Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 6
6 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR lyf? Kynntu þér þinn rétt á lfi.is Þarft þú að nota lyf að staðaldri? Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands v STJÓRNSÝSLA „Nú er svo komið að ég hef misst alla tiltrú á orðum sagnaritarans og get því ekki greitt atkvæði með nýjum samn- ingi,“ segir í bókun Karenar Jónsdóttir þegar hún ein níu bæj- arfulltrúa á Akranesi neitaði að samþykkja viðbótagreiðslur vegna ritunar á Sögu Akraness. „Í rúm tíu ár hefur núverandi sagnaritari þegið greiðslur frá Akraneskaupstað. Samtals að upphæð 73.337.692, miðað við uppreiknaða vísitölu, fyrir það eitt að rita sögu Akraneskaup- staðar,“ segir í bókun Karenar þegar bæjarstjórnin samþykkti fyrir jól að bæta við 4,3 miljónum króna til að ljúka fyrstu tveimur bindum verksins. Gunnlaugur Haraldsson þjóð- háttafræðingur kveðst hafa feng- ist við ritun sögu Akraness með hléum frá árinu 1997. Fyrir hafi verið til eitt bindi sem Jón Böðv- arsson hafi skrifað. Ákveðið hafi verið að Gunnlaugur tæki við og skrifaði söguna frá árinu 1700. Seinna hafi verið ákveð- ið að Gunnlaugur myndi skrifa alla sögu bæjarins frá landnámi. Ýmsar aðrar breytingar hafi verið gerðar og hlé verið gert á verkinu oftar en einu sinni. Gunnlaugur segir að fyrstu tvö bindin, sem nái frá landnámi til ársins 1700 og yfir átjándu öldina verði tilbúin til prentunar næsta sumar, með fjölbreyttum myndun og kortum. Þessi tvö bindi verði samtals á milli 900 og 1.000 blað- síður. Þá segist Gunnlaugur búinn að skrifa þriðja bindið. Fjórða bindið, sem nái frá aldamótunum 1900, sé hálfskrifað fram til 1941. „En það hefur enn ekki verið ákveðið hvort ritið verður látið ná fram á sjöunda áratug þessar aldar eða allt til ársins 2000 eins og lagt var upp með,“ útskýrir hann. Að sögn Gunnlaugs áttar hann sig ekki á hvort sú framreiknaða tala sem Karen nefnir í bókun sinni sé öll vegna greiðslna til hans eða vegna alls kostnaðar sem hlotist hafi af verkinu. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að um sé að ræða heildargreiðslur. „Ég tel að það sé komið svo langt með þetta verk að það væri glap- ræði að klára það ekki. Þetta er framúrskarandi fagmannlega unnið,“ segir bæjarstjórinn. Undir þetta tekur formaður ritnefndar Sögu Akraness. „Við erum mjög ánægð með það sem komið er og það hefði verið fárán- legt að bæta ekki lokapunktinum við,“ segir Jón Gunnlaugsson. Karen Jónsdóttir er hins vegar ósátt. „Þau tæp fjögur ár sem ég hef setið hér sem bæjarfull- trúi þá hafa verið gerðir í það minnsta þrír samningar um verk- lok. Í gegnum tíðina hafa bæjar- fulltrúar og nefndarmenn í góðri trú samþykkt/keypt þau rök sem sagnaritari hefur lagt á borð fyrir þá í þeirri trú að senn líði að verklokum.“ gar@frettabladid.is Nærri 80 milljónir í ritun sögu Akraness Bæjarfulltrúi á Akranesi samþykkti ekki 4,3 milljóna króna viðbótarframlag við 73 milljónir sem á tólf árum hafa farið til ritunar sögu Akraness. Glapræði að klára ekki verkið segir bæjarstjórinn sem kveður það vera framúrskarandi. KAREN JÓNSDÓTTIR GÍSLI S. EINARSSON SÉÐ TIL AKRANESS Íbúar hafa beðið lengi eftir að saga bæjarins kæmi út. Þegar hefur verið varið áttatíu milljónum króna til verksins en ekkert er komið á prent. