Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 2. janúar 2010 13 hamborgarastað. Enda á ekki að vera neitt sveitt við staðinn. Hrá- efnið verður allt með ferskasta móti, hamborgararnir búnir til úr hreinu kjöti og fitu og án íblönd- unarefna. Og hvorki brauðið né hamborgararnir verður nokkurn tímann fryst. „Þetta verður hágæðamatur á eðlilegu verði,“ segir Simmi og Jói tekur við. „Þú átt að geta komið inn til okkar í hádeginu og fengið þér að borða og drekka fyrir 1.500 kall. Og máltíð með bjór á 2.000 kall. Þetta eru viðmiðin. Við gefum eftir af framlegðarkröfunni til að byrja með. Við getum gert þetta því við erum ekki hugsa þetta til skamms tíma.“ Á matseðlinum verður allt mögu- legt, ýmsar tegundir af forréttum, aðalréttum og ekki síst eftirrétt- um. Fyrsti kvenkokkur Íslands, Erla Ívarsdóttir á Geirlandi, á heið- urinn að eftirréttamatseðlinum. „Hjá Erlu smökkuðum við bestu skyrtertu sem við höfum nokkurn tímann fengið og hún var svo góð að gefa okkur uppskriftina,“ segir Simmi og virðist fá vatn í munninn við að rifja upp bragðið. Hamborgararnir verða þó allt- af í aðalhlutverki, en útfærslur þeirra verða þrettán talsins. Und- anfarna fjóra mánuði hefur stíf smökkun farið fram og þeir félagar segjast líklega hafa borðað meira en hundrað borgara hver. Nú séu þeir hins vegar farnir að smakka og spýta, eins og sannir atvinnu- smakkarar. Sjónvarpsþáttur í bígerð Allt ferlið frá hugmynd til fram- kvæmdar, hefur verið skrásett að Þór Freyssyni hjá Saga Film. Það á nefnilega að búa til sjónvarps- þætti um tilurð Fabrikkunnar sem verða sýndir á Stöð 2 í kringum páskana. „Allt sem við höfum gert í sjónvarpi frá því vorum á Popp Tíví hefur verið gert í samstarfi við Þór. Honum fannst við ruglað- ir að hafa sagt upp vinnunni til að opna veitingastað, ekki síst af því konurnar okkar voru báðar óléttar. Það var hans hugmynd að gera úr þessu sjónvarpsþætti,“ segir Jói. Þættirnir verða sex og hefur hver sitt þema, nokkuð í anda Klovn- þáttanna dönsku sem hafa vakið svo miklar vinsældir hér á landi. „Við ákváðum að hleypa kamer- unum alveg inn að okkur, heim til okkar og upp í heila,“ segir Jói og Simmi tekur af honum orðið. „Við höfum aldrei gert það áður. Við höfum aldrei verið í fjölmiðlum með okkar einkalíf, nema það hafi átt sérstakt erindi þangað. Fólk veit þess vegna ósköp lítið um okkur.“ Allt sem gerist í þáttunum er raunverulegt og þeir voru tekn- ir upp á svo viðburðaríkum tíma í lífi drengjanna að það verður alltaf nóg að gera. Myndavélarn- ar fylgdi þeim gegnum súrt og sætt, til útlanda í smökkunarferð og meira að segja alla leið upp á fæðingardeild. „Tökuliðið mátti nú reyndar ekki koma inn, út af svínaflensunni. En ég kom beint út og sagði frá því að dóttir mín væri fædd. Þetta er bara ekta og fólk sér það alveg. Ég eignast barn í þætti þrjú og Simmi í þætti fjög- ur. Þetta er náttúrlega ógeðslega gott sjónvarp.“ Vel giftir menn Eruð þið svona vel giftir eða verða konurnar ykkar aldrei neitt þreytt- ar á uppátækjum ykkar? Simmi: Jú, jú, það kemur nú alveg fyrir að þær pirrist á okkur. Til dæmis þegar við fórum í heim- sókn til hennar Erlu á Geirlandi um daginn og fórum aðeins í lax í leiðinni …“ Jói: „…í tvo daga.“ Simmi: „En ég veiddi maríu- laxinn minn í þessari ferð!“ Jói: „Þær eru löngu orðnar þaul- vanar þessu stússi í okkur. Það var mesta lukka í heiminum að þær yrðu óléttar á sama tíma. Þær hafa aldrei verið með okkur í sjónvarpi, þannig hefði ekki verið eftirsókn- arvert fyrir aðra að vera kasólétt með hina vel til hafða og fína.