Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 44
24 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is SIR FRANCIS BACON (1561- 1626) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Frægð er eins og eldur, ef þú hefur kveikt hann er auðvelt að viðhalda honum, en ef þú slekk- ur hann, verður erfitt að kveikja hann á ný.“ Francis Bacon var ensk- ur heimspekingur og stjórn- málamaður. Hann fylgdi raunhyggju og taldi að mað- urinn ætti að treysta því sem skilningarvitin segðu honum. MERKISTATBURÐIR 1517 Tyrkir, undir forystu Sel- íms 1., sigra Mamelúka í Egyptalandi. 1840 Breskir landnemar kom- ast til Nýja-Sjálands. 1910 Jarðskjálfti, einn sá öfl- ugasti sem mælst hefur á Íslandi, 7,1 stig á Richt- er, en litlar skemmdir verða. Miðja skjálftans er út af Öxarfirði. 1918 Mesta frost mælist á Ís- landi, -37,9° C á Gríms- stöðum á Fjöllum. 1962 Sæsímastrengurinn Scotice, milli Íslands og Skotlands um Færeyjar, tekinn í notkun. 1983 Tvö snjóflóð falla á Patr- eksfirði. Fjórir farast og margir missa heimili sín. 2006 Cavaco Silva kjörinn for- seti Portúgals. Paul Watson, skip- stjóra og forsprakka Sea Shepherd-um- hverfissamtakanna, var vísað úr landi á þessum degi árið 1988. Var honum gefið að sök að hafa látið sökkva tveim- ur hvalveiðibátum, Hval 6 og Hval 7, í Reykjavíkurhöfn að- faranótt 10. nóvem- ber 1986. Watson var áður meðlimur í umhverfissamtökunum Greenpeace. Honum þótti samtökin hins vegar ekki nógu rót- tæk og stofnaði því ásamt nokkrum skoðana- bræðrum sínum umhverfisverndarsamtökin Sea Shepard Conservat- ion Society til að taka upp beinar aðgerð- ir gegn veiðimönnum. Hugmyndin kvikn- aði fyrst árið 1976 en samtökin voru síðan formlega stofnuð árið 1981. Samtökin hafa sökkt tíu hvalveiði- skipum frá árinu 1979, þar með talið áðurnefndum íslensk- um bátum. Vegna þess var Watson fangelsaður í styttri tíma þegar hann kom til landsins 1988 og síðan vísað úr landi. Heimild: www.wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 22. JANÚAR 1988 Paul Watson vísað úr landi Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar var haldin í fyrsta sinn árið 1980 að frumkvæði Tónskáldafélags Íslands með tónskáldin Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson í fararbroddi. „Tilgangurinn var að flytja íslenska nú- tímatónlist og endurspegla íslenskt tón- listarlíf,“ segir Kjartan Ólafsson, for- maður Tónskáldafélags Íslands, sem stendur ásamt fleirum að þrjátíu ára afmælishátíð Myrkra músíkdaga sem hefst á sunnudag. Hann segir nafn hátíðarinnar dreg- ið af því að hún er haldin í svartasta skammdeginu. „Í kringum 1980 var lítið að gerast á þessum árstíma, íslenska þjóðin lá í slökun eftir jólahátíðina og lítið var um tónlistarviðburði. Í þessu skammdegi fékk hátíðin nafnið en þó var um engin myrkraverk að ræða held- ur voru Myrkir músíkdagar fremur ljós í myrkrinu,“ útskýrir Kjartan. Hátíðin hefur þróast með árunum en ein höfuðáhersla forsvarsmanna hennar hefur verið hafa hátíðina sem opnasta fyrir ólíkum tónlistartegund- um en ekki eins þrönga og hliðstæð- ar hátíðir erlendis. „Árangurinn er sá að aðsókn og umfang hátíðarinnar hefur vaxið stanslaust á síðustu árum en sams konar hátíðir erlendis hafa verið að minnka,“ segir hann og bætir við að önnur sérstaða hátíðarinnar sé að ung tónskáld og ungir áheyrendur séu fleiri en tíðkast í öðrum löndum. „Þetta hefur vakið athygli erlendis og því eigum við von á fjölda gesta, bæði fjölmiðlafólki og fólki sem sér um stór- ar hátíðir í Englandi, Hollandi, Þýska- landi og víðar.“ Enn eina ástæðu fyrir áhuga útlendinga telur Kjartan vera þá að þriðjungur verkanna sem eru á dag- skrá er frumfluttur. „Það er einstætt og vekur spennu.