Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 31
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
janúar 2010
Skíði og skíðaskór eru í stöfl-un á heimili Gunnhildar enda stunda allir í fjölskyld-unni þá íþrótt. Bæði voru
þau Gunnhildur og Garðar Þor-
varðsson skíðafólk frá barnæsku
og það þurfti því ekki að ræða það
neitt sérstaklega þegar íþrótt-
in var kynnt fyrir sonunum,
Jóni Hákoni og Stefáni Leó,
á unga aldri.
„Þeir byrjuðu báðir
þegar þeir voru þriggja
og hálfs árs gamlir,
árinu áður voru þeir of
litlir,“ segir Gunnhild-
ur sem fór með þá yngri
í fjöllin en þá varð þotan
frekar fyrir valinu. „Við byrjuð-
um bara í mjög litlum halla og svo
settum við þá báða í kennslu, það
er óhætt að mæla með því. Það
er svolítið þannig að þegar for-
eldrarnir eru að kenna á skíði þá
verða litlu börnin fljótt aum, þau
eru duglegri hjá kennara,“ segir
Gunnhildur.
Strákarnir sem í dag eru fjög-
urra og sjö ára gamlir eru færir
í flestan sjó og hafa fylgt foreldr-
unum á skíði innanlands sem utan.
Fyrir rétt rúmu ári, 20. desember,
var fyrsti opnunardagurinn í Blá-
fjöllum það árið og mætti fjölskyld-
an á skíði þann daginn. „Þá fór sá
litli á skíði í fyrsta sinn og var svo
mjög duglegur það sem eftir lifði
vetrar.“ Um áramótin fór fjölskyld-
an til Svíþjóðar á skíði í Dölunum
svokölluðu þar sem skíðað var með
frændfólki. „Þar náði hann þessu
órúlega vel,“ segir Gunnhildur sem
mælir óhikað með skíðaferð í Dal-
ina með börn. „Brekkurnar voru
ekki eins háar og í Ölpunum en
þetta var mjög skemmtilegt svæði
fyrir börn, hægt að skíða í gegn-
um Tröllaskóg með tréfígúrum
svo dæmi séu tekin.“
Síðasti vetur var svo einkar
ákjósanlegur til skíðaiðkana eins
og margir muna eflaust og því
margar ferðir sem farnar voru í
Bláfjöllin en einnig fór fjölskyldan
tvisvar á skíði til Siglufjarðar.
„Þar voru reyndar mjög góðar
aðstæður fyrir Stefán því þar
náði hann sjálfur upp í skíðalyft-
una, hún er lægri en í Bláfjöllum
og meiri snjór.“
Skíðamennskunni síðasta vetur
lauk svo með glæsbrag – reynd-
ar þegar komið var fram á sumar.
„Við fórum í Kerlingarfjöll í júní
og gengum upp á Snækoll í sól
og blíðu. Yngri strákurinn fékk
stundum að fara á hestbak og ferð-
in upp tók þrjá tíma en þetta hafð-
ist,“ segir Gunnhildur ánægð með
ferðina.
Gengu á Snækoll á skíðum
Ekki myndu allir treysta sér
til þess að ganga á Snækoll
á skíðum, hvað þá með tvö
börn. Gunnhildur Jónsdótt-
ir vílaði það ekki fyrir sér
enda skíðakona mikil, rétt
eins og fjöl-
skyldan
öll.
FRAMHALD Á SÍÐU 3
Nestið mikilvægt
Góð ráð þegar farið er með litlu
börnin á skíði
SÍÐA 3
Breikdans og meiri lestur
Mæðgurnar Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl og
Ísabella Mist Thomasdóttir fagna nýju ári SÍÐA 2