Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 62
42 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. ofsi, 6. klafi, 8. forsögn, 9. skordýr, 11. bardagi, 12. ásamt, 14. marg- nugga, 16. verslun, 17. sönghús, 18. örn, 20. 950, 21. svall. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. í röð, 4. ámáttlegt ýlfur, 5. rénun, 7. gera óvandlega, 10. bergmála, 13. rölt, 15. handa, 16. krá, 19. gangþófi. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. ok, 8. spá, 9. fló, 11. at, 12. saman, 14. sarga, 16. bt, 17. kór, 18. ari, 20. lm, 21. rall. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. rs, 4. spangól, 5. lát, 7. klastra, 10. óma, 13. ark, 15. arma, 16. bar, 19. il. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. 2 Naustið byrjaði að selja mat undir þessu heiti árið 1958. 3 Ólafur Ísleifsson, lektor í HÍ. „Ég er oftast á hraðferð og gleymi að setjast niður og fá mér morgunmat. Annars finnst mér gott að fá mér te, hrærð egg og fletta blöðunum þegar tími gefst.“ Alexandra Baldursdóttir, gítarleikari í Mammút. „Þetta var alveg hrikalega skemmti- legt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaup- mannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálf- ur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyra- gátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjón- varpsþátt sem Gunnar er að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir Íslands hönd. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaf- lega vel upp að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gest- irnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mik- ill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi geng- ið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeytingi um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýs- ingarorð til að lýsa því hversu mik- ill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarn- ir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is FRIÐRIK WEISSHAPPEL: STARFSFÓLKIÐ FÉKK STJÖRNUR Í AUGUN Frank, Frímann og Friðrik saman á Laundromat TVEIR GÓÐIR Frímann og Frank fyrir framan Laundromat-kaffihúsið í Kaupmanna- höfn sem Friðrik Weisshappel rekur. Gunnar Sigurðsson frumsýndi kreppumynd sína, Maybe I Should Have, í troðfullu Háskólabíói á mið- vikudagaskvöldið. Í myndinni fylgir Gunnar slóð peninganna sem „guf- uðu upp“ og fær ýmsa málsmet- andi menn til að leggja orð í belg. Á frumsýningunni var margt góðra gesta, meðal annars Jón Gnarr, Jón Baldvin Hannibalsson, Ögmundur Jónasson, Sigrún Davíðsdóttir og meirihluti karlakórsins Fjallabræðra, sem kemur fyrir í myndinni. Eftir sýn- inguna var Gunnar hylltur með standandi lófa- klappi. Myndin fer í almenna sýningu 5. febrúar. Kynþokkafyllsti karlmaður landsins verður valinn á Rás 2 í dag, bóndadag. Á meðal þeirra sem hafa hlotið titilinn eru hand- boltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson, sjónvarpssjar- mörinn Logi Berg- mann Eiðsson og hinn Nýdanski Jón Ólafsson. Í dag er talið að Björn Thors, sem sló í gegn sem Kenneth Máni í Fangavaktinni, skori hátt á meðal kvenþjóðarinnar. Þá er talið að félagar hans af vaktinni; kynþokkatríóið Ragnar Bragason, Pétur Jóhann Sigfússon og Jörund- ur Ragnarsson, fylgi fast á eftir. Ragnhildur Magnúsdóttir og Þorbjörg Marinósdóttir, sundlaug- arverðir Djúpu laugarinnar, sem hefst á Skjá einum í febrúar, leita nú logandi ljósi að einhleypu fólki í ástarleit. Eins og áður verður þátturinn sýndur á föstudagskvöld- um, en ógerningur hefur reynst að veiða upp úr stúlkunum hvaða nýjungar verður boðið upp á í þáttunum. Skráning hefst um helgina á vefsíðu Skjásins, en búast má við að