Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 10
10 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Áramótin marka kaflaskil á dagatalinu. Að þessu sinni gætu þau líka mark-að nokkur kaflaskil í pól- itískum vopnaburði og að því leyti haft áhrif á vígstöðu stjórnmála- flokkanna. Fjármálaráðherrann sem borið hefur hita og þunga stjórnarsam- starfsins hefur réttilega lýst liðnu ári sem einhverju því erfiðasta í sögunni. Pólitíska þverstæðan er sú að engin ríkisstjórn hefur þurft að hafa jafn lítið fyrir að verja gerðir sínar. Talsmenn hennar hafa ekki þurft annað en að enduróma orð fjármála- ráðherrans: Við erum að moka flór- inn. Allt sem við gerum er í boði stjórnarandstöðunnar og alveg sér- staklega Sjálfstæðisflokksins. Satt best að segja hefur Sjálfstæðis- flokkurinn fáu svarað þessari ein- földu röksemdafærslu. Viðspyrna flokksins veikt- ist í þessu tilliti eftir að eldur var borinn að endur- reisnarskýrslunni á landsfundi. Þessi einfalda málsvörn ríkis- stjórnarinnar hefur náð eyrum fólksins. Hér verður ekki gerð tilraun til að greina hvað í henni á við gild rök að styðjast og hvað ekki. Veruleikinn er sá að ríkisstjórn- in komst upp með þessa röksemda- færslu hvort heldur menn telja það sanngjarnt eða ósanngjarnt. Á þessum pólitísku undirstöðum hefur ríkisstjórnin þegar tekið allar stærstu grundvallarákvarðanir um framtíð Íslands. Sumt hefur hún tekið beint frá Sjálfstæðisflokknum eins og samstarfið við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Annað hefur hún gert á eigin forsendum eins og skattkerfis- breytingarnar. Nú þegar ríkisstjórnin hefur tekið allar þessar stóru ákvarðanir, að eigin sögn í boði forvera sinna, tekur við nýr kafli. Sá kafli er í boði ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Á því nýja ári sem í garð er gengið þarf ríkisstjórnin að sækja og verja mál- stað sinn á eigin ábyrgð. Þetta er ný vígstaða. Það á hins vegar eftir að koma á daginn hvort hún kemur til með að veikja ríkis- stjórnina eða styrkja. Það ræðst nokkuð af því hvort stjórnarandstöð- unni tekst að sýna fram á að annar eða aðrir raunhæfir kostir geti verið í boði. Með nýju ári mun reyna meir á rökstuðning fyrir skýrri og raun- hæfri framtíðarsýn. Sú áskorun stendur bæði á ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna. Nýtt ár í nýju boði Fjármálaráðherrann lofar ekki gulli og grænum skóg-um. Hann boðar hins vegar að á síðari hluta ársins verði komin betri tíð, jafnvel blóm í haga. Er það raunhæft mat? Að einhverju leyti hlýtur svar við slíkri spurningu að byggjast á huglægri afstöðu. Verðbólga mun ganga niður ef að líkum lætur. Vextir munu að sama skapi fara lækkandi. Þrotabankarnir þrír hafa fengið nýja efnahagsreikn- inga. Fjármálaráðherra er kátur með þetta og ástæðulaust fyrir aðra að sýna vanþakklæti. Af hinu segir minna að vextir verða að óbreyttu hærri hér en í samkeppnislöndunum um fyrirsjá- anlega framtíð. Engar líkur eru á að verðbólga lækki svo á næstu árum að jafna megi henni við það sem gerist í grannríkjunum. Þrátt fyrir yfirlýst markið um afnám gjaldeyrishaft- anna bendir ekkert til að á komandi árum skapist þær aðstæður að það markmið verði að veruleika. Hvað sem þessu líður fullyrðir fjármálaráðherra að samkeppnis- staða útflutningsgreina sé með besta móti. Í hverju er sá samkeppnis- styrkur fólginn? Svarið er einfalt: Hann næst með því að gleyma skuld- unum og nota gengisskráningu krón- unnar til að halda lífskjörum fólks- ins i landinu langt fyrir neðan það sem gengur og gerist í samkeppnis- löndunum. Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort það eru þau blóm í haga sem framtíðarsýnin um betri tíð bein- ist að. Aðrar leiðir eru færar, ef um þær væri pólitísk samstaða. Meðan svo er ekki gildir framtíðarsýn fjár- málaráðherrans um samkeppnis- stöðu á forsendum lágra launa. Láglaunastefnan Framtíðarsýn fjármálaráð-herrans um að reisa sam-keppnisstöðuna á lágum launum má gera nokkuð bjartari með skynsamlegri skatta- stefnu. Hjá hinu verður þó ekki komist, hvernig svo sem skattastefn- unni verður hagað, að með óbreytt- um gjaldmiðli verður Ísland lág- launaland í samanburði við norrænu velferðarríkin. Laun