Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.01.2010, Blaðsíða 50
38 7. janúar 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Framherjinn og landsliðsmaðurinn Garðar Jóhannsson er í leit að nýju félagi eftir að samningur hans við norska félag- ið Fredrikstad rann út. Garðar hefur verið að æfa með KR undanfarna viku en gerir ekki ráð fyrir því að semja við KR eða annað íslenskt félag í bráð. „Það er búið að vera fínt að æfa með KR og alltaf gaman að koma í Vesturbæinn,“ sagði Garðar sem lék áður með KR en hann fór þaðan í Val og svo út til Noregs. Hann mun fara til reynslu hjá dönsku úrvalsdeildarfélagi á næstu dögum. „Ég er spenntastur fyrir því að spila í Danmörku. Þetta er spennandi félag sem er að fara að kíkja á mig og það væri mjög gott ef það gengi upp. Það er ekki gott að lifa í óviss- unni og sérstaklega þar sem konan er ófrísk og á að eiga í febrúar. Það væri skemmtilegra að vera kominn með heimili áður en kemur að fæðingunni og ég leitast við að fá lausn minna mála sem fyrst,“ sagði Garðar sem hefur þegar hafnað þremur tilboðum. „Ég hafnaði tilboði frá Hartlepool sem Ármann Smári fór síðan til. Svo fékk ég líka tilboð frá dönsku og ítölsku félagi en það var allt í neðri deildunum og lítt spennandi. Ég hef ekkert reynt við Noreg en mun líklega banka á dyrnar þar ef allt annað þrýtur,“ sagði Garðar sem er með fleiri járn í eldinum en þetta félag í Danmörku. „Það er C-deildarlið í Englandi og úrvalsdeildarlið í Svíþjóð sem hafa sýnt áhuga. Þetta enska lið er reyndar ekkert sér- staklega spennandi en ég skoða það samt að sjálfsögðu ef ég fæ ekki samning í Danmörku. Ef allt þrýtur þá kemur maður náttúrulega bara heim en það hafa nokkur félög hér heima þegar haft samband við mig,“ segir Garðar sem hefur samt ekki neinar áhyggjur af því að verða úti og án félags enda verður leikmannamarkaðurinn í Skandinavíu opinn lengur en í janúar. „Ég hef alls ekkert neinar áhyggjur af þessari stöðu þó svo að óvissan sé vissulega óþægileg. Ég er með möguleika í stöðunni og mun finna mér eitthvað. Þegar eitthvað gerist þá gerist það hratt,“ segir framherjinn bjartsýnn. GARÐAR JÓHANNSSON KNATTSPYRNUMAÐUR: SAMNINGSLAUS OG Í LEIT AÐ NÝJU FÉLAGI Erfitt að lifa í óvissu með ófríska konu > Gunnar Heiðar ekki með gegn Liverpool Það er ljóst að Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur ekki síðari leik Reading og Liverpool í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Ekki var búið að skrá hann í félagið fyrir fyrri leikinn sem gerir hann sjálfkrafa ólöglegan í síðari leiknum. Gunnar Heiðar er þess utan ekki enn kominn með leikheimild hjá Reading og ef hann ætlar sér að spila leikinn gegn Newcastle á sunnudag þá þarf leikheimildin að berast fyrir helgi. Það gekk ekki þrautalaust hjá Gunnari að komast til Reading og þrautagöngunni er ekki enn lokið þó svo það sé farið í glitta í ljós í enda ganganna. FÓTBOLTI Eiður Smári skoraði í gær sitt fyrsta mark fyrir franska liðið Mónakó og var markið örugglega langþráð fyrir íslenska landsliðs- manninn sem skoraði ekkert mark í níu leikjum með franska liðinu á árinu 2009. Eiður Smári skoraði síðasta mark Mónakó-liðsins í í 3- 1 sigri á 5. deildarliðinu EFC Fréj- us-St Raphaël í æfingaleik. Yannick Sagbo og Nene komu Mónakó í 2-0 í fyrri hálfleik en EFC Fréj- us-St Raphaël náði að minnka muninn í upp- hafi síðari hálfleiks. Eiður Smári innsiglaði hins vegar sigurinn sex- tán mínútum fyrir leiks- lok þegar hann fylgdi eftir skoti félaga sinna og skor- aði af stuttu færi. Þegar Eiður Smári skoraði markið sitt í gær var hann búinn að bíða í 536 leikmínútur eftir sínu fyrsta marki fyrir félagið. Það tók hann hins vegar aðeins 28 mínútur að komast á blað á nýju ári. Leikmenn Mónakó spila fyrsta alvöruleikinn á nýju ári á móti FC Tours í 32 liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar um næstu helgi. Franska dagblaðið L’Equipe sagði í gær að ensku úrvals- deildarfélögin Tottenham og West Ham hefðu áhuga á að fá Eið Smára í sínar raðir. Eiður hefur verið orðaður við fjölda félaga í Englandi, til að mynda Blackburn, en engar fregnir hafa borist enn af því hvort um meira en meintan áhuga félaganna sé að ræða. Þessi ágæta byrjun á árinu kemur Eiði k a n nsk i í gang á ný en honum hefur geng- ið illa að aðlagast franska fótbolt- anum til þessa. - óój Eiður Smári orðaður við Tottenham og West Ham: Skoraði sitt fyrsta mark fyrir Mónakó 536 MÍNÚTNA BIÐ Á ENDA Eiður Smári skoraði loks- ins í sínum tíunda leik með Mónakó. MYND/AFP kr./kg Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Hrogn, Lifur og Kúttmagi Nætursaltaður Þorskur og Fersk Þorskfl ök úr Jökuldýpi Gellur og Kinnar Nýjar og Nætursaltaðar Súr Hvalur Óbarinn Harðfi skur að Vestan Opnum klukkan 8.00 Sjáumst hress SKÍÐI Björgvin Björgvinsson endaði í 24. sæti á heimsbikar- móti í svigi í Zagreb í Króatíu í gær eftir að að hafa bætt stöðu sína um sex sæti í seinni ferð- inni. Þetta er besti árangur hans á heimsbikarmóti en hann lenti í 25. sæti á sama móti fyrir ári. Björgvin varð í 30. sæti eftir fyrri ferð þrátt fyrir að hafa verið með rásnúmer 58. Hann kom þá í mark á 53,17 sekúndum, 2,69 sekúndum á eftir Austur- ríkismanninum Mario Matt sem náði besta tímanum. Björgvin fór seinni ferðina á 59,97 sekúndum og var því sam- anlagt á 1 mínútu og 53,14 sek- úndum í báðum ferðum sínum. Björgvin skíðaði betur í seinni ferðinni en átta af þrjátíu mönn- um í úrslitunum og hafnaði því í 24. sæti. - óój Björgvin Björgvinsson í gær: Náði 24. sæti á heimsbikarmóti BESTI ÁRANGURINN Björgvin Björgvins- son hefur aldrei gert betur en í Zagreb í gær. MYND/VERA HANDBOLTI Framkonur unnu sann- færandi fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 27-31, á heimavelli meist- aranna í Mýrinni. Framliðið hafi mikla yfirburði í seinni hálfleik eftir jafna byrjun í þeim fyrri og náðu sem dæmi mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjörnuliðið hefur undanfarin ár haft nokkuð gott tak á Fram en eftir tvo sigra á stuttum tíma er ekki hægt að sjá annað en að Stjörnugrýlan sé dauð í Safamýr- inni. Framliðið lagði grunninn að sigrinum með því að skora 7 af fyrstu 9 mörkum seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega flottur leik- ur hjá okkur og hann var það nán- ast allan leikinn. Fyrstu tíu mínút- urnar einkenndust af smá stressi en eftir það var þetta frábært og þá sérstaklega sóknarlega. Ég held að þetta sé með betri sóknarleikj- um sem ég hef séð hjá mínu liði í langan tíma. Þetta var óaðfinnan- legur leikur hjá okkur sóknarlega. Þetta var frábært kvöld og frábær sigur. Ég er gríðarlega stoltur af liðinu,“ sagði Einar Jónsson eftir leikinn. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í gær, Stella tók ítrekað af skarið í sóknarleiknum og Karen nýtti sér klókindi sín vel, bæði í að stela boltanum hvað eftir annað í vörn- inni sem og að stjórna sóknarleikn- um með miklum glæsibrag. Hildur Þorgeirsdóttir átti líka örugglega einn sinn besta leik í Frampeys- unni til þessa. Stjörnuliðið náði aldrei takti í gær og margir leikmenn voru langt frá sínu besta. Alina Tamas- an hélt uppi sóknarleik Stjörnunn- ar og var langmarkahæst. „Þetta var mjög sanngjarn sigur hjá Fram í kvöld og hann var síst of stór. Þær voru betri á öllum sviðum. Það var lítið sem féll með okkur. Varnarleikurinn sem er okkar aðall var ekki að virka nógu vel og það er bara of mikið fyrir okkar lið að fá á okkur 31 mark,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar. ooj@frettabladid.is Stjarnan-Fram 27-31 (14-15) Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamason 13/4 (21/4), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Jón Sigríð ur Halldórsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (8), Ester Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (9), Þórhildur Gunnarsdóttir (2), Indíana Jóhannsdóttir (1). Varin skot: Florentina Stanciu 18 (48/6, 38%), Sólveig Björk Ásmundardóttir (1/1). Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/4 (18/7), Karen Knútsdóttir 6/3 (11/3), Hildur Þorgeirsdóttir 6 (11), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Hafdís Hinriksdóttir (1). Besti sóknarleikurinn í langan tíma Framkonur unnu öruggan og síst of stóran sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær og eru nú aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í Mýrinni. ALLT Í ÖLLU Framarinn Karen Knútsdóttir sést hér vera búin að stela einum af sex boltum sínum í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.