Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
13
Já, Ebbi. ÞaÖ fór hitabylgja um hana
alla. ÞaÖ var von á Ebha heim úr
verzlunarferð á morgún. Daginn áð-
ur en hann fór, höfðu þau farið inn
í vínstúku og drukkið þar skilnaðar-
skálina . . . Mest langaði hana til
að loka augunum og lifa allt þetta
aftur í endurminningunni, en þá var
þess að gæta, að þarna sat Tómas,
svo að hún varð að láta það biða,
þangað til hann væri farinn.
„Hvað ætlar þú að gera i dag,
væna mín?“ spurði hann. Hann var
nú staðinn upp og ýtti stólnum var-
færnislega á sinn stað.
Það fór hrollur um hana, þegar
stóllinn skóf steingólfið. Var hún við-
kvæm, þrátt fyrir allt? Tómas stóð
bak við stólinn og horfði á liana,
þrekvaxinn, lierðibreiður maður,
heldur lægri en í meðallagi, liárið
stálgrátt, augun hliðleg bakvið þykk
gleraugun.
„Ég ætla til augnlæknisins að láta
rannsaka í mér augun, eins og þú
veizt,“ anzaði hún, eins og ekkert
væri. — „Það er vel til, að ég eigi
að nota gleraugu við lestur . . . Til
allrar hamingju getur maður víst
fengið fallegar umgjörðir um þau,
svo það sakar lítið. Annars veit ég
svei mér ekki“ . ..
Hann spurði einskis frekar. Yfir-
leitt var hann alveg hættur að spyrja
hana nokkuð að ráði um, hvað hún
liefði fyrir stafni þessa löngu
morgna, meðan liann var sjálfur í
verksmiðjunni. Ungfrú Ólsen annað-
ist öll lieimilisstörfin, og garðinum
hafði Ingiríður engan áhuga fyrir.
Svör hennar við spurningum Tóm-
asar voru heldur aldrei afdráttarlaus:
Einn daginn þóttist hún ætla að
drekka te með vinkonu sinni, annan
daginn ætlaði hún til ldæðskerans,
eða þá hún þóttist ætla að máta
hatt eða fara á lokaæfingu i leik-
húsi . . .
Nei, hapn var steinhættur að spyrja
hana eins og í gamla daga. Öðru '
hverju hafði hann séð liana ganga
yfir götuna í áköfum samræðum
við ungan og laglegan mann, sem
hann þekkti ekki. Hann var ekkert
að brjóta heilann um það . . . Það
var ósköp eðlilegt, að hún þekkti
marga, sem hann vissi engin deili á.
. . . Hann var svo önnum kafinn við
störf sín, að hún varð oft að fara
í samkvæmi án hans . . .
Hún muldraði eitthvað í kveðju-
skyni án þess að líta upp. En þegar
hún heyrði útidyrnar skellast á hæla
honum, stóð liún upp og gekk út á
svalabrúnina. Þegar hún sá hann
niðri á veginum, kallaði hún lágt:
„Skemmtu þér nú við vinnuna þína!“
Hann nam andartak staðar og leit
upp til hennar, og hún veifaði hon-
um. Hún gleymdi aldrei að kveðja
hann á þennan hátt, en reyndar var
sú kveðja engu síður vegna grann-
konu hennar . . . en Tómasar . . .
Hún var í ljómandi skapi, þegar
hún gekk í hægðum sínum eftir göt-
unni áleiðis til auglæknisins. Henni
fannst hún alveg kornung í einfaldri,
en glæsilegri, ljósblárri göngudragt-
inni sinni. Henni var það líka full-
ljóst, að hún leit miklu fremur út
fyrir að vera þrítug en 42 ára. Við
hlið Tómasar leit hún alltaf út fyrir
að vera skólatelpa . . . einkum þeg-
ar hún var svona greidd. Hún féklc