Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 32
6 föstudagur 22. janúar ✽ b ak v ið tj öl di n Á meðan Unnur Ösp Stefánsdóttir sýnir á sér óvæntar hliðar í hlutverki hinnar sak- lausu Grétu í Faust æfir eiginmaðurinn, Björn Thors, stíft fyrir metn- aðarfulla uppsetningu á Gerplu, sem verður frum- sýnd í febrúar. Í samtali við Föstudag ræða þau meðal annars um fram- tíðina í leikhúsinu og eft- irminnilegustu hlutverk hinn helmingsins. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason Þ essa dagana væri engin vanþörf á klón- un fyrir hjónin Unni Ösp Stefánsdóttur og Björn Thors. Unnur leikur eitt aðalhlutverkanna í upp- færslu Vesturports á Faust í Borg- arleikhúsinu, sem er um þessar mundir sýnt oft í viku fyrir fullu húsi. Þar að auki leikur hún í Fjöl- skyldunni, sem ekki síður en Faust hefur fengið prýðisdóma og verið sýnt fyrir fullu húsi um nokkurt skeið. Eins og þetta sé ekki nóg standa nú einnig yfir tökur á sjón- varpsþættinum Rétti, sem Unnur leikur í og svo er hún að hefja æf- ingar á Dúfunum í Borgarleikhús- inu. Víkjum þá að Birni. Nú standa yfir sýningar á Brennuvörgunum í Þjóðleikhúsinu, sem Björn leikur eitt aðalhlutverkanna í. Á daginn æfir hann stíft fyrir Gerplu, leik- riti sem byggt er á stórverki Hall- dórs Laxness, í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hittast þau nokkurn tímann, hjónin? „Við mergsjúgum bara þær fáu stundir sem við höfum,“ segir Unnur Ösp, sem er mætt á undan eiginmanninum til fundar- ins. Hann er á æfingu í næsta húsi, í Þjóðleikhúsinu. „Á svona anna- tímum eru gæðastundirnar okkar þegar við erum heima hjá okkur. Kvöld í sófanum og góður matur er algjör lúxus. Þá er enginn hvers- dagsleiki í gangi og maður nýtir samverustundirnar bara betur.“ Sonurinn Dagur fær að vera hjá ömmum sínum og öfum þegar for- eldrarnir eru í leikhúsinu. „Ef við ættum ekki svona hjálpsama og góða foreldra veit ég satt best að segja ekki hvernig ástandið væri. Við höfum verið svo lánsöm að hann hefur ekki þurft að vera í pössun úti um allan bæ, því heim- ili þeirra eru eins og annað heim- ili fyrir hann. Og þótt tarnirn- ar séu langar þá kemur á móti að við erum í löngu fríi á sumrin og á milli sýninga. Þá fer hann minna á leikskólann og er bara að dúlla sér með okkur.“ ÁTÖK Á ÆFINGUM Nú kemur Björn stormandi inn, með glóðarauga á hægra auga. „Bara smá slys á æfingu,“ segir hann og fær sér bita af fisknum sem Unnur hefur pantað fyrir hann, enda ekki nema hálftíma æfingapása og enginn tími til að hanga yfir matseðlinum. Unnur er afslappaðri þetta hádegið, enda í andlegum undirbúningi fyrir átök kvöldsins. Faust er engin venjuleg leik- sýning, enda Vesturport heldur óvenjulegur leikhópur. Sýningin reynir verulega á líkamlega burði leikaranna, ekki síður en leikhæfi- leikana. Það er enda áberandi við bæði Unni og Björn hvað þau eru í góðu líkamlegu formi, lipur og virðast troðfull af orku. Þetta ein- kennir marga þá leikara sem koma að sýningum Vesturports, enda teygir sviðið sig oftar en ekki upp um veggi, ofan í gólf og upp í loft og leikararnir með. Æfingaferlið fyrir Faust snerist því um líkams- rækt, ekki síður en að læra línurn- ar. „Þetta