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UPPLÝSINGATÆKNI Finnski fjar- skiptarisinn Nokia segir að tæknifyrirtækið Apple brjóti á einkaleyfarétti Nokia í nær öllum farsímum, tónlistarspilurum og tölvum sem Apple framleiðir. Í tilkynningu finnska fyrir- tækisins kemur fram að það hafi í gær sent kvörtun til Verslunar- ráðs Bandaríkjanna (ITC). Umkvörtunin snýr að sjö einka- leyfum sem varða uppfinningar Nokia sem fyrirtækið segir Apple nota í lykilþáttum notendavið- móts, sem og í myndavél, loftneti og orkustýringartækni. Nokia hefur áður höfðað mál á hendur Apple sem rekið er í Dela- ware í Bandaríkjunum vegna notkunar Apple á stöðlum í þráð- lausum samskiptum sem Nokia hefur þróað. - óká Tekist á um einkaleyfi: Nokia kvartar undan Apple MENNTUN Um 43,4 milljónum króna hefur verið úthlutað úr sprotasjóði fyrir skólaárið 2009 til 2010. Sjóðurinn var stofnað- ur í fyrra og hefur það hlutverk að styðja við þróun og nýjung- ar í starfi leik-, grunn- og fram- haldsskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur sam- þykkt tillögu stjórnar um úthlut- un til 44 verkefna. Umsóknir voru samtals 143. Áherslusviðin að þessu sinni voru annars vegar sveigjanleiki og fjölbreytni í námi og kennslu- háttum og hins vegar lestrar- kennsla og læsi í víðum skilningi. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar fékk hæstu úthlutunina að þessu sinni, 3 milljónir króna, vegna verkefnisins PALS – læsi í leik- og grunnskólum í Mosfellsbæ. - kóp Rúmlega 43 milljjónir: Úthlutað úr sprotasjóði DÓMSMÁL Hjón sem fengu ekki byggingarlóð í úthlutun seint á árinu 2005 hafa stefnt Kópavogs- bæ og krefjast 33 milljóna króna í bætur. Hjónin sóttu um nokkrar lóðir á Kópavogstúni, þar á meðal sjávarlóð við götu sem nú heitir Kópavogsbakki. Þau fengu enga lóð. Félagsmálaráðuneytið, sem þá fór með sveitarstjórnarmál, komst að þeirri niðurstöðu að úthlutunin á sjávarlóðinni hafi verið ólögmæt. Krafa hjónanna um 33 milljóna króna bætur er meðal annars byggð á mismun á söluverði lóðarinnar frá bæjun- um og niðurstöðu matsmanna um markaðsverðmæti hennar. - gar Hjón fengu ekki sjávarlóð: Telja sig eiga að fá 33 milljónir UPPBYGGING Á KÓPAVOGSTÚNI Lóðaút- hlutanir vöktu deilur sem enn standa. FJÖLMIÐLAR Evrópusamtökin skora á Ríkisútvarpið að endur- skoða ákvörðun sína um að hætta við að hafa fréttaritara staðsettan í Brussel. „Evrópusamtökin telja það algerlega nauðsynlegt að íslensk- um almenningi verði gert kleift að fylgjast með framvindu aðild- arviðræðna Íslands og ESB,“ segir í ályktun samtakanna. „Upplýsingar sem skipta máli fyrir þjóðina, mega og eiga ekki að vera „útvalin vara“ fyrir fáa aðila.“ - pg Áskorun Evrópusamtakanna: RÚV hafi mann í Brussel FJÖLMIÐLAR Íslenska þjóðin geldur fyrir athafnir siðlítilla viðskipta- jöfra og athafnaleysi getulítilla stjórnvalda. Þetta sagði Páll Magn- ússon útvarpsstjóri í harðorðri áramótakveðju Ríkisútvarpsins á gamlárskvöld. Sagði hann að einn alvarleg- asti fylgifiskur kreppunnar væri sá að traustið á ýmsum stofnun- um og fyrirbærum í samfélaginu hefði að miklu leyti farið forgörð- um. Það væri það sem erfiðast yrði að endurheimta. „Reiðin stafar af því að réttlæt- iskennd fólks hefur verið gróf- lega misboðið. Það geldur nú fyrir athafnir siðlítilla viðskiptajöfra og athafnaleysi getulítilla stjórn- valda. