Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN Góðs og farsæls árs óskar SAMTlÐIN öllum tslending- um. Viö bjóðum velkominn í iesenda- hópinn mikinn fjölda nýrra áskrif- enda. 4 I næstu blöðum birtast spenn- andi kynjasögur og ástasögur, snjall- ar skopsögur, forustugreinar eftir ýmsa þjóðkunna menn og samtöl við athafamenn og menningarfrömuði. Skák- og bridgeunyendur munu fylgj- ast af áhuga með liinum snjöllu grein- um þeirra Guðmundar Arnlaugsson- ar og Árna M. Jónssonar um þessi vinsælu efni hér í blaðinu. 4 Kvennaþættir Freyju eru að margra dómv einhverjir skemmtileg- ustu þættir, sem nú birtast á íslenzku um áhugamál kvenþjóðarinnar, og eru einnig lesnir með sívaxandi áhuga af fjölda karlmqnna. Freyja mun eins og að undanförnu svara spurningum lesendanna, en b'.rta jafnframt tízku- fréttir, mataruppsknftir og ýmis hollráð. Jafnframt munu kvenna- þættirnir birta útsaums- og prjóna- mynztur og myndir af hinum heims- fræga Butterick-fatnaði, sem íslenzk- ar konur geta síðan saumað tízku- föt eftir. Er þess að vænta, að þær nytfæri sér þessa þjónustu. 4 Bréfaskóli oJckar í íslenzku nýtur sívaxandi vinsælda bæði í höf- uðstaðnum og víðsvegar um landið, MUNIÐ Nora Magasín og fænom við þátttakendumu hér með beztu þakkir fyrir mjög náægjwlegt samstarf. Áformað er að hafa enn framhaldsnámskeið og þá í samningu ritgerða og ísl. bókmenntasögu. Mun það hefjast 1. okt. n.k. og standa árlangt. 4 Árgjald SAMTlÐARINNAR 1958 verður 55 kr., og var gjalddagi þess 1. febr. Vinsamlegast sendið ár- gjald yðar nú þegar í bréfi eða póst- ávísun. Bókaverzlun Isafoldar, Aust- urstræti 8 í Rvík veitir árgjöldum viðtöku. 4 Vinsamlegast segið öðrum frá SAMTlÐINNI og tökum öll höndum saman um að gera hana að heimilis- riti altra íslendinga. Draumaráðningar • HER. Hermenn í draumi merkja, að þú lendir i vandræðum og ratir í raunir vegna afbrýðisemi. Það veit ávallt á miklar breytingar, ef mann dreymir hermenn, táknar oft innanlandsdeilur. Herfylkingar í draumi boða tjón. • HÖGGORMUR. Dreymi þig liöggorm, bregzt sá eða sú, sem þú hefur treyst, þér gersamlega og reyn- ist slægðin sjálf. • GJÁ. Ef okkur dreymir, að við stöndum á gjárbarmi, er vissara að vera staðfastur í lífinu. • MÆÐI. Það er fyrir mikilli og auðveldri auðsöfnun, ef menn dreym- ir, að þeir séu rnóðir af hlaupum. Ef til vill er þá auðugt gjaforð í vændum. • ÞANG. Það er fyrir veikind- um að dreyma þang.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.