Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 2
2 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR í allan dag. Glænýr Opið í dag til klukkan 15.00 fi skur Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 FRAMKVÆMDIR „Það er búið að ákveða að taka greinina af lífi,“ segir Hilmar Konráðsson, for- stjóri Magna verktaka. Hilmar fór fyrir Verktakalestinni svokölluðu sem á mánudaginn fyrir jól ók frá Hafnarfirði til Alþingis og færði fjárlaganefndarmönnum áskor- un um að skila Vegagerðinni til baka óráðstöfuðum fjárheimildum og ráðast þegar í arðbærar fram- kvæmdir. Tæpum sólarhring síðar voru fjárlög næsta árs samþykkt. Ekki var tekið tillit til áskorunar verktakanna. Hilmar segir ástandið í verktaka- bransanum skelfilegt. Verkefnum – og þar með störfum – hafi snar- fækkað á stuttum tíma. Til marks um það má nefna að störfum í jarð- vinnu og byggingariðnaði hefur fækkað úr meira en sautján þúsund árið 2007 í um þrjú þúsund nú. Hann segir ekkert gefa tilefni til að ætla að staðan batni á næst- unni, engin teikn séu á lofti um aukin verkefni. „Það er búið að tala um hitt og þetta síðan í júní, tvöföldun Suðurlandsvegar og ég veit ekki hvað og hvað en það er allt dautt. Menn berja sér reynd- ar á brjóst og segjast ætla af stað með Landspítalann árið 2011 en þá verða bara engir verktakar eftir.“ Bág staða verktaka bitnar ekki aðeins á starfsfólki verktaka- fyrirtækjanna sjálfra. Hilmar bendir á að ekki færri en fjög- ur stór fyrirtæki í vélasölu séu ýmist hætt starfsemi eða glími við gríðarlegan rekstrarvanda. Hið sama hljóti að verða uppi á teningnum hjá verkfræðistofum. En ekki eru allar vélar stopp. Hér og þar eru verktakar að störf- um en Hilmar segir verkin öllu jafna ekki arðbær. „Sannleikurinn er sá að menn eru að vinna fyrir kannski sjötíu prósent af kostnað- aráætlunum. Það hefur áður verið reynt en aldrei gengið til lengd- ar. Menn verða ekki feitir á þessu, ef þeir yfirleitt geta klárað þessi verk.“ Hilmar segir verktaka gera sér fulla grein fyrir samdrættinum í samfélaginu en óhæfa sé að ráðast ekki í neinar nýjar framkvæmdir. Án slíks komist efnahagslífið ekki á skrið á ný. bjorn@frettabladid.is Búið að ákveða að taka greinina af lífi Forstjóri verktakafyrirtækisins Magna er ómyrkur í máli í garð stjórnmála- manna. Hann segir ástandið í verktöku skelfilegt og sér ekki ljós í myrkrinu. TEKIÐ VIÐ ÁSKORUN Þingmenn í fjárlaganefnd tóku ábúðarfullir við áskorun verktaka um að Vegagerðinni yrði gert kleift að bjóða út nýframkvæmdir á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SLYS Á árinu 2009 létust 25 manns af slysförum á Íslandi. Árið 2008 létust tuttugu. „Flestir létust í umferðarslysum eða sautján, þrír í vinnuslysum, þrír í drukknun- arslysum, einn í sjóslysi, einn í flugslysi en enginn í heima- og frítímaslysum,“ segir í frétt frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem skráð hefur banaslys frá árinu 1928. „Langflestir sem lét- ust voru karlmenn eða 21 ein- staklingur. Konur sem létust í slysum á árinu voru fjórar. Engin börn 14 ára og yngri létust af slysförum á árinu og er það annað árið í röð sem ekkert barn á þeim aldri deyr af slysförum.“ - gar Banaslys voru 25 árið 2009: Flestir létust í umferðinni EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Standard & Poor’ hefur breytt mati á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Horfur í efnahagsmál- um séu nú stöðugar í stað þess að vera neikvæðar. S&P segir samþykki Alþingis á Icesave- samningnum stuðla að því að tryggja Íslendingum erlent fjár- magn. „Við væntum þess að for- seti Íslands muni undirrita lögin þegar þar að kemur,“ segir fyrir- tækið sem telur áætlaða lækkun skulda hins opinbera leiða til enn betri lánshæfiseinkunnar. - gar Fyrirtækið Standard & Poor‘s: Segja samþykki Icesave jákvætt ODDVITAR Á ALÞINGI Ríkisstjórnin fékk Icesave-samninginn samþykktan á Alþingi daginn fyrir gamlársdag. Óskar, eru ekki borgaryfirvöld komin þarna út á hálan ís? „Það er stundum sleipt á svellinu en þetta er fyrst og fremst gert til að Reykvíkingar geti notið útvistar við góðar aðstæður í fallegu umhverfi.