Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 21
SAMTIÐIN
17
er enn í sköpun, eins og þið sjáið.
— Guðmundur sagði:
„Ég var staddur inni i Heilsu-
verndarstöð. Annar læknanna, sem
starfa þar að staðaldri, bað mig að
tala við sig. Hann var svo alvarleg-
ur á svipinn, að mér brá í brún,
og satt að segja flaug mér í bug,
að ég væri sjálfur í bráðri hættu
staddur. Hann sagði mér þá, að nú
þyrfti á skjótri aðstoð SlBS að halda,
því að mjög alvarlegt berklatilfelli
hefði gosið upp hér í bænum í eld-
gömlum, óvistlegum timburhjalli.
Heimilisfaðirinn reyndist berklaveik-
ur. Veikindi bans höfðu komið i Ijós
við skoðun á fjölskyldunni, eftir að
tilkynning liafði borizt um, að eitt
af börnum bans, sem statt var nvrðra,
hefði reynzt jákvætt við berklapróf-
un skólabarna. Við skoðun á fjöl-
skyldunni kom einnig í ljós, að þrjú
börn af f j órum hér syðra höfðu einn-
ig sýkzt af föður sinum, en hann
hafði enga hugmynd um sjúkdóm
sinn, taldi sig aðeins vera með vont
lcvef.
Kona hans hafði strax bugazt við
þessar ömurlegu fréttir, en maður-
inn hafði harkað af sér. Læknirinn
bað mig nú að líta þegar til fjöl-
skyldunnar og gera fyrir hana það,
sem í okkar valdi stæði.
ömurleg aðkoma
Þegar ég lcom inn í íbúð f j ölskyld-
unnar þennan sama dag, var þar öm-
urlegt um að litast. Ibúðin var ekki
nema um 30 fermetrar, og þarna
höfðu þau átt heima — sjö talsins!
Heimilisfaðirinn lá í rúminu, og þó
hann hefði borið sig vel inni i Heilsu-
verndarstöð, þegar honum var sagt,
hvernig komið væri fyrir honum, var
hann nú í mjög þungu skapi. Börn-
in voru öll inni, enda sum ineð hita,
og það hvíldi eins og mara á heim-
ilinu.
Ég kvaðst vera kominn frá SlBS
og sagði, að allt starfsfólk þess þekkti
berklana af eigin reynd. I dag væri
það ég, sem kæmi fjölskyldunni til
aðstoðar, á morgun gæti bún allt eins
vel komið i sömu erindum til min.
Mér var það undir eins ljóst, að
hér var fjárhagsleg vá fyrir dyrum,
enda var hinn sjúki heimilisfaðir fá-
tækur daglaunamaður.
Innan SlBS er til sjóður, sem not-
aður er til styrktar, þegar miklir örð-
ugleikar steðja að. Hann hefur aðal-
tekjur sínar af seldum minningar-
spjöldum. Ég kvaðst mundu útvega
fjölskyldunni styrk úr þessum sjóði,
skrapp niður í skrifstofu okkar,
hafði samband við formann sjóðsins
og fékk þegar 1500 kr. og loforð
um meira, þegar stjórn sjóðsins hefði
komið saman. Þessa peninga færði
ég fjölskyldunni undir eins. Við það
var eins og stórum birti yfir heim-
ilinu, og þegar ég fór, veifuðu börn-
in mér brosandi út um gluggana.
Skjótar aðgerðir
Ákveðið var, að maðurinn færi taf-
arlaust að Vífilsstöðum og tvö barn-
anna með honum. Barnið, sem var
fyrir norðan, fór á Kristneshæli, en
yngsta barninu var komið fyrir á
góðum stað, því að læknarnir töldu
íbúð fjölskyldunnar heilsuspillandi
fyrir það. Konan og elzta barnið voru