Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 36
 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR Sérfræðingar á sviði jarðhita Reykjavik Geothermal ehf. er fyrirtæki sem fyrst og fremst sinnir verkefnum tengdum jarðhita. Félagið var stofnað árið 2008. Verkefni fyrirtækisins eru fl est erlendis, bæði á sviði ráðgjafar og í eigin þróunarverkefnum. Núverandi verkefni RG eru m.a. í Mið Austurlöndum, Afríku og á Indlandi. Leitað er að starfsmönnum á eftirtöldum sviðum innan jarðhitageirans: - jarðvísindi - verkfræði - verkefnastjórnun - umhverfi s- og gæðamál Umsækjendur þurfa að hafa menntun sem hæfi r starfi nu, reynslu af jarðhitaverkefnum og getu og vilja til að starfa erlendis um lengri eða skemmri tímabil. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í starfi á erlendri grund. Vinna í verkefnum RG fer fram á ensku og er nauðsynlegt að umsækjendur hafi góð tök á málinu. Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2010 og ber að póst- leggja umsóknir eða skila þeim innan þess tíma í lokuðu umslagi á skrifstofu félagsins að Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað skrifl ega. Frekari upplýsingar veitir Vilhjálmur Skúlason á skrifstofu félagsins eða í síma 892 0018. Spennandi viðskipta- tækifæri á góðum stað Sveitarfélagið Rangárþing eystra leitar eftir metnaðarfullum og áhuga sömum einstaklingum til að taka að sér rekstur Sögusetursins á Hvolsvelli. Æskilegt er að viðkomandi aðilar hafi menntun eða reynslu á sviði menningar-, viðskipta- eða ferðamála. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að reka Sögusetrið af lífi og sál, setjast að á Hvolsvelli og byggja upp öfl ugt fræðslu- og menningarsetur í samstarfi við sveitar- félagið. Húsnæði og góð þjónusta á öllum sviðum í boði. Sögusetrið á Hvolsvelli var stofnað 1997. Þar er að fi nna tvær fastar sýningar; Á Njáluslóð, sem kynnir tíðaranda og persónur Njáls sögu, og Kaupfélagssafnið, sem segir sögu kaupfélaga og verslunar á Suðurlandi í 100 ár. Í Sögusetrinu er einnig Söguskálinn, salur í anda langhúsanna, sem hentar fyrir veislur, fundi, fyrirlestra og hvers konar uppákomur; Gallerí Ormur, sýningarsalur fyrir fjölbreyttar listsýningar og tónlistarviðburði og verslun með minjagripi. Upplýsingamiðstöð ferða- manna hefur verið staðsett í setrinu og hyggst sveitarfélagið starfrækja hana áfram. Árlega sækja um 9000 gestir Sögusetrið heim. Undanfarin tólf ár hefur Sögusetrið verið byggt upp sem menningarsetur sveitarfélagsins og þar eru miklir möguleikar fyrir áhugasama og hugmyndaríka einstaklinga. Umækjendur þurfa að skila inn viðskiptaáætlun til næstu 3-5 ára með umsókn sinni. Þar þarf að koma fram rekstaráætlun auk áætlunar um verkefni setursins í tengslum við þær sýningar sem þar eru. Umsóknir skulu berast fyrir 29. janúar 2010. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða umsóknum sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 488-4200; Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri, netfang: elvar@hvolsvollur.is eða Þuríður Aradóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, thuri@hvolsvollur.is Sögusetrið á Hvolsvelli er brautryðjandi í menningartengdri ferðaþjónustu Lager- og útkeyrslumaður óskast til starfa Þarf að hafa góða þjónustulund, vera nákvæmur og samviskusamur. NOKK ehf þjónustar matvælaiðnaðinn með krydd, hjálparefni, umbúðir, vélar, hnífa og önnur áhöld. Aðeins tekið á móti skrifl egum umsóknum í tölvupósti eða í pósti. Umsóknarfrestur er til 8. janúar 2010 Heildverslun fyrir matvælaiðnaðinn Kjalarvogur 5, 104 Reykjavík nokk@nokk.is Menntunar- og hæfnikröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af mannaforráðum skilyrði Góð þekking á rekstri og fjármálum Gott vald á greiningu og túlkun gagna Góðir samskiptahæfileikar Gott vald á töluðu og rituðu máli Metnaður, fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfs- og ábyrgðarsvið: Sviðsstjórinn ber ábyrgð á og stýrir daglegum rekstri sviðsins og mótar framtíð þess. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra Fjármála. www.or.is Sviðsstjóri þjónustusviðs Umsjón með úrvinnslu umsókna hafa (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningu. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga: capacent.is Umsóknarfrestur er til 20. janúar fyrirtækisins forstöðu. Fyrirtækið sækist eftir dugmiklum og jákvæðum stjórnanda til starfa, einstaklingi sem getur axlað ábyrgð og tekist á við mjög krefjandi verkefni. að afla þeirra upplýsinga sem liggja til grundvallar orkureikningum, sér um gerð þeirra, birtingu og innheimtu. Þá hefur sviðið umsjón með álestri á raforku-, heitavatns- og kaldavatnsmælum. Sviðið skiptist í þrjár deildir þar sem starfa um áttatíu starfsmenn. - Lifið heil www.lyfja.is Lyfjafræðingur – Lyfja Blönduósi Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingi til að veita lyfjaútibúi í flokki 1 á Blönduósi forstöðu. Starfs- og ábyrgðarsvið: Í starfinu felst m.a. að bera faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðarinnar, annast daglegan rekstur og umsýslu og sjá til þess að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi. Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan lyfjafræðing. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. apríl 2010. Í boði er krefjandi starf á skemmtilegum vinnustað í vaxandi bæjarfélagi. Hæfniskröfur: Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi. Stjórnunarhæfileikar, rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð. Á Blönduósi býr um 1.000 manns, þar er öflugt félags- og menningarlíf og aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu. Í sveitarfélaginu er grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli, vel útbúið sjúkrahús og heilsugæsla. Þar er sundlaug, ný íþróttamiðstöð, hótel, kaffihús og banki auk allrar almennrar þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Hallur Guðjónsson, starfsmannasviði, sími 530-3800, hallur@lyfja.is Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010 og farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um stöðu hjá fyrirtækinu. Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 85 94 1 2. 20 09 Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur áhuga á að ganga til liðs við framsækið og spennandi fyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.