Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 7
1. hefti 25. árg, IMr. 239 Febreíar 1958 TÍIUARIT TIL SKEMIUTUIMAR OG FRÓDLEIKS 06-0 0 am> SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: SigUrð- ur Skúlason, Reykjavík, sími 12526, póstliólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið, 55 kr. (erl. 65 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöld- um veitt móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. MAGNÚS VÍGLUNDSSDN RÆÐISMAÐUR: ../>í/röi’ðiíB' pessa lantis er vor satjtB'* ÚT Elí KOMIN glæsileg Sýnisbók af verkum Einars Benediktssonar, og standa að útgáfunni Almenna Bókafélagið og Útgáfufélagið Bragi. Formaður Braga, Magnús Víglundsson ræðismaður, lýsti á blaðamannafundi við útkomu Sýnisbókar í mjög athygliverðri ræðu tilgangi félags- ins og mælti m. a. á þessa leið: Með brey'ingu á samþykkt Utgáfufélags- ins Braga á öndverðu ári 1957 var starfs- svið þess fært út og félaginu fengið það verkefni „að halda á lofti nafni skáldsins og hugsjónum með útgáfu á ritum þess og á hvern hátt annan, lögum félagsins samkvæmt. SKAL ÖLLU ÞVÍ, SEM FÉ- LAGIÐ HEFUR EIGNAZT, EÐA IÍANN AÐ EIGNAST, VARIÐ SAMKVÆMT ÞVl“, en þannig eru þessar lagabreytingar bók- festar. Þykir mér vel, að þeir, sem að félaginu standa, skuli hafa staðfest svo greinilega, að í þeirra eigin sjóð muni aldrei renna neinn hagnaður af útgáfu- starfsemi á verkum Einars Benediktsson- ar... Ákveðið hefur verið, að félagið reisi Einari minnisvarða, gerðan af Ás- mundi Sveinssyni myndhöggvara. og verði hann að mestu gerður samkvæmt mynd þeirri, sem Ásmundur gerði, er skáldið var enn á lífi... Þá hefur félagið fullan hug á að hafa forgöngu að ritun ævisögu Einars Benediktssonar með það megin- sjónarmið fyrir augnm að varpa ljósi á baráttu hans fyrir umbótum og framför- um í atvinnumálum Islcndinga ... Til orða hefur komið að stofna safn til minning- ar um Einar og í athugun er að stofna til sjóðs til minningar um hann. Verði úr honum veitt bókmenntaverðlaun því skáldi eða rithöfundi, er með verkum sínum sé talinn standa trúastan vörð um hreinleik og göfgi íslenzkrar tungu .. . Enn hefur Bragi hug á að gangast fyrir kynningu á verkum Einars í framhaldsskólum lands- ins og kveðja til þess hina færustu mcnn. Magnús Víglundsson lauk máli sínu á þessa leið: „í hinum dýru alþingishátíðarljóðum Einars Benediktssonar segir svo á einum stað: Lífvörður þessa lands er vor saga. Látum ei kulna þá heilögu glóð. Ritfest og bundin í ræðu Braga hún reisir frá dauðanum mann og þjóð. Já, saga íslands, íslenzk tunga og áhrif góðra bókmennta munu nú, svo sem jafn- an fyrr, þess umkomin að vernda sálar- heill íslands barna.“ „Samtíðin" fagnar þeim stórhug og myndarbrag, er ræða þessi vitnar um og markar áform Úígáfufélagsins Braga. Þar mun áreiðanlega skammt verða milli orða og athafna. Sýnisbók Braga og A. B. af verkum Elnars Benediktssonar er LANDSBÖKASAFN 221930 ÍSLANDS

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.