Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN ekki búin að því, og beðið hann að gæta bófs í sambandi við börnin. Annars held ég þú getir verið alveg áliyggjulaus út af þessu. Þegar börn- in vitkast, mun þeim skiljast, hvoru ykkar þau eiga meira að þakka fyrir allar liollu lífsreglurnar og viðvar- anirnar. Ég geri auðvitað ráð fyrir, að þú sért mild og móðurleg við þau. Þá mun vel fara. — Þin Freyja. Kjörréttur mánaðarins SVlNAKÖTELETTUR eru brún- aðar og settar á fat. Ofan á liverja kótelettu er annaðhvort látin skinku- sneið eða sneið af tungu og tómat og siðan er hálfu linsoðnu eggi hvolft ofan á. Yfir þetta er svo liellt sósu, sem búin er til úr hveiti, hræðu út í rjóma og bragðbætt með sinnepi og lauk eða steinselju. Síðan er 100 g af hakkaðri skinku hræírt út i. Appelsínuformkaka 150 g smjör, 150 g sykur, 175 g hveiti, 150 g appelsínumarmelade, 3 egg, 2 tsk. ger. Allt þetta er sett í skál og hrært með hrærivél 2—3 mín- útur. Síðan er það sett í mót og bak- að 1 klst. ÞÚSUNDFt kvenna og karla lesa kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi athygli. — Sendið okkur áskriftarpöntun- ina neðst á bls. 32 strax í dag, og við póst- sendum yður blaðið tafarlaust ásamt ein- um eldri árgangi í kaupbæti. Freyju-vörur mæla með sér sjálfar. Veljið það bezta. FREYJA H.F., sælgætis- og efnagerð. Lindargötu 12. Símar 14014 ög 12710. ♦ SANNAÐU TIL ♦ að skapfesta verður ekki til á hætt- unnar stund, þó að hún komi greinilegast í ljós þá. ♦ að stjórnkænn er sá maður, sem get- ur sannfært konu sína um, að viturlegast sé að kaupa bara regn- hlíf, þegar hún biður um loð- kápu. ♦ að smástrákar eru stundum eins og grútskítugur hávaði. ♦ að þér liggur aldrei svo mi'kið á í lífinu, að ekki sé tími til að vera kurteis við aðra. ♦ að náttúrunni skjátlast ekki. Þegar hún gerir ólánsmann úr einhverj- um, er hún oftast að gera það við hann, sem hann hefur unnið til. FRÆGIR ORÐSKVIÐIR Betra er að slitna af notkun en eyðast af ryði. Oft er auðveldara að læra en að gleyma. Losti er leiðarsteinn til eymdar og eyðileggingar. Sá er mestur svikari, sem svíkur sjálfan sig. Vinnan er lífsskilyrði, vizkan tak- markið, hamingjan launin. Menn hafa oft orku til að bera annarra hamingju, en ekki sína. er ljúffengur og hollur eftirmatur. — íspinnar okkar fara sigurför um landið.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.