Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 2
2 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Þrír borgarfulltrú- ar, sem eru frambjóðendur Sjálf- stæðisflokks í yfirstandandi próf- kjöri til borgarstjórnar, skiluðu ekki upplýsingum um styrki vegna prófkjörs fyrir kosningar 2006, til Ríkisendurskoðunar fyrir síðustu áramót. Þeir hafa fallist á að segja blaðinu hver kostnaðurinn var. Júlíus Vífill Ingvarsson segir styrki til sín hafa verið nálægt fjórum milljónum króna. „Ég ætla að taka þetta saman, en hef ekki komist í það. Þarna voru engir stórir aðilar, bara hóflegir styrkir,“ segir hann, en ætlar ekki að upplýsa að svo stöddu hverjir styrktu hann helst. Til þess hafi hann ekki fengið samþykki þeirra sem styrktu hann. Ríkisendurskoðun tekur ekki við þessum upplýsingum lengur, en Júlíus býst við að birta þess- ar upplýsingar á heimasíðu sinni, þegar þar að kemur. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir ætlaði að skila Ríkisendurskoð- un sínum upplýsingum, en segist hafa haft of mikið að gera í próf- kjörsinu, Hún frétti í gær að hún gæti ekki skilað gögnunum inn. Samkvæmt uppgjöri nam kostn- aður hennar fyrir síðasta próf- kjör rúmlega 3,6 milljónum. Þar af komu 535.657 krónur frá lögað- ilum, 637 þúsund frá einstakling- um, en Þorbjörg reiddi sjálf fram 2,5 milljónir. í framboði Þorbjargar hafi verið ákveðið 2005 að taka ekki við hærri upphæð frá hverjum og einum en hundrað þúsund krónum: „Það var auðvitað hægt að fá tals- vert hærri upphæðir, en ég sóttist ekki eftir því. Við höfðum þessa línu og sama gildir nú.“ Kjartan Magnússon sendi blað- inu í gær uppgjör sitt, og birti á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að hann hafi fengið rúmlega 4,4 milljónir í styrki árið 2005. Rúm 732 þúsund frá þrettán einstakl- ingum, en tæplega 4,7 milljónir frá 47 lögaðilum. Þar af voru 815 þús- und samtals yfir 300 þúsund krón- um hvert framlag. „Mér hafði ekki gefist tími til að ganga frá þessu,“ segir hann, spurður hví hann hafi ekki sent Ríkisendurskoðun gögnin. Um helstu framlög styrkveit- enda, segir Kjartan að mest hafi komið frá Landsbanka, 500 þús- und. klemens@frettabladid.is Maðurinn sem lést í vinnuslysi við Sefgarða á Seltjarnarnesi á mánudaginn hét Donatas Jakas. Hann hefði orðið 29 ára í mars. Donatas var frá Litháen og lætur eftir sig eiginkonu og bróður sem bæði búa hér á landi. Lést í vinnuslysi Jóhannes, fær verðið fólk ekkert til að blóta? „Fólk blótar aldrei jafn mikið og núna – í orðsins fyllstu merkingu.“ Ekkert lát er á vinsældum þorramatarins þrátt fyrir verðhækkun milli ára. Jóhannes Stefánsson er vert í Múlakaffi. HAÍTÍ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) ítrekaði áhyggjur sínar af stöðu mála á Haítí á reglubundnum blaðamannafundi sjóðsins í Wash- ington gær. Caroline Atkinson, fram- kvæmdastjóri ytri samskipta AGS, upplýsti að beðið væri staðfesting- ar stjórnar sjóðsins á láni til Haítí vegna uppbyggingar eftir jarð- skjálftana þar. Hún sagði stjórn- ina koma saman á miðvikudag og áréttaði vilja AGS til að hjálpa eftir megni. Hún segir viðræður standa yfir um fjármögnun lánsins, en ráð sé fyrir því gert að það verði vaxtalaust í tvö ár hið minnsta. „Vextir lánsins verða líka lágir, í kringum fimm prósent.“ - óká Hörmungarnar á Haítí: AGS lánar á lágum vöxtum Eyddu minnst tólf milljónum árið 2005 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir eyddi 3,6 milljónum í síðasta prófkjöri. Júlíus Vífill Ingvarsson fékk fjórar milljónir í styrki, en Kjartan Magnússon 4,4 milljónir. Annir munu hafa valdið því að þau sendu Ríkisendurskoðun ekki þessar tölur. Gísli Marteinn Baldursson: ................................................................. 10,3 milljónir Hanna Birna Kristjánsdóttir: ................................................................. 3,9 milljónir Jórunn Frímannsdóttir: .......................... 4,2 milljónir (þar af 2,2 úr eigin vasa) Júlíus Vífill Ingvarsson: ..................................................Nálægt fjórum milljónum Kjartan Magnússon ................................................................................. 4,4 milljónir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: ................. 3,7 milljónir (þar af 2,5 úr eigin vasa) Varaborgarfulltrúarnir Áslaug M. Friðriksdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson voru einnig á lista 2005 og eru í framboði í ár. Þau Áslaug og Ragnar skiluðu ekki inn upplýsingum til Ríkisendurskoðunar, en það gerði Marta. Hún eyddi 380.000 krónum árið 2005. Þá má þess geta að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skilaði engum gögnum og býður sig ekki fram í ár. PRÓFKJÖRIÐ 2005, VEGNA KOSNINGA 2006 JÚLÍUS VÍFILL, KJARTAN OG ÞORBJÖRG Eftir að sett voru lög um fjármál stjórnmálasamtaka hefur dregið mjög úr eyðslu frambjóðenda í prófkjör- um. Efnahagshrunið spilar einnig inn í þetta. Kosningabaráttan í ár er því mun lágstemmdari en síðustu ár. Uppgjör vegna yfirstandi prófkjara ættu að berast Ríkisendurskoð- un innan sex mánaða. VEÐUR Tveir franskir ferðamenn sluppu með skrekkinn í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Vörubifreið með tengivagn valt með þeim afleiðingum að vagninn lenti ofan á bifreið þeirra. Mennirnir sluppu án telj- andi meiðsla en bifreiðin sem þeir voru í er gjörónýt. Björgunarsveitir voru kallað- ar út víða um land í gær vegna óveðursins. Í Vestmannaeyjum fór vindur upp í allt að 33 metra á sekúndu og þurfti Herjólfur meðal ann- ars að fá aðstoð til að komast til hafnar. - kh Björgunarsveitir kallaðar út: Vörubíll valt í óveðrinu FUNDUR Fjölmenni var á fundi gegn fyrningarleið í sjávarútvegi sem haldinn var í Vestmanna- eyjabæ í gærkvöldi. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er þess krafist að stjórnvöld falli þegar í stað frá áformum um fyrningarleið „enda er hún í eðli sínu aðför að starfs- grundvelli fyrirtækja í sjávar- útvegi og þar með að lífskjörum fólks og atvinnuöryggi fólks sem í atvinnugreininni starfar“, að því er segir í ályktuninni. Vestmannaeyjabær og félög sjómanna og útvegsmanna boð- uðu til fundarins. Fundur í Vestmannaeyjum: Mótmæltu fyrningarleið LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók á föstu- dagskvöld karlmann, sem grun- aður er um að hafa skvett rauðri málningu á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, Hreiðars Más Sigurðssonar, aðfaranótt þess sama föstudags. Maðurinn sem um ræðir var í haldi lögreglu aðfaranótt laugar- dagsins, yfirheyrður daginn eftir og sleppt. Lögregla gerði hús- leit á heimili hans, að fengnum dómsúrskurði. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins var þar lagt hald á tölvur, myndavélar og minniskubba. Eitthvað mun hafa fundist af málningu hjá mann- inum. Hann er á fimmtugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort maðurinn hafi slett á hús fleiri auðkýfinga, en á því hefur gengið frá því í sumar. Auk húss Hreiðars Más hefur málningu verið slett á húseignir Björgólfs Thors Björgólfssonar, Sigurðar Einarssonar og Hann- esar Smárasonar, svo dæmi séu nefnd. Skemmdarvargur undir heitinu Skap Ofsi sendi á dögun- um Youtube-myndband sem sýnir öll þau skemmdarverk sem hann hefur unnið frá því eftir hrun. - jss Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann á fimmtugsaldri: Málningarslettumaður tekinn ATAÐ MÁLNINGU Hús Karls Werners- sonar er eitt þeirra húsa sem hefur verið atað málningu á undanförnum mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ATVINNUMÁL Fyrirtækið Glacier Water leitar nú lóðar við Hafnarfjarðarhöfn. Það hefur augastað á lóð við Hvaleyrarhöfn sem Lýsing er með í hönd- unum og er í viðræðum um kaup á henni. Lóðin er úr þrotabúi. Þar hyggst fyrirtækið reisa átöppun- arverksmiðju fyrir vatn, þar sem um fimmtíu störf gætu orðið til. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar, segir að samningur liggi fyrir við fyrirtækið um að tryggja því vatn í átöppunarverksmiðjuna. Fyrsta skrefið sé að fyrirtækið tryggi sér lóð. Gangi það eftir gætu hjólin snúist nokkuð hratt. Hugmyndir séu uppi um frekari verkefni, jafnvel tvískipta verksmiðju sem mundi skapa fleiri störf. Þá hefur fyrirtækið Baliqa Invest AG óskað eftir aðstöðu til að flytja vatn úr landi með tankskipi. Vatnsveita Hafnarfjarðar og fyrirtækið hafa und- irritað viljayfirlýsingu sem hafnarstjórn og bæjar- yfirvöld hafa lagt blessun sína yfir. „Farið verður nánar yfir öll þessi mál og hvernig hægt verði að koma aðstöðu fyrir, bæði við höfnina og eins við vatnsbólin. Það er áhugavert að skoða alla mögu- leika því þetta gæti auðvitað haft í för með sér verulegan tekjuauka, bæði fyrir höfnina og bæjar- félagið.“ Málefni Baliqa voru kynnt í bæjarráði Hafnar- fjarðar í gær. - kóp Tvö fyrirtæki hyggja á vatnsútflutning frá Hafnarfirði á næstunni: Leitar lóðar niður við höfn HAFNARFJÖRÐUR Fyrirtækið Glacier Water vill reisa átöppunar- verksmiðju fyrir vatn við Hvaleyrarhöfn. Þá vill fyrirtækið Baliqa flytja út vatn í tankskipum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJÖLMIÐLAR Um tuttugu manns verður sagt upp störfum hjá Rík- isútvarpinu í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Meðal þeirra eru Þóra Tómasdóttir, Elsa María Jak- obsdóttir og Jóhanna Vil- hjálmsdóttir úr Kastljósinu og Elín Hirst fréttakona. Páll Magn- ússon útvarps- stjóri vildi lítið tjá sig um málið: „Ég mun halda starfs- mannafund á morgun [í dag] þar sem ég kynni þær ákvarð- anir sem ég þarf að grípa til vegna ákvörðunar stjórnvalda um að skerða rekstrarfé okkar um 420 milljónir á ári. Viðbrögð við þeirri ákvörðun kynni ég á starfsmannafundi á morgun og þangað til hef ég ekkert um þetta að segja.“ - kóp Niðurskurður hjá RÚV: Fjölda verður sagt upp í dag PÁLL MAGNÚSSON UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra á von á úrskurði um Suðvesturlínu um miðja næstu viku. Hún hefur frest til 4. febrúar, en vonast til að geta klárað málið á mið- vikudag. Ráðherra felldi úr gildi ákvörðun skipulagsstofnunar að ekki þyrfti að meta sameiginlega umhverfisáhrif framkvæmda vegna línunnar. Stofnun komst að sömu niðurstöðu á ný. Einhverjar kærur hafa borist ráðherra. - kóp Suðvesturlína: Úrskurður í næstu viku SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.