Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 18
14
SAMTÍÐIN
svolítinn sting í hjartað, þegar lienni
varð liugsað til Tómasar. „Hann er
alveg gull af manni til,“ var liún
alltaf vön að segja, þegar hún tal-
aði um manninn sinn við vinkonur
sinar.
Það kom aldrei fyrir, að þau rif-
ist ... Hún hafði heldur ekki sér-
lega slæma samvizku, þó að hún
væri að gantast við aðra karlmenn,
þegar svo har undir.
Sennilega hafði hann enga hug-
mynd um það . . . Að minnsta kosti
lét hann eins og ekkert væri. Og urn
það, sem þeim Ehba hafði farið á
milli, vissi hann áreiðanlega alls ekki
neitt. Ebbi og hún liöfðu alltaf ver-
ið framúrskarandi varkár . . . nema
í þetta eina sinn, þegar Tómas hafði
verið í London. Þau höfðu borðað
miðdegisverð saman, og þau höfðu
setið og beðið þess, að ungfrú Ölsen
kæmi inn með kaffið. Aðeins eitt
andartak höfðu þau gleymt sér og
kysstst . . . Og í sama vetfangi stóð
ungfrú Ólsen þar í hvítum búningi,
stokkrjóð í framan, eins og refsandi
engill. Hún flýtti sér að láta kaffi-
könnuna á borðið og hvarf fram í
eldhúsið. Dyrunum hafði hún lokað
harkalega og einbeitnislega á eftir
sér. Ebhi hafði brosað hálfvandræða-
lega, og sjálf liafði hún orðið fok-
vond ... Hún var þó viss um, að
ungfrú (Ólsen hafði ekld sagt frá
þessu, en samt hafði það verið
skrambi óviðkunnanlegt.
Hún varð að bíða lengi lijá augn-
lækninum, og andrúmsloftið í bið-
stofunni fór í taugarnar á henni.
Það var eins og það boðaði allt illt.
Þarna sat illa klædd móðir með litla
drenginn sinn í kjöltunni. Hann var
með svarta pjötlu fyrir öðru auganu,
og litlu hendurnar hans voru óþvegn-
ar. Drengurinn litli var kjökrandi,
og móðir lians dillaði honum blíð-
lega. Hendur móðurinnar voru rauð-
ar og hörundið undarlega hrukkctt.
Ingiríði varð ósjálfrátt litið á hend-
urnar á sér, sem hvíldu á borðplöt-
unni eins og tvö bleik blóm . . .
Demantshringirnir blikuðu eins og
daggarperlur.
Það var liðið kort yfir þann tima,
sem ákveðinn hafði verið. Þegar að-
stoðarstúlka læknisins kom fram í
dyragættina, reis Ingiríður á fætur
og sagði hátt:
„Ég heiti Anning forstjórafrú. Ég
átti að liitta lækninn ldukkan 12.“
„Lækninum hefur seinkað. Viljið
þér gera svo vel og bíða, þangað til
röðin kemur að yður?“
Að svo mæltu kinkaði stúlkan kolli
til móðurinnar með barnið og sagði:
„Gerið þið svo vel.“
Niðurlag í næsta hefti.
Tveir fullir menn óku í bíl. Annar
sagöi: ,,Hér er nú betra aö aka var-
lega, því nú erum við aö nálgast bæ-
inn.“
„Hvemig veiztu það?“ spurði hinn.
„Nú, ég er alltaf að aka yfir fólk.“
Og nokkru seinna:
„1 öllum bænum aktu nú varlega,
þvi nú erum við komnir inn í borg-
ina.“
„Aki ég varlega,“ anzaði félagi
hans. „Eg veit ekki betur en það sért
þú, sem situr við stýrið,“