“ Simmi: „En þær þola okkur nú betur þessa dagana en oft áður þar sem þær spila stórt hlutverk í tilurð fabrikkunnar.“ Allt undir Það sem þeim Simma og Jóa þykir áhugaverðast við sjónvarpsþáttinn er hvað hann er raunverulegur raunveruleikaþáttur. Þeir leggi allt sitt að veði til þess að draumurinn um eigin veitingastað geti orðið að veruleika. „Við erum raunverulega að leggja aleigu okkar í að stofna veitingastað á krepputímum. Ef þetta klikkar förum við á hausinn. Auðvitað erum við með hjartað í buxunum yfir því,“ segir Simmi. Þeir halda að þetta hafi einmitt ráðið því að þeir fengu besta mann- inn á markaðnum – svo kalla þeir hann – Skúla Gunnar Sigfússon, eiganda Subway, með sér í lið. Hann stóð í sömu sporum og þeir fyrir fimmtán árum, sagði upp vinn- unni hjá Landsbréfum og opnaði Subway-stað. „Hann er „old school bisnissmaður“ og á sitt fyrirtæki skuldlaust. Þegar hann frétti að við ætluðum að vera þarna sjálfir með tuskuna á lofti, og að við værum að leggja allt að veði, ákvað hann að vera með okkur í þessu,“ segir Simmi. Auglýsa eftir starfsfólki Það má leiða að því líkur að það verði nóg að gera í Íslensku ham- borgarafabrikkunni í hádeginu, enda vinna um átta þúsund manns í um fimm kílómetra radíus kringum staðinn. Og vandamálið með mið- bæjarkúnnana sem ætla strax út að skemmta sér á eftir hafa þeir leyst með amerískum fótboltamömm- ukagga sem þeir fjárfestu í gagngert til að ferja matargesti niður í miðbæ á fimmtudögum og um helgar. Þegar talið berst að því hvað styttist í opnun segir Simmi í hálfum hljóðum: „Já, þetta minn- ir mig á að við þurfum að fara að huga að starfsmannamálum!“ Svo þeir auglýsa hér með eftir starfsfólki og biðja áhuga- sama um að senda sér línu á joi@ fabrikkan.is eða simmi@fabrikk- an.is. Hverjir eiga séns? „Háskólafólk á fyrsta ári ætti að sækja um, það yrði mjög lík- lega ráðið,“ segir Simmi og Jói bætir við: „Ég myndi segja að þetta væri svipuð krítería og að gerast flugfreyja eða flug- þjónn.“ Þurfa umsækjendur þá að kunna nokkur tungumál? „Já, helst,“ heldur hann áfram með bros á vör. „Nei, nei, en við vilj- um fólk sem finnst gaman að vera í kringum aðra og er umfram allt heiðarlegt.“ Við erum raunverulega að leggja aleigu okkar í að stofna veitingastað á krepputímum. Ef þetta klikkar förum við á hausinn. Auðvitað erum við með hjartað í buxunum yfir því Á ÞÍN REKSTRAR- HUGMYND HEIMA Í HÖRPU? EFNT ER TIL FORVALS Á VERSLUNAR- OG VEITINGAÞJÓNUSTU Í HÖRPU, TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSINU Í REYKJAVÍK Ago, dótturfélag Portusar, leitar að áhugasömum rekstraraðilum í húsið sem verður opnað vorið 2011. Við val á þeim verður styrkleiki vöru og þjónustu, þekking, reynsla, geta og nýbreytni lögð til grundvallar. Forvalsgögn munu liggja frammi á skrifstofu Portusar, Austurstræti 17, 5. hæð, 101 Reykjavík frá og með föstudeginum 8. janúar. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl. 16:00, föstudaginn 29. janúar, merktum: Ago – viðskiptatækifæri: FORVAL. Sérstök athygli er vakin á kynningarfundi sem verður haldinn á Grand Hóteli, fimmtudaginn 7. janúar kl. 15. Þar verða veittar nánari upplýsingar um forvalið og forvalsgögnum dreift. Almennar upplýsingar á: www.portusgroup.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /P O R 4 86 07 1 2/ 09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.