Samtíðin - 01.11.1964, Page 33

Samtíðin - 01.11.1964, Page 33
SAMTÍÐIN 29 Leitum leiðsögu stjarnanna á næsta æviári okkar Stjörnnspá allra daga í nóvember ^ 1. Hristu aí' þér steinrunnar venjur. Ný við- l'orf færa þér framfarir. 2. Þú mætir ef til vill andspyrnu. Vertu stað- fastur(föst) og óháð(ur) öðrum. Þá mun vel fara. 3. Örvænlu ekki. Sjálfstraust þitt mun leiða ti! farsældar, þótt á móti blási. 4. A þessu ári muntu hagnast af dugnaði þin- l>m, en forðastu hvers konar fjárhagslega á- hættu. 5. Viðburðaríkt ár og ekki alls kostar auð- velt. Þú munt þurfa að verjast fleipri og fánýt- um hleypidómum. ö. Ýmsar breytingar eru í vændum. Þú átt '•öl á frábærlega heillaríkum tækifærum. Hik- aðu ekki við að breyta venjum þinum. 7. Dálitið viðsjárvert ár. Varastu ráðlegg- lngar og fordæmi annarra, en haltu þínu striki. 8. Fyrri helmingur ársins verður góður, ef þu ferð eftir áformum þínum. Siðan skaltu var- ast bakmælgi og óráðvendni annarra. Farðu var- h‘ga i fjármálum. ‘J. Árstímarnir apríl—júni og sept.—okl. 19G5 '’erða beztu hlutar ársins. Þú átt allmargra kosta völ. 10. Fyrstu 7 mánuðir ársins verða að mörgu leyti liagstæðir, en 5 siðustu mánuðir þess eru úráðnir. 11- Flest mun ganga að óskum lijá þér l'rá l)vi i nóv. og fram í marz. Siðan skaltu gæta þess að særa ekki vini þína. 12. Útlit er fyrir talsverða örðugleika. Vera lna, að einliverjir vinir þínir bregðist þér. Forð- nstu allt, sem skapar fjárhættu. 13. Gættu heilsunnar vel, og ljáðu ekki öðr- um péninga. Vera má, að heilsuleysi annarra '’aldi þér áliyggjum. 11- Vera má, að þú verðir fyrir rógi og and- sPyrnu. Varastu óheiðarlega samkeppni ann- arra i störfum og viðskiptum. 15. Fyrstu 9 mánuðir ársins verða yfirleitt míög góðir, en siðan skaltu varast freistingar. 10. Nokkrir örðugleikar kunna að mæta þér 'egna skorts á velvild og stuðningi. Árstiminn uiaí-—júlí verður að mörgu leyti beztur. 17. Vertu hagsýn(n) og framtakssamur(söm). Aiið verður viðburðaríkt og breytilegt. Vcl- genSni og örðugleikar munu haldast í liendur. 18. Útlit er fyrir allgóðan fjárliag, en varastu skriflegar skuldbindingar. 19. Útlitið er gott á árstímanum jan.—april ’65, síðan kann að verða nokkur kyrrstaða og jafnvel inótspyrnu að vænta. 20. Útlit er fyrir nokkur óþægindi af völd- um ættingja og nágranna. Þú ættir ekki að fara i ferðalag. 21. Útlit er fyrir einhverja örðugleika í byrj- un ársins, en úr þvi að kominn er febrúar ’65, fer allt að ganga mjög vel. 22. Vera má, að einhverjir örðugleikar mæli þér, livað heimilismál þín snertir. í viðskipt- um mun þér þörf á varkárni og þagmælsku. 23. Beztu árstimarnir verða nóv.—febr. og sept.—okt. Hina mánuðina máttu búast við nokkrum truflunum. 24. Haltu andlegu jafnvægi og forðastu þótta og stærilæti, þá mun þér vel farnast, einkum á miðju árinu. 25. Árstíminn júni—ágúst verður beztur til starfs. Vera má, að börn og unglingar valdi þér örðugleikum. 26. Ágætt ár til starfs og viðskipta, en var- astu að móðga eldra fólkið í maí og október. Gættu heilsunnar vel í árslokin. 27. Breytingar á daglegum störfum geta orð- ið á árstimanum frá því í nóv. og fram i rnarz. Úr því að kemur fram i apríl, er útlitið golt. 28. Seinni helmingur ársins verður þér heilla- vænlegri. Á fyrri hluta ársins geta orðið nokkr- ir árekstrar í samstarfi og ástamálum. 29. Gott ár til ásta og lijúskapar nema í febr. og marz. Þá er útlit fyrir nokkra tregðu i þcim efnum. 30. Með aðgætni og forsjálni i orðum og gjörðum má vænta góðs árangurs á þessu ári, en gættu þín fyrir utanaðkomandi áhrifum i des., apríl og okt. Höfum í miklu úrvali: Jakkaföf — Drengjafrakka — Fermingarföt. Dömu- og Telpnabuxur. Drengjafatastofan Ingólfsstræti 6. — Sími 16238.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.