var náttúrlega lúxus fyrir letiblóð eins og mig, sem nennir aldrei í líkamsrækt. Það er erfitt að leggja svona mikið á sig líkamlega uppi á sviði en um leið einfaldar það manni aðgang að tilfinning- um sínum. Með fullri virðingu fyrir raunsæisdrama er það gefandi og mikið kikk að hanga sveittur á hvolfi að tala um að maður sé sjúk- ur í einhvern, tilfinningarnar verða stærri og sannari. Unglingarnir til dæmis elska þetta. Þeim finnast trixin og sjóvið svo skemmtilegt og um leið erum við að kynna heims- bókmenntirnar fyrir nýrri kynslóð. Það að það skuli vera uppselt á tut- tugu sýningar á Faust finnst mér afrek og var alls ekki fyrirséð.“ SPILLTA GÓÐA STELPAN Unnur leikur hina ljúfu og góðu Grétu í sýningunni. Að leika hjartahreina og góða manneskju, reyna að túlka í henni blæbrigð- in og glæða hana lífi segir hún mikla áskorun. Lesendur sem eiga eftir að sjá verkið og vilja ekki láta spilla fyrir sér ættu ekki að lesa næstu setningu: Í verkinu spill- ist hin góða Gréta og drepur meira að segja bróður sinn fyrir ástina. „Þessi sena var ákveðin tveimur dögum fyrir frumsýningu og koll- varpaði karakternum. Það er svo mikið kikk að vinna svona. Þó að frumsýningin sé búin erum við hvergi nærri hætt að þróa verkið. Gísli Örn leikstjóri er svo skapandi og spennandi leikstjóri, hann er stöðugt leitandi og opinn fyrir hug- myndum frá hópnum. Umfram allt er hann þvílíkt inspírerandi og ögr- andi og krefur mann um að gera hluti sem maður hélt kannski að maður gæti ekki. Við ætlum að halda áfram að þróa sýninguna og eigum vonandi eftir að sýna hana um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Unnur æfir verk frá grunni með Vestur- porti, þótt hún hafi verið viðloð- andi hópinn og stokkið inn í sýn- ingar af og til. Meðal annars léku þau Björn í Hamskiptunum í heil- an vetur í Bretlandi. „Ég var him- inlifandi að vera beðin um að vera með, því það er allt annað mál að taka þátt frá upphafi. Og ekki verra að það skyldi vera Faust. Allir hafa skoðun á Faust! Þess vegna kemur mér eiginlega á óvart hvað við höfum fengið jákvæða gagnrýni og viðtökur. Þetta er heilagt verk, mjög flókið og við erum að leika það á einum og hálfum tíma.“ STYTTIST Í FRUMSÝNINGU Björn er ekki með í uppfærslu Vest- urports á Faust. Er ekki pínulítið leiðinlegt að vera ekki með? „Jú, mann langar alltaf að vera með í hópnum þegar maður sér flotta sýningu,“ segir hann. „Og þetta er frábær sýning.“ Hann hefur þó nóg af krefjandi verkefnum til að einbeita sér að sjálfur. Ger- pla á hug hans allan en æft er alla daga fyrir frumsýningu eftir tæpan mánuð. „Það er auðvitað mikið í húfi. Gerpla Laxness byggir á Fóst- VIÐBURÐARÍKASTA ÁR LEIK Besti leikari allra tíma: Meryl Streep og Philip Seymour Hoffman. Eftirlætisleikverk: Hver er hræddur við Virginíu Wolf? eftir Edward Albee og Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín. Land sem þú átt örugg- lega eftir að heimsækja: Langar að ferðast um heimsálfurn- ar Afríku og Suður-Amer- íku. Á það pott- þétt eftir. Leynd perla í Reykjavík: Litla húsið mitt og Kaffi- smiðjan Frakkastíg. Fallegasti staður á Íslandi: Ásbyrgi. Fyrirmynd þín í lífinu: Allir sem láta eