Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 54
42 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM Fegurðardrottningin Rachel Kum, ungfrú Singapore, var væntanleg til landsins um jólin, eins og Frétta- blaðið greindi frá í desember. Vinur hennar sem ætlaði að koma með forfallað- ist hins vegar á síðustu stundu og Rachel hætti við ferðina. Hana dreymir þó enn um að heimsækja Ísland og hyggst samkvæmt heim- ildum Fréttablaðs- ins halda upp á afmælið sitt hér á landi í apríl. Félagarnir Simmi og Jói undirbúa nú opnun Hamborgarafabrikkunnar að miklu kappi. Fram kom í Frétta- blaðinu á dögunum að staðurinn ætti að opna í mars og verði á jarð- hæð Höfðatorgs. Fjóra mánuði tók að þróa kjötið í borgarana og nú standa bragðprófanir yfir í sérstöku tilraunaeldhúsi. Nokkrum hefur verið boðið að smakka borgarana, sem eiga lítið sameiginlegt með þeim sem fást í næstu sjoppu – raunar segja kunnugir að borgararnir séu svo ólíkir að lögunin sé meira að segja önnur en gengur og gerist. Breska tónlistartímaritið NME fer nú yfir áratuginn og birtir niðurstöðurn- ar á vefsíðu sinni. Jónsi í Sigur Rós hafnaði í áttunda sæti yfir verstu rokkstjörnur áratugarins og deilir heiðrinum með listamönnum á borð við Chris Martin úr Coldplay, Marilyn Manson og finnska skrímslinu Lordi. Blaðamaður NME við- urkennir að það sé eitthvað skemmtilega klikkað við að finna upp sitt eigið tungumál, en hann kunni einfaldlega ekki að meta það. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2. skjótur, 6. í röð, 8. erta, 9. háttur, 11. fyrirtæki, 12. toga, 14. ráðagerð, 16. tveir eins, 17. gerast, 18. pota, 20. rykkorn, 21. góla. LÓÐRÉTT 1. mylsna, 3. ung, 4. skil- greina, 5. flan, 7. barningur, 10. gifti, 13. sódi, 15. hryssa, 16. kaðall, 19. járnstein. LAUSN LÁRÉTT: 2. snar, 6. áb, 8. ýfa, 9. lag, 11. ms, 12. draga, 14. áform, 16. tt, 17. ske, 18. ota, 20. ar, 21. gala. LÓÐRÉTT: 1. sáld, 3. ný, 4. afmarka, 5. ras, 7. barátta, 10. gaf, 13. gos, 15. meri, 16. tog, 19. al. „Ég var að leita að gítar og komst í samband við eigandann. Hann bauð mér gítar á góðum afslætti út af hljómsveitinni,“ segir Dave Dunn úr hljóm- sveitinni Dust. Dave Dunn hefur skrifað undir sérstakan lista- mannasamning við bandaríska gítarframleið- andann Gadow Guitars. Dave er hálfíslenskur og spilar á gítar í hljómsveitinni Dust, en margir kannast við söngvarann, Arnar Már Friðriksson, sem lenti í öðru sæti í raunveruleikaþættinum Bandið hans Bubba árið 2008. „Ég er ekki búinn að prófa gítarinn enn þá, hann verður handsmíðaður í Bandaríkjunum – þannig að hann ætti að vera góður,“ segir Dave. „Það gæti tekið einhverja mánuði að smíða hann. Það er spes háls og rafkerfi fyrir mig.“ Ryan Gadow, framkvæmdastjóri Gadow Guit- ars, staðfestir þetta. „Já, það er rétt. Dave hefur skrifað undir listamannasamning við Gadow Guit- ars,“ segir hann, Gadow er lítill framleiðandi, en fyrirtækið var stofnað árið 1999. Dave segist hafa notað Gibson gítara í gegn- um tíðina, en sé nú tilbúinn að skipta um lið. „Ég kunni ekki að meta hitt og þetta á öðrum gítur- um, þannig að ég fór að leita að einhverju öðru,“ segir Dave, sem er þögull sem gröfin þegar hann er spurður nánar út í samninginn. „En ég fæ gít- arinn á mun lægra verði en gengur og gerist úti í búð.“ - afb Gerir amerískan gítarsamning FÆR SÉRHANNAÐAN GÍTAR Dave Dunn, lengst til vinstri, er gít- arleikari í hljómsveitinni Dust og hefur skrifað undir samning við Gadow Guitars. „Það er Kínahúsið. Ég stoppa yfirleitt alltaf þar þegar ég er í bænum. Þeir hafa verið með þriggja rétta hádegisverðartil- boð. Mér finnst þetta vera besti kínverski maturinn sem maður fær á Íslandi.