabirgða. Eg ók út úr Wellington eftir veg- inum, sem liggur upp í fjallaskarð- ið. Ljósin á bilnum mínum lýstu um það bil 20 fet fram á veginn. Lengra sá ég ekki fyrir slagviðrinu. Ég ók ekki nema á 25 mílna hraða og var kominn efst upp i skarðið eftir 25 mínútur. Þegar þangað var komið, staldraði ég við fáeinar mín- útur og reykti sígaretttu. Svo setti ég bílinn i 2. gir og ók af stað nið- ur bugðóttan veginn, sem alls staðar lá úti á hrúninni á 600 feta brekk- unni niður að livítfyssandi Breede- ánni. Mér varð stöku sinnum litið á hraðamælinn, þegar mér fannst bíll- inn fara full hratt niður hallann, en hraðavísirinn stóð vfirleitt á 20 mil- um. ÉG VAR ALVEG nýfarinn fram- hjá 14. mílnasteininum og nálgaðist nú óðum hröttustu brekkuna á leið- inni niður eftir, þegar ég sá glytla i afturljós á ökutæki fyrir framan mig. Það fór ósköp liægt, og ég fór að draga það uppi í mestu róleg- heitum. Ég var kominn að klettasnös um

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.