“ Reykjavíkurborg hefur, eftir óskir frá almenningi, útbúið skautasvell á Reykja- víkurtjörn og á Rauðavatni. Óskar Bergs- son er formaður borgarráðs og formaður framkvæmda- og eignaráðs. TRÚMÁL „Hin tæra, íslenska við- skiptasnilld var hátt rómuð, en lítt var spurt út í heilindi og heiðarleika, aga og trúfesti. Afleiðingin verður menning gagnkvæmrar tortryggni og vantrausts,“ sagði Karl Sigur- björnsson, biskup þjóðkirkjunnar, í áramótaávarpi. „Um næstu mánaðamót má vænta niðurstöðu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Þjóðin bíður í ofvæni og kvíða þess sem boðað hefur verið sem einhver verstu tíðindi sem nokk- ur nefnd hefur þurft að færa. Það verður dómsdagur þegar það sem hulið hefur verið verður opinbert. Og hvað verður gert með það, hvern- ig munum við sem þjóð vinna úr því? Það varðar mestu. Við megum ekki gleyma því að við erum ekki aðeins undir dómi manna. Það er annar dómur sem við stöndum öll undir: Dómur Guðs,“ sagði Karl. Biskup sagði menn óspara á yfir- lýsingar og sleggjudóma. „Níð og mannorðsmorð eru söluvara og ósjaldan stundað af þeim sem hæst hrópa og ákafast veifa fánum siða- vendninnar.“ Karl sagði að áður hefðu Íslend- ingar verið þekktir fyrir orðheldni og heiðarleika. „Menn stóðu við orð sín, handsöluðu skuldbindingar og stóðu við þær. Nú er sem mörg- um finnist munnlegir samningar og fyrirheit lítils virði, flestallt sé afstætt. Okkar kynslóð hefur notað Excel til þess að kæfa samviskuna. Stjórnmálin hafa lengi snúist um ímyndir og slagorð, sýndarmennsku og gylliboð,“ sagði biskupinn. - gar Biskup segir dómsdag verða þegar það sem hulið sé verður gert opinbert: Stöndum öll undir dómi Guðs SÉRA KARL SIGURBJÖRNSSON Biskup segir mannorðsmorð ósjaldan stundað af þeim sem ákafast veifa fánum siða- vendninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL „Það var nokkuð mikið að gera, sérstaklega hjá slökkvibílunum,“ segir Haf- steinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Að sögn Hafsteins fóru slökkvibílar í 25 útköll frá því hálfátta að morgni gamlárdags fram til klukkan hálfátta að kvöldi nýárs- dags. Þar af voru þrettán útköll eftir mið- nætti á gamlárskvöld. „Þetta voru að stór- um hluta íkveikjur þar sem menn eru að kveikja í rusli og öðru. Það kemur af þessu nokkur eldur og mikill reykur en það gekk vel að ráða niðurlögum þessara elda,“ segir Hafsteinn. Þá segir Hafsteinn að 48 sinnum hafi verið kallað eftir sjúkrabílum á nýársnótt. „Af því voru 24 neyðartilfelli sem er mjög mikið á einni næturvakt en ekki óvenjulegt á gamlárskvöldi. Mér skilst að þetta hafi síðan flestallt reynst minni háttar,“ segir hann. Friðrik Sigurbergsson, læknir á slysadeild Landspítalans, segir talsvert marga hafa leit- að til slysadeildar. Sá síðasti kom þangað rétt fyrir kvöldmat í gær með brunasár. „Í þeim rimmum sem urðu manna á milli slasaðist eng- inn alvarlega og ekki heldur þeir sem lentu í flugeldasprengjum. Það var aðeins rólegra yfirbragð yfir þessu miðað við það sem verið hefur áður,“ segir Friðrik. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu feng- ust þær upplýsingar að talsvert hafi verið að gera fram undir milli átta og níu á nýársmorg- un. Engin alvarleg mál hafi komið upp. - gar Talsverðar annir hjá lögreglu, slökkviliði og slysadeild en engin alvarleg mál komu upp um áramótin: Gamlárskvöld og nýársnótt stórslysalaus BRENNAN Á GEIRSNEFI Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar landinn fagnaði nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ERLENT Talið er að um níutíu manns hafi látið lífið í sjálfs- morðsárás í Pakistan í gær. Fjöldi annarra er alvarlega særður. Árásin var gerð þar sem fram fór blakmót í norðvesturhluta Pakistans. Talið er að árásarmað- urinn hafi sprengt um 250 kílóa sprengju sem var í ökutæki sem hann ók inn á blakvöllinn. Auk þess að stráfella þá sem voru í kring hrundu nærliggjandi hús undan krafti sprengjunnar og ótt- ast var að fólk væri grafið undir. Frá því að ríkisstjórnin í Pakistan fyrirskipaði í október hernum sókn gegn talibönum í Suður-Waz- iristan hafa um 500 manns farist. - gar Blóðbað á blakvelli í Pakistan: Banaði níutíu í sjálfsmorðsárás FÓLK Fyrsta barn ársins 2010 fæddist þegar 28 mínútur voru liðnar af nýja árinu. Það var stúlka sem fæddist á fæðingar- deild Landspítalans. Stúlkan vó rúmlega sextán merkur og er 52 sentimetrar á lengd. Hún er þriðja barn for- eldra sinna, sem eiga tvo drengi fyrir. Að sögn ljósmóður í Hreiðrinu gekk fæðingin ljóm- andi vel og mæðgunum heilsast vel. Fjölskyldan fór heim til sín í gærmorgun. - þeb Fæðingardeild Landspítalans: Fyrsta barnið 16 marka stúlka EFTIR ÁRÁSINA Slasaður maður er flutt- ur á sjúkrahús í Bannu í Pakistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.