Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 54
42 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Hvert ár hefur sitt sérkenni hvað varðar strauma og stefnur í tísku. Hönnuðirnir Alexander McQueen og Manish Kapoor heilluðu heim- inn með ævintýralegum litum og sniðum, Sonia Rykiel fór að selja föt í H&M, þrýstnir barmar eru aftur í tísku og áhrifa Michaels Jackson gætti víða. Hér er stutt yfirlit yfir hápunkta síðasta árs. - NÝ JAGGER STJARNA Í SVIÐSLJÓSIÐ Yngsta dóttir Micks Jagger og Jerry Hall heitir Georgia May og fetar nú í fótspor móður sinnar og systur, Jade, sem fyrirsæta. Þrýstnar varir, langir leggir og ljósir lokkar en umfram allt skemmtilegt frekjuskarð hafa skotið henni á toppinn. SKRAUTLEG ÍSLENSK HÖNNUN Hjónin Magni og Hugrún í KronKron gerðu góða hluti með skólínu sína Kron by Kron Kron. Skórnir hafa notið gífur- lega vinsælda hér heima og fengið lofsamlega umfjöllun í tímaritum ytra. Eldrauðan Mac varalit sem er gífurlega fallegur við vetrarfölvann. Nýja ilminn frá Marc Jacobs sem nefnist Lola. Seið- andi, sexí og í fallegri flösku. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Madonna í auglýsingaherferð Söngdívan Madonna er stjarnan í nýrri auglýsingaherferð Dolce & Gabbana fyrir vor og sumar 2010. Myndirnar eru teknar af Steven Klein og á þeim er Madonna að borða spagettí og vaska upp, líkt og týpísk ítölsk „mamma“. GEIMVERUR HJÁ MCQUEEN Ein sú sýning sem mesta athygli vakti á árinu var hjá hönnuðin- um Alexander McQueen. Sýning hans fyrir næsta vor einkenndist af stórfenglegum klæðum sem minntu helst á íbúa Atlantis eða hreinlega frá annarri plánetu. Hér gefur að líta hælaskó frá línunni. TÍSKUKÓNGUR DEYR Lát poppar- ans Michaels Jackson hafði áhrif á tískuna um stund. Pallíettujakkar, hermannajakkar, hvítir hanskar og hattar verða eflaust vinsælir langt fram á næsta ár. RYKIEL VINSÆL Aldrei fyrr hafa föt frönsku tískudrottningarinnar Soniu Rykiel verið jafn vinsæl. Ekki spillti fyrir að keðjan H&M fór að selja ódýra Rykiel-línu í verslunum sínum. Hér sést pallíettugalli frá Rykiel fyrir haustið 2009. HVAÐ BAR HÆST Á LIÐNU ÁRI? ÁRIÐ 2009 Í TÍSKUNNI LITADÝRÐ Indverski hönnuðurinn Manish Aurora sló rækilega í gegn á vor- sýningu sinni sem var haldin í París síðastlið- inn október. Föt hans einkennast af ævintýralegri litadýrð. MJÚKAR LÍNUR KOMA AFTUR Fyrirsæt- an Lara Stone sló í gegn á síðasta ári en hún er ekki ofurgrönn og strákaleg eins og margar fyrirsætur, heldur með mjaðmir, mitti og stóran barm. Því er spáð að „alvöru“ konur séu að koma sterkar inn. Fegurðarleynd- armálið Beauty Flash Balm frá Clarins. Bjargar þreyttri húð! Sjaldan man ég eftir jólum þar sem ég hef farið í svona mörg jólaboð. Ég er þannig gerð að þegar ég borða mjög saltan eða reyktan mat, í gervi hangikjöts, síldar, salamipylsu og þar fram eftir götunum vakna ég næsta dag með augun á mér stokkbólgin og ekki frýnileg og auk þess gerir þetta mikla kjötát mann þreyttan og orkulausan. Auðvitað vissi maður þetta fyrir fram enda fárán- legt að vera með einhverja stæla yfir jólin og segjast ekki borða hitt eða þetta. Fólk sem talar stanslaust um mataræði og aðhald er líka ótrúlega leiðinlegt og því hálfkvíðir maður næsta mánuði, jan- úar, þegar öll þjóðin er komin í megrun og á fullt í ræktinni, og Facebook-status- ar uppfullir af þessum endalausu „farin í gymmið“-setningum. Samt getur líka verið mjög gaman að heyra þegar fólki tekst vel upp við að skipta algerlega um lífsstíl. Ég hitti vini frá New York um dag- inn sem höfðu ákveðið að hætta að reykja bæði tvö og fóru út að hlaupa í staðinn. Þetta uppátæki gekk svo vel að þau líta frábærlega út, reykingarnar algjörlega gleymdar og grafnar og enga bauga að sjá. Eins hallærislegt og það kann fyrst að virðast þá mæli ég samt mjög mikið með samstilltu heilsuátaki á heimilum. Það getur verið frábært að skella sér með betri helmingnum í ræktina, í sund og í pottinn og eiga virkilega góðan dag saman. Við því má búast að á næstu vikum verði blöð og tímarit uppfull af ráðum til að koma sér í form eftir jólin, líkt og fólk hafi bætt á sig tuttugu kílóum á einni viku af saltáti. Slíkt er væntanlega ómögulegt en ég er hins vegar fullviss um að þegar þessir myrku og köldu vetrarmánuðir hellast yfir okkur þá er bráðnauðsynlegt að hreyfa sig til þess að vinna bug á sleni eða mögu- lega skammdegisdepurð fyrir þá sem þjást af henni. Smávegis heilsuá- tak þarf heldur ekkert að kosta mikið. Farðu í sund eða út að hlaupa og vertu duglegur að borða ferskt grænmeti og ávexti, og mundu eftir að demba í þig D-vítamíni sem okkur Íslendinga skortir í skammdeginu! Hið árlega heilsuátak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.