“ Aðsókn á Myrka músíkdaga hefur verið góð að sögn Kjartans. Um 2.500 til 3.000 gestir hafa mætt sem þætti gott jafnvel á mun stærri hátíðum og fjöl- mennari samfélögum úti í heimi. „Dag- skráin er enda mjög fjölbreytt. Þar er jafnt hefðbundin nútímatónlist fyrir hljóðfæri, raftónlist, sem er framúr- stefnuleg og tilraunakennd, og jafnvel tónlist sem nálgast popptónlist,“ segir Kjartan og tekur fram aðra staðreynd til að útskýra fjölbreytileika hátíðarinn- ar. „Aldurssvið tónskáldanna er mjög breitt. Yngsta tónskáldið, Lydía Grét- arsdóttir, er 27 ára og elsta tónskáld- ið, Jórunn Viðar, er rúmlega níræð. Þá er gaman að geta þess að Íslendingar eru svo heppnir að vera með eitt hæsta hlutfall kventónskálda,“ segir hann stoltur. Kjartan segir ómögulegt að bera saman einstaka atburði á hátíðinni þar sem verkin séu svo fjölbreytt. Í allt eru á dagskrá 24 viðburðir, 21 tónleikar og þrír fyrirlestrar enda er hátíðin meðal annars haldin í samstarfi við Listahá- skóla Íslands. Hátíðin hefst svo eins og áður sagði á sunnudaginn á afar sérstakan hátt. „Klukkan 16 opnar Ríkisútvarpið í Efstaleiti dyr sínar. Þar verður einn samfelldur hljóðgjörningur eftir hópinn Adapter Ensemble. Þar eru nokkur mis- munandi verk sem eru tengd saman og flytjendur verða í ýmsum rýmum í hús- inu, tónleikarnir eru ókeypis og verða í beinni útsendingu,“ segir Kjartan og hvetur fólk til að mæta. Nánari dagskrá Myrkra músíkdaga er að finna á www. listir.is/myrkir solveig@frettabladid.is MYRKIR MÚSÍKDAGAR: ERU ÞRJÁTÍU ÁRA HÁTÍÐIN ER LJÓS Í MYRKRINU Landnotkunarsetur Háskóla Íslands og Há- skólafélag Suðurlands halda ráðstefnu á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 28. janúar 2010. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setur ráðstefnuna en mörg erindi fylgja í kjöl- farið. Meðal annars verður fjallað um lögfræði landnotkunar, Evrópusambandið og landnotk- un, náttúruvernd, þjónustu vistkerfa, dreif- ingu vatnsauðlindarinnar og jarðveg á Íslandi. Auk þess verður fjallað um landbúnað, land- græðslu, skógrækt og mismunandi búsetu- mynstur. Ráðstefnugjald er 7.500 kr. en 3.500 kr. fyrir námsmenn, morgunkaffi, hádegismatur og síðdegiskaffi innifalið. Skráning þarf að fara fram fyrir 23. janúar á www.fraedasetur.hi.is Landnotkun á Íslandi 2010 LANDBÚNAÐUR Heyskapur á Snæfellsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AFMÆLI DIANE LANE leikkona er 45 ára. BALTHAZAR GETTY leikari er 35 ára. Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Eyjólfur Arthúrsson málarameistari, Sóleyjarima 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag föstu- daginn 22. janúar kl. 13.00. Arthúr K. Eyjólfsson Anna Eyjólfsdóttir Felix Eyjólfsson Ingimundur Eyjólfsson Guðrún Gerður Guðrúnardóttir Ásta St. Eyjólfsdóttir Óskar Eyjólfsson Unnur Úlfarsdóttir Þorsteinn Úlfarsson og aðrir aðstandendur. FRAMKVÆMDASTJÓRI OG FOR- MAÐUR Pétur Jónasson fram- kvæmdastjóri og Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands, halda utan um dagskrá Myrkra músíkdaga sem hefst á sunnudag. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N Vikulegir fjölskyldumorgn- ar eru nýjung í starfi Borg- arbókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu og í Gerðu- bergi. Eitt af markmiðum þeirra er að veita fjölskyldum ungra barna óformlega fræðslu um ýmis málefni sem varða börn og uppeldi. Á safninu eru leikföng og alls kyns bækur fyrir börn- in og þeir fullorðnu geta nálgast allt það spennandi efni sem safnið hefur upp á að bjóða, bækur, tónlist, kvikmyndir, blöð og tíma- rit, auk þess að hitta aðra foreldra til að spjalla, njóta samverunnar og þiggja hressingu. Í aðalsafni er auk þess lesið fyrir eldri börnin og sungið með þeim yngri. Allir sem eru með ung börn eru velkomnir, hvort sem fólk býr í viðkomandi hverfi eða annars staðar. Fjölskyldumorgnarnir eru í Gerðubergssafni á þriðjudögum frá klukkan 10.30 til 11.30 og í aðalsafni í Tryggvagötu á fimmtu- dögum frá klukkan 10.30 til 11.30. Ingibjörg Margrét Gunn- laugsdóttir leikskólaráð- gjafi mun í næstu viku spjalla um málþroska barna frá fæðingu til 5-6 ára ald- urs, hvernig hann gengur fyrir sig og á hvern hátt má styðja við hann. Hún verður í Gerðubergi 26. janúar og í aðalsafni hinn 28. Hægt er að fylgjast með dagskránni á www.borgar- bokasafn.is. Þar er meðal annars bæklingur um fjöl- skyldumorgnana á níu tungumálum. - gun Efling málþroska Á SAFNINU Bækur vekja gleði barna. MYND/BORGARBÓKASAFNIÐ MOHAMED SISSOKO knatt- spyrnumaður er 25 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.