Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN ur af því, hve ört hún hækki og seg- ist vera orðin 176 cm. Það er ekki á mínu meðfæri að stöðva þennan öra vöxt þinn. Þú ert bara svona bráðþroska, og vöxturinn stöðvast af sjálfu sér, sannaðu til. Borðaðu mikið af kartöflum og drekktu ný- mjólk. Þá verður þú eðlilega feit og samsvarar þér betur. — Þín Freyja. Sextán ára stúlka spyr, hvernig hún eigi að greiða sér, hvernig vara- lit hún eigi að nota og hvaða litir klæði sig bezt. Viðvíkjandi greiðsl- unni vísast til myndarinnar af nýj- ustu Parísargreiðslunni í síðasta hefti Samtiðarinnar. Þar sérðu lika hár- síddina. Prófaðu varalitina, sem sagt er frá í „snyrtingu vetrarins“ hér að framan. Hvað fataliti snertir, skaltu prófa hláa, gráa og brúna. — Þín Freyja. Ung kona skrifar: Kæri þáttur. Það eru þrjú ár, síðan ég giftist manni, sem var einbirni. Foreldrar hans sáu ekki sólina fyrir honum, enda var hann alltaf efstur í sínum bekk. En nú fæ ég aldeilis að kenna á því, hvernig uppeldið hefur farið með hann. Hann þykist alltaf hafa á réttu að standa i smáu og stóru. Það er svo komið, að ég er alveg að bilast í sambúðinni við hann. Vm- ist orga ég af vonzku eða stekk út til að kæla mig. Hvað á ég að gera? Elsku Freyja, svaraðu mér fljótt. SVAR: Það er alveg rétt, að þessir rVió Vurium her í'allegt mynztur af hekluðu milliverki, sem liafa má i sæng- urfatnað og ýmislegt fleira. Beztu tækifærisgjafirnar fást hjá Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Ásmundssonar & Co. Ingólfsstræti 3. Sími 17884, Laugaveg 66 blessaðir vér-einir-vitum menn geta orðið alveg óþolandi. 1 hæfilegri fjar- lægð eru þeir kátbroslegir, en i ævi- langri sambúð vandast málið. Þú verður að tala alvarlega við mann- inn þinn og segja honum, hve merki- legheitin i honum þjái þig. Ef hann er jafnskynsamur og ég hef ástæðu til að ætla, hlýtur hann að sjá að sér. Annað væri fásinna, því að svona framferði af hans liálfu hlýtur að eitra sambúð ykkar. En umfram allt farðu varlega að honum, því að hann hlýtur að vera viðkvæmur, enda skemmdur af bannsettu dekrinu í foreldrahúsunum og óhollustunni, sem fylgir því að vera alltaf bekkj- ar”dúx“. — Þín Freyja. Móðir skrifar: Kæra Freyja. Ég er áhyggjufull yfir einu. Maðurinn minn vinnur úti allan daginn. Þegar liann fer til vinnunnar, eru litlu börn- in okkar varla vöknuð, og hann kem- ur ekki heim, fyrr en þau eiga að fara að sofa. Hann sér ekki sólina fyrir þeim, en ég verð að hafa fyrir því að banna þeim allt og ala þau upp. Verður þetta ekki til þess, að þau elska hann, en leggja hálfgerða fæð á mig? SVAR: Þú getur sagt manni þín- um frá þessu vandamáli, ef þú ert

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.