Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN 230. saga samtíðarinnar /XvXvMvIvXvXvIvX* Farið vurlegu* frú ntíit gúð ÞEGAR INGIRlÐUR kom úr bæn- um, fór hún ekki inn um aðaldyrnar á húsinu, eins og hún var vön. Henni fannst nefnilega allt í einu, að liún þyldi ekki að sjá framan í ráðskon- una sína, hana ungfrú Ölsen. Hún fann það á sér, að strangheiðarlegt, rauðyrjótt andlitið á ráðskonunni mundi fara enn meira i taugarnar á sér en vant var. „Þessi afbragðs stúlka, hún ungfrú Ölsen okkar,“ eins og Tómas var vanur að s£gja um hana. Ingiríður lagði í þess stað krók á leið sína framhjá grashjallanum, nið- ur í garðinn. Þar staðnæmdist hún og horfði yfir grundina, sem var i ágætri rækt, með vatnsþrónni mið- svæðis. Litlu síðar geklc hún að kringlótta steinborðinu, sem stóð undir kastaníutrénu og settist á hekk- inn. Hún tók af sér hattinn og lagði liann á borðið fyrir framan sig. Kast- aníubrúnt hár hennar féll eins og hjálmur að fíngerðu höfðinu, og and- litið, sem gægðist fram undan hjálm- inum, var hjartalaga og eggjandi. Andartak sat hún djúpt hugsi, svo tók hún sígarettu upp úr töskunni sinni, kveikti í henni og sogaði reylc- inn djúpt að sér með luktum aug- um. Hún ætlaði að sitja hérna stund- arkorn . . . áður en hún færi að horða miðdegisverðinn með þeim Tómasi og ráðskonunni . .. ÞETTA liafði verið skrítinn dag- ur. Morgunninn hafði raunar hyrjað fullsæmilega: eftir langvarandi rign- ingu hafði sólin hrotizt gegnum skýjaþykknið, og ungfrú Ölsen liafði lagt á borðið úti á veröndinni. Hún lagði sig alltaf í líma, þegar þau áttu að horða úti. Hún hafði tínt hlóm í garðinum, látið þau i litla silfurhikara og skreytt borðið méð þeim. Tómas var aldrei sérlega marg- máll við morgunverðinn. Hann sat með gleraugun á nefinu og las morg- unblaðið, og er því var lokið, rétti hann lienni hlaðið og sagði, eins og liann var vanur: „Það lítur út fyrir, að kjallaragreinin sé alveg ágæt í dag.“ Hún anzaði honum elcki ' einu sinni, lieldur þreif hlaðið, fór að lesa fyrirsagnirnar í því og fletti svo, þangað til hún kom að kvikmynda- gagnrýninni . . . Henni var dálítið kalt í næfurþunnum morgunkjóln- um, en hann var svo fallegur, að liún gat ekki fengið af sér að fara í annan. Hann var alveg eins og sniðinn til að vera í, þegar maður horðaði morgunverð úti í guðsgrænni náttúrunni. Tómas hafði komið með hann lianda henni frá London, en þangað hafði hann farið i verzlunar- erindum í vor. Það lá við, að henni þætti fyrir því, að hann skyldi hafa verið að kaupa handa henni þennan kjól, einmitt þegar hún . . . Jæja, ekki var það nú henni að kenna, þó að liún hefði hitt Ebba í þessu sam- kvæmi hjá Jakobsensfjölskyldunni.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.