“ Þorsteinn Bergsson, bóndi og keppandi í Útsvari. Hinn árlegi Hátíðarkvöldverður klúbbsins fer fram laugardags- kvöldið næstkomandi í Turnin- um í Kópavogi. Kvöldverðurinn hefur verið haldinn óslitinn síð- astliðin tuttugu og þrjú ár og er gríðarlega vinsæll viðburður ár hvert. Steinn Óskar Sigurðsson, formaður nefndar um Hátíðar- kvöldverðinn, segir að uppselt sé á kvöldverðinn, en seldir eru 220 miðar og hafa fastagestir forgang í þeim efnum. „Þetta er gríðar- lega vinsælt og mikil eftirspurn miðað við miðafjöldann ár hvert. Miðinn kostar tuttugu og átta þús- und og innifalið í því verði er tólf rétta matseðill með vínum og eru það okkar færustu matreiðslu- menn sem sjá um matreiðsluna,“ segir Steinn Óskar. Ábyrgðarmað- ur kvöldsins er Sigurður Gíslason, framkvæmdastjóri Veisluturnsins, og meðal þeirra matreiðslumanna sem munu leggja fram krafta sína þetta kvöld eru Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari ársins 2009, Hrefna Rósa Jóhanns- dóttir Sætran, yfirkokkur á Fisk- markaðnum, Friðgeir Eiríksson, yfirkokkur á Hótel Holti, Gunnar Karl Gíslason, kokkur á Dilli, auk annarra matreiðslumeistara. Steinn Óskar segir að sérstakt þema sé valið fyrir hvert ár og í ár er þemað flóra Íslands. „Við göngum út frá þessu þema í mat- reiðslunni og notum auðvitað íslenskt hráefni og annað sem við fáum á þessum árstíma. Við feng- um einnig Eggert Pétursson til að hanna undirdiskinn sem gestir fá með sér heim að kvöldverði lokn- um.“ Aðspurður segir Steinn Óskar mikið stress fylgja kvöldverðinum en að aldrei hafi komið til ósættis í eldhúsinu. „Ísland er svo lítið land og hér vinna og standa kokkarnir saman. Hingað til hefur þetta allt- af gengið rosalega vel fyrir sig,“ segir hann að lokum. - sm Hátíðarkvöldverður kokkanna VEL SÓTTUR VIÐBURÐUR Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslu- maður segir uppselt á kvöldverðinn. Allir bestu matreiðslumenn ársins leggja til krafta sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég hef alltaf haft áhuga á góðu og heilbrigðu lífi. Þrátt fyrir að vera í bisness þá hef ég reynt að passa að vera í ágætisformi og hugsa um hvað ég borða,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Þórdís starfar nú sem cross fit- þjálfari í Sporthúsinu ásamt því að veita heilsuráðgjöf. Nýja starfið er talsvert frábrugðið því gamla, en hún var áberandi í íslensku viðskiptalífi þegar góðærið stóð sem hæst. Hún var meðal ann- ars yfirmaður fjölmiðlafjárfest- inga Baugs, forstjóri Stoða Invest og stjórnarformaður Dagsbrún- ar, ásamt því að vera hluthafi í félaginu. Dagsbrún réðist í nokk- ur útrásarverkefni, svo sem dag- blaðið Nyhedsavisen í Danmörku og kaup á bresku prentsmiðjunni Windham. „Ég er að útskrifast sem heilsu- ráðgjafi. Ég er búin að vera í námi í New York og er bæði að æfa og þjálfa cross fit ásamt því að veita heilsuráðgjöf,“ segir Þórdís, en hún neyddist til að skipta um starf í kjölfar hrunsins. „Þá fór ég að æfa af meiri krafti, byrjaði að þjálfa og fór í nám. Ég tók level 1- réttindi til að kenna cross fit. Þetta er rosalega skemmtilegt og upp- byggilegt og ég nýt mín bara vel.“ Spurð hvort hún stefni á útrás í líkamsræktarbransanum segist hún ekki stefna á það. En ertu alveg hætt að skipta þér af viðskiptum? „Algjörlega, nema mínum eigin rekstri í kringum þetta. Ég bý að mikilli og góðri reynslu – þrátt fyrir að hún sé öðruvísi en ég hafði vonað. Ég reyni að nýta hana til góðs. Læra af henni.“ Þórdís er systir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hann var grennri forstjóri bankans og virðist vera í fínu líkamlegu formi. En ætli Þórdís sé búin að plata hann í cross fit? „Já, hann er crossfittari,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að hann hafi þó ekki komið í tíma til hennar þar sem hann býr í Lúx- emborg í dag og stund- ar æfingarnar þar. atlifannar@frettabladid.is ÞÓRDÍS JÓNA SIGURÐARDÓTTIR: VENDIR KVÆÐI SÍNU Í CROSS Úr útrás í heilsuráðgjöf NÝTT STARF Þórdís tók þátt í útrásinni, en starfar nú sem cross fit-þjálfari og heilsuráðgjafi. Hreiðar Már, bróðir Þórdísar, er einnig crossfittari, að hennar sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.