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir helstu leikendurn- ir í þessari hörmungaruppfærslu enn að, þiggjandi háar stöður eða heimtandi sérstaka fyrirgreiðslu úr bönkum sem þeir sjálfir settu á hausinn til að geta hangið eins og hundar á roði á fyrirtækjum sem þeir sjálfir fóru ránshendi um og skildu eftir í blæðandi sárum,“ sagði Páll. Þessu verði að linna til að græða særða réttlætiskennd þjóðarinnar og endurheimta glatað traust. Þá sagði Páll að Ríkisútvarpið væri ein örfárra stofnana samfé- lagsins sem hefði tekist að varð- veita traust sitt og trúverðugleika að svo miklu leyti sem það mætti mæla í könnunum. Reynt yrði að gæta þess að svo yrði áfram. - sh Páll Magnússon útvarpsstjóri var harðorður í áramótakveðju sinni: Gjöldum fyrir siðlitla viðskiptajöfra HARÐORÐUR Páll skóf ekkert utan af því á gamlárskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA DANMÖRK Botninum er náð, en kreppan er þó fjarri því að vera búin. Þetta er álit 45 fremstu hag- fræðinga Danmerkur sem þátt tóku í efnahagspallborði Ritzau- fréttastofunnar og viðskiptablaðs- ins Børsen. Kreppunni lýkur á næstu 6 til 24 mánuðum segja þeir. 16 af hag- fræðingunum 45 skjóta á áfram- haldandi kreppu í 6 til 12 mánuði, og aðrir 16 að hún vari í 12 til 24 mánuði.Kreppa á fjármálamark- aði er sögð afstaðin og vöxtur á þriðja fjórðungi slái á krepputal. Vandræði á vinnumarkaði muni hins vegar vera mest áberandi á komandi mánuðum. - óká Danskir hagfræðingar: Kreppan er ekki að baki STJÓRNSÝSLA Forseti Íslands veitti í gær tíu manns riddarakross fálkaorðunnar við athöfn á Bessa- stöðum. Orðuna fengu Áshildur Haralds- dóttir tónlistarmaður fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar, Einar Kárason rithöfundur fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta, Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn fyrir störf í þágu löggæslu og félagsmála, Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismað- ur, fyrir störf á opinberum vett- vangi og í þágu bindindis- og vel- ferðarmála, Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur fyrir rannsóknir í fiskifræði og hafvísindum. Þá fékk Högna Sigurðardóttir arkitekt riddarakross fyrir fram- lag til íslenskrar og alþjóðlegrar húsagerðarlistar, Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri og skipstjóri, fyrir frumkvæði í ferðaþjónustu, Ragnhildur Guðrún Guðmunds- dóttir, formaður Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur, fyrir störf í þágu samfélagshjálpar, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðar- meistari fyrir framlag til þjóðlegr- ar listar og Sólveig Guðlaugsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítala, fyrir framlag til heilbrigðismála og umönnunar ungmenna. - gar Hátíðleg athöfn og móttaka á nýársdag á Bessastöðum: Forsetinn veitti tíu fálkaorðu Á BESSASTÖÐUM Í GÆR Tíu Íslendingar tóku í gær við fálkaorðu úr hendi forsetans í viðurkenningarskyni fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Verður næsta ár betra? Já 49% Nei 51% SPURNING DAGSINS Í DAG: Varstu ánægð(ur) með Ára- mótaskaupið? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.