Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 20
16
SAMTÍÐIN
■uSniundur cJLöue :
BARÁTTUSAGA ÚR SKAMMDEGINU
SAMBAND íslenzkra berklasjúkl-
inga gerir fleira en reisa heilt hverfi
af verksmiðju- og íbúðarhúsum að
Reykjalundi og reka þar vinnuheim-
ili, sem vekur sívaxandi athygli víða
um lönd. Sambandið er einnig sífellt
á varðbergi, viðbúið að liðsinna og
miðla kjarki og bjartsýni, ef berkl-
arnir herja á heimilin.
Yið Guðmundur Löve, félagsmála-
fulltrúi SlBS, hittumst um jólin í
skrifstofu hans í Austurstræti, og
hann sagði:
„Eftir að við sáum Reykjalund
rísa, fórum við að hugsa meira um
þá, sem eklci þurftu á vist þar að
halda, einkum i sambandi við at-
vinnuútvegun, húsnæðismál, skulda-
kröfur, skatta o. s. frv., sem lá þeim
þyngst á hjarta. Það, sem mörgum
gömlum berklasjúklingi fannst ó-
leysanlegt, reyndist okkur oft auð-
leysanlegt — jafnvel með einu sím-
tali. Það er oft þægilegra að leysa
vandamál annarra en sjálfs sín. Þó
koma fyrir mál, sem reynast örðug
viðfangs. En fólkinu er ómetanlegur
styrkur að því að vita SlBS eins og
skjólgarð hak við sig.
A: Nú er það. skæruhernaðurinn
Fyrir 1946 var hvert rúm skipað
í herklahælunum. Oft náðist þar frá-
hær árangur. En með tilkomu nýju
lyfjanna gerhreyttist ástandið. Áður
voru upp undir 210 sjúklingar á Víf-
ilsstöðum. Nú eru þar aðeins milli
80 og 90, og þó fara þangað þeir,
Guðmundur Löve
sem áður hefðu verið látnir liggja
heima vegna þrengsla á liælinu. Is-
lenzkir berldalæknar hafa alltaf
fylgzt mjög vel með nýjum aðgerð-
um og lyfjum, sem fram hafa kom-
ið erlendis, og berklalyfin hafa oft
fengizt hingað fyrr en til nokkurs
hinna Norðurlandanna. Helgi yfir-
læknir Ingvarsson sagði á sextugs-
afmæli sínu, að aðalorrustan við
berklaveikina hér á landi væri að vísu
unnin, en eftir væri skæruhernaður-
inn, sem krefðist sífelldrar baráttu
og það ef til vill lengi enn.“
'A' Sagan af bágstöddu f jölskyldunni
Og svo var Guðmundur kominn
að sögunni úr skammdeginu, sem
reyndar er nú hálfgerð jólasaga,
vegna þess Iive gott útlit er fyrir,
að hún ætli að fara vel. En sagan