Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 46

Fréttablaðið - 07.01.2010, Page 46
34 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > Í FAÐMLÖGUM Myndir náðust af söngkonunni Rihönnu og nýjum kærasta hennar í faðmlögum í Mexíkó fyrir stuttu. Sá heppni er hafna- boltaleikmaður að nafni Matt Kemp og segja vinir Rihönnu hann vera herramann af gamla skólanum. Hin óþekkta Shellie Doreen Smith hefur gert kröfu í þrota- bú Micheals Jackson. Hún segist hafa verið gift söngvaranum á áttunda áratugnum og fer fram á framfærslu úr þrotabúinu. Smith lagði fram í gær skjöl sem styðja málstað hennar, en í samtali við fréttamiðilinn TMZ segist hún ekki muna nógu vel hvenær þau voru gift, en hún er handviss um að það var ein- hvern tíma á áttunda áratugn- um. Þá segir hún að athöfnin hafi verið falleg og farið fram á hót- eli í New York. Einu vitnin sam- kvæmt henni voru starfsmenn hótelsins. Nýjustu fréttir herma að hún geti ekki búist við miklu úr þrotabúi poppkóngs- ins. „Ég var eigin- kona Jacksons“ MICHAEL JACKSON Ástarlíf hans var flókið, en hann hefur að öllum líkindum aldrei hitt Shellie Alþjóðlega tónlistarkeppnin Global Battle of the Bands er fram undan. Hún fer fram í London á tónleika- staðnum Scala hinn 31. janúar og má búast við að hátt í fjöru- tíu hljómsveitir frá jafnmörgum löndum taki þátt. Keppnin hefur stækkað ár frá ári en Ísland varð þátttakandi 2004. Síðan þá hafa hljómsveitir eins og Cliff Claven, Lights on the Highway og Perla farið út til keppni, og í fyrra fór Agent Fresco. Fyrst eru haldnar hljómsveita- keppnir í þátttökulöndunum og nú er auglýst eftir hljómsveitum sem geta orðið fulltrúar Íslands. Allar hljómsveitir geta skráð sig til leiks hvort sem þær eru bílskúrsbönd eða þekktar sveitir með útgefið efni. Sigur Rós gæti þess vegna tekið þátt í keppninni. Eina reglan er sú að hljómsveitirnar spili tvö frumsamin lög. Undanúrslitin fara fram á Sódómu Reykjavík 13.-16. janúar. Dómnefnd og salur ákveða sigurvegara hvers kvölds. Hann fer áfram í úrslitakvöldið 22. jan- úar. Hljómsveitin sem vinnur fer til London og spilar á Scala. Flug og uppihald er í boði keppninnar. Til mikils er að vinna því verð- launin í keppninni úti eru 10.000 dollarar, vikudvöl í flottu hljóð- veri með upptökumanni í London og tíu daga tónleikaferð um Eng- land. Þær sveitir sem hafa áhuga sendi fyrirspurn á gbob.iceland@ gmail.com og þeim verður svarað um hæl. - drg Til mikils að vinna í rokkkeppninni GBOB UNNU SÍÐAST Agent Fresco var fulltrúi Íslands á síðustu GBOB. Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað einstakan demantshring sem er í raun þrír hringar í einum. Hægt er að skipta um steina í hingnum eftir tilefni. Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað einstakan demantshring sem ber heitið r¿ng og er hann sér- stakur fyrir þær sakir að hægt er að skipta út einum demanti fyrir annan. Hringnum, sem er úr tíu karata hvítagulli, fylgja þrír mislitir dem- antar í kló sem hægt er að skrúfa í hringinn. Sruli segir hugmyndina hafa fæðst þegar hann var að íhuga bónorð. „Mig langaði að búa til trú- lofunarhring og á meðan ég hugsaði málið sat ég á litlum píanóstól sem er eins og skrúfa í laginu og þaðan kom hugmyndin. Ég var einnig búinn að hugsa um það hvort hægt sé að verðleggja ástina og fannst sniðugt að geta valið um mismun- andi stærð af steinum í hringinn í því samhengi,“ segir Sruli sem hefur búið og starfað á Íslandi und- anfarin ár og opnaði hönnunarbúð- ina Vopnabúrið við Hólmaslóð fyrr í sumar. Aðspurður segist hann hafa kosið að nota óslípaða demanta vegna þess að honum þyki gaman að taka hluti sem í eðli sínu eru ljótir og breyta þeim í eitthvað fallegt. „Óslípað- ir demantar eru ekki sérstaklega fallegir og verða í raun ekki virki- lega verðmætir fyrr en búið er að slípa þá niður. Maður horfir ekki á óslípaðan demant og hugsar: vá, þetta er fallegt.“ Hringurinn hefur nú verið fáanlegur í viku og seg- ist Sruli þegar hafa selt eitt stykki. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína og árið 2008 hlaut hann meðal annars fyrstu og önnur verðlaun í flokki aukahluta á Inter- national Design Awards fyrir hönn- un á regnhlíf og belti. Áhugasömum er bent á vefsíðuna www.srulirecht.com. sara@frettabladid.is Hannaði eigin trúlofunarhring R¿NG Hugmyndin að hringnum fæddist þegar Sruli var að íhuga bónorð. Hægt er að skipta um stein í hringnum. M YN D /M A R IN O TH O R LA C IU S HÆFILEIKARÍKUR HÖNNUÐUR Sruli Recht þykir hæfileikaríkur hönnuður og hefur unnið til verðlauna fyrir hönnun sína. Opið fi mmtud. -föstud. 11-18 laugard. 11-17 Útsalan hafi n 30-50% afsláttur af útsöluvörum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.