örvæntingarfullar mæður eigi eftir að skrá einhleypa syni sína og dætur unnvörpum í von um kinnarjóð barnabörn. - drg/afb FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrirtækið Pegasus hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að Garðin- um, dularfullri draugasögu Gerð- ar Kristnýjar sem kom út hjá Máli og menningu árið 2008. Leikstjóri verður Reynir Lyngdal og hefst vinnan við handritið innan tíðar. „Mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt, sér í lagi að Reyn- ir Lyngdal eigi eftir að leikstýra henni. Ég hef þekkt hann lengi og mér finnst hann skemmtilegur,“ segir Gerður Kristný. Bókin, sem er ætluð lesendum frá 11 ára aldri, var valin besta barnabók ársins 2008 af bóksöl- um og er tilnefnd til Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaun- anna árið 2010. Aðspurð segist Gerður hafa séð fyrir sér að bókin gæti hugsanlega hentað sem kvik- mynd. „Hún gerist á myndrænum og skemmtilegum stöðum eins og Hólavallagarði, Fógetagarðinum, gamla Vesturbænum og í Grjóta- þorpi. Þannig að þetta ætti ekki að vera svo flókið og gæti komið vel út í kvikmynd.“ Sjálf vonast hún til að verða stat- isti í myndinni. „Ég vona að ég fái að vera draugur. Ég er viss um að ég get litið út eins og gröftur upp úr gröf. Ég setti þetta samt ekki í smáa letrið,“ segir hún og hlær. Gerður hefur þegar selt til Hollywood kvikmyndaréttinn að bók sinni Myndin af pabba sem fjallar um ævi Thelmu Ásdísar- dóttur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hún verður framleidd. - fb Garðurinn kvikmyndaður DRAUGASAGA KVIKMYNDUÐ Frá vinstri: Valgerður Benedikts- dóttir hjá Réttindastofu Forlagsins, Snorri Þórisson framleiðandi, Reynir Lyngdal, Gerður Kristný og Sigþrúður Gunnarsdóttir, útgáfustjóri barna- og unglingabóka hjá Forlaginu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og leikskáld, verður á meðal þátttakenda í for- keppni Eurovision-söngkeppninnar sem sýnd verður í Sjónvarpinu annað kvöld. Óhætt er að fullyrða að Þórdísi sé margt til lista lagt því hún hefur að undanförnu staðið í ritdeilu við hæstaréttardómarann Jón Steinar Gunn- laugsson. Þórdís Elva mun syngja bakraddir í lagi Steinars Loga Nesheim, Every Word, ásamt bróður sínum, Þórði Gunnari Þorvalds- syni. „Á gamlárskvöld ákváðum við bróð- ir minn að strengja áramótaheit saman sem við mundum efna á þessu ári. Bróðir minn rekur hljóðverið Stúdíó Ljónshjarta og við ákváðum að þetta áramótaheit yrði tónlist- artengt, hann var svo ekkert að tvínóna við hlutina heldur hringir í mig og segir mér að við séum að fara að syngja í Eurovision. Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu, en ég er kona orða minna og verð að standa við þau,“ útskýrir Þórdís Elva sem segist hafa sungið mikið á yngri árum en að söngurinn hafi verið kominn neðarlega á forgangslist- ann hjá henni. Aðspurð segist Þórdís Elva hafa æft sig hæfilega fyrir keppnina og hefur spilað lagið endurtekið í hverri brjóstagjöf, en stutt er síðan hún lá sængurleguna. Þórdís Elva segir vissulega skrítið að fara úr ritdeilu um háalvarleg mál yfir í Eurov- ision. „Mér finnst ég svolítið vera að leika tveimur skjöldum með því að fara úr ritdeil- unni yfir í froðuna, en ég ætla bara að vera samkvæm sjálfri mér. Ég get tekið lífinu hæfilega alvarlega og á sama tíma staðið á mínu gagnvart mönnum í ráðastöðum. Ég skora eiginlega á Jón Steinar hér með að taka sjálfur þátt í Eurovision, hann getur ekki verið minni maður en ég.“ - sm Úr ritdeilu yfir í froðuna KONA ORÐA SINNA Þórdís Elva Bachmann mun syngja bakrödd í lagi Steinars Loga Nesheim í for- keppni Eurovision í Sjónvarpinu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.