Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 31
fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] janúar 2010 Skíði og skíðaskór eru í stöfl-un á heimili Gunnhildar enda stunda allir í fjölskyld-unni þá íþrótt. Bæði voru þau Gunnhildur og Garðar Þor- varðsson skíðafólk frá barnæsku og það þurfti því ekki að ræða það neitt sérstaklega þegar íþrótt- in var kynnt fyrir sonunum, Jóni Hákoni og Stefáni Leó, á unga aldri. „Þeir byrjuðu báðir þegar þeir voru þriggja og hálfs árs gamlir, árinu áður voru þeir of litlir,“ segir Gunnhild- ur sem fór með þá yngri í fjöllin en þá varð þotan frekar fyrir valinu. „Við byrjuð- um bara í mjög litlum halla og svo settum við þá báða í kennslu, það er óhætt að mæla með því. Það er svolítið þannig að þegar for- eldrarnir eru að kenna á skíði þá verða litlu börnin fljótt aum, þau eru duglegri hjá kennara,“ segir Gunnhildur. Strákarnir sem í dag eru fjög- urra og sjö ára gamlir eru færir í flestan sjó og hafa fylgt foreldr- unum á skíði innanlands sem utan. Fyrir rétt rúmu ári, 20. desember, var fyrsti opnunardagurinn í Blá- fjöllum það árið og mætti fjölskyld- an á skíði þann daginn. „Þá fór sá litli á skíði í fyrsta sinn og var svo mjög duglegur það sem eftir lifði vetrar.“ Um áramótin fór fjölskyld- an til Svíþjóðar á skíði í Dölunum svokölluðu þar sem skíðað var með frændfólki. „Þar náði hann þessu órúlega vel,“ segir Gunnhildur sem mælir óhikað með skíðaferð í Dal- ina með börn. „Brekkurnar voru ekki eins háar og í Ölpunum en þetta var mjög skemmtilegt svæði fyrir börn, hægt að skíða í gegn- um Tröllaskóg með tréfígúrum svo dæmi séu tekin.“ Síðasti vetur var svo einkar ákjósanlegur til skíðaiðkana eins og margir muna eflaust og því margar ferðir sem farnar voru í Bláfjöllin en einnig fór fjölskyldan tvisvar á skíði til Siglufjarðar. „Þar voru reyndar mjög góðar aðstæður fyrir Stefán því þar náði hann sjálfur upp í skíðalyft- una, hún er lægri en í Bláfjöllum og meiri snjór.“ Skíðamennskunni síðasta vetur lauk svo með glæsbrag – reynd- ar þegar komið var fram á sumar. „Við fórum í Kerlingarfjöll í júní og gengum upp á Snækoll í sól og blíðu. Yngri strákurinn fékk stundum að fara á hestbak og ferð- in upp tók þrjá tíma en þetta hafð- ist,“ segir Gunnhildur ánægð með ferðina. Gengu á Snækoll á skíðum Ekki myndu allir treysta sér til þess að ganga á Snækoll á skíðum, hvað þá með tvö börn. Gunnhildur Jónsdótt- ir vílaði það ekki fyrir sér enda skíðakona mikil, rétt eins og fjöl- skyldan öll. FRAMHALD Á SÍÐU 3 Nestið mikilvægt Góð ráð þegar farið er með litlu börnin á skíði SÍÐA 3 Breikdans og meiri lestur Mæðgurnar Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl og Ísabella Mist Thomasdóttir fagna nýju ári SÍÐA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.