sjómanna eru tengd erlend- um gjaldeyri þó að þau séu greidd út í íslenskum krónum. Það er mak- legt. Spurningin er: Hvers vegna mega hinir níutíu og sjö hundraðs- hlutar vinnuaflsins í landinu ekki fá laun í samkeppnishæfri mynt? Þegar gengi krónunnar hækkaði sem mest var það ekki vegna skiln- ingsleysis stjórnenda peningamála á hagsmunum útflutningsgreinanna. Þeir réðu einfaldlega ekki ferðinni þó að fullveldisráðin yfir krónunni væru í orði kveðnu í þeirra höndum. Í litlu opnu hagkerfi eru það erlend- ir vogunarsjóðir sem fara að mestu með það vald á borði veruleikans. Fjármálaráðherrann mun ekki halda þessum fullveldisyfirráðum nema í lokuðu peningakerfi. Þann kost hefur hann valið fyrir Ísland. Það gerir hann í skjóli samstarfs- flokksins og án andófs þingflokka stjórnarandstöðunnar sem enn hafa ekki talið tímabært að móta framtíð- arstefnu á þessu lykilsviði íslenskr- ar hagstjórnar. Þannig sýnast pólit- ísk undirtök VG vera að styrkjast. Upptaka evru er ekki trygg- ing fyrir bættum hag. Hún opnar hins vegar möguleika á að bæta samkeppnisstöðu landsins með öðrum hætti en lágum launum til frambúðar. Nýtt ár kallar á dýpri umræðu um þessi efni því kostur fjármálaráðherrans er ekki sérlega fýsilegur. VG styrkir undirtökin V eraldarvanur móðurbróðir minn neitar að nota orðið kreppa um það ástand sem ríkir í landinu. „Þetta eru karakterskerpandi tímar,“ segir hann. Það er vel að orði komist. Mótlæti greinir á miskunnarlausan máta á milli þeirra sem halda haus, axla ábyrgð og vinna sig út úr vandanum, og svo hinna sem missa móðinn og vilja kenna öllum öðrum en sjálfum sér um ófarir sínar. Undanfarin misseri höfum við séð með óvenju skýrum hætti útkomu fjölmargra áberandi einstaklinga úr athafna- og stjórn- málalífinu á þessu karakterprófi. Fallið hefur verið sérstaklega hátt fyrir þá sem fóru með himinskautum viðskiptalífsins. Mannorð þeirra sumra er sigið vel niður fyrir sjávarmál. Sama henti orðspor Íslands. Það beið hnekki. Á slíkum stundum er hverjum og einum hollt að hugleiða að það er ekkert athugavert við að mistakast. Hinn raunverulegi ósigur felst í því að standa ekki á fætur aftur. Ekki fer á milli mála að mikill meirihluti þjóðarinnar hefur kosið að setja undir sig hausinn og halda áfram veginn. Lífleg jóla- verslun og flugeldasalan um áramót bera ekki merki uppgjafar. Þvert á móti. Það er mikið styrkleikamerki að almennt hefur ekki lukkast að tala niður kjarkinn hjá fólki. Hafa þó margir gefið sig fram í þeim erindagjörðum, bæði í netheimum og niður við Austurvöll, en einmitt þar, á þinginu, hefur karakterskerpingin verið hvað áköfust. Steingrímur J. Sigfússon stendur þar uppi sem hinn afgerandi leiðtogi á sama tíma og aðrir forystumenn flokka hafa látið mis- mikið undan síga. Sumir reyndar svo djúpt að ljóst er að þeir verða ekki langlífir á sínum stólum. Sá djöfull sem Steingrímur mátti draga frá fyrsta degi sínum í fjármálaráðuneytinu, var loks kveðinn niður á Alþingi næstsíðasta dag ársins, þegar ríkisábyrgðin á Icesave var samþykkt. Púkinn var færður í poka til Bessastaða og nú bíða landsmenn þess hvort húsráðandi ætli að sleppa honum lausum á nýjan leik. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa sett nöfn sín á undirskrift- arlista Indefence-hópsins þar sem er skorað á forsetann að synja Icesave-lögunum um staðfestingu og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu. Um hvað á að kjósa er hins vegar ekki með öllu skýrt. For- ystumenn Indefence hafa sjálfir lýst því yfir að þeir viðurkenni ábyrgð Íslands á Icesave-skuldbindingunum, en vilja bakka aftur til fyrri laga Alþingis og þeirra fyrirvara sem þar eru, í stað nýju laganna. Ekki þarf á hinn bóginn að efast um að ástæðan fyrir nöfnum stórs hluta þeirra sem eru á lista Indefence, er andstaðan við að ríkið taki á sig skuldir einkafyrirtækis. Þeir virðast ekki átta sig á því að þann beiska bikar hefur ríkið þegar tæmt að stærstum hluta þegar það ábyrgðist allar innstæður með neyðarlögunum haustið 2008 og dældi auk þess milljörðum á milljarða ofan í peningamarkaðssjóði bankanna. Karakterskerpandi tímar: Um hvað á að kjósa? JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.