Samtíðin - 01.04.1958, Qupperneq 17

Samtíðin - 01.04.1958, Qupperneq 17
SAMTÍÐIN 13 Og svo var hún komin i gröfina, áður en nokkurn varði. Hann er ekki sem óviðkunnanleg- astur, legstaðurinn hennar. Það er grátviður nálægt leiðinu hennar, og mér finnst hann oft fallegur, bara af því að hún hvílir þarna. Of mikil viðkvæmni, býst ég við, en .... s, Bíddu við! 0, Guð minn góður! Nei! Ég var einmitt að gera mér grein fyrir — en, nei. Þeir geta það ekki. Það er svo ægilegt, að ég má ekki til þess hugsa. Það er leiðið hennar — hennar. Þeir mega ekki saurga það með viðbjóðslegum skrokknum á honum! Segðu mér, að þeir ætli ekki að gera það, að þeir geri það ekki. Ég heitstrengi, ef þeir gera það, að ég skal fara þangað út eftir og draga hann upp úr gröf- inni með mínum eigin liöndum — með þessum tveim höndum. Það skal gert .... Jæja, þá er nú svona komið. Þeir eru að koma til að yfirheyra mig. Nei, farðu ekki. Það vildi ég þú vild- lr vera kyrr. Þér er ekki um þessa menn gefið. Já, lögregluþjónn. Þér takið mig fastan fyrir morð á Johnston nokkrum Quaile! Gott og vel, ég skal koma. Leyfið mér að jafna. mig eitt andartak. Þetta kem- ur yfir mig eins og reiðarslag. Segið þér mér, hvernig vissuð þér þetta? En þetta er bara hnífur eins og notaður er í skrifstofum. Það hljóta að vera einir sex hér í stofnuninni. Hvernig vissuð þér, að þetta var minn? Jú, ég býst við, að í smásjá myndu sjást tóbaksblettir. En — hvernig viss- uð þér, að það var ég, sem kastaði honum ? Það eru vissulega hnífaför á innri hurðinni í íbúðinni minni. Þau skipta áreiðanlega milljónum. Ég eyddi þrem árurn í þetta — þrem löngum árum — og eftir allt þetta gat ég klofið eldspýtu, þegar ég kastaði hnifnum yfir þvera stofuna. Ég var alveg öruggur um, að ég mundi hitta piltinn. Við getum alveg eins farið strax, býst ég við. Vertu sæll, vinur. Við sjáumst víst varla framar. SANNAÐV TIL: að það er býsna góður mælikvarði á fólk, livað það mundi gera, ef það héldi, að aldrei kæmist upp um það. * ♦ að erfiðleikar eru ekki böl, fyrr en þú hefur látið bugast af þeim. ♦ að þú eignast aldrei það, sem hjarta þitt girnist, fyrr en þú lærir að meta það, sem þú átt. ♦ að bros þitt gerir heimili þitt bjart- ara en nokkurt rafmagnsljós fær gert. ♦ að eftir allt, sem sagt og gjört liefur verið, hefur venjulega fleira ver- ið sagt en gjört. ÞÚSUNDIIt kvenna og karla lesa kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi athygli. — Sendið okkur áskriftarpöntun- ina neðst á bls. 32 strax í dag, og við póst- sendum yður blaðið tafarlaust ásarnt ein- um eldri árgangi í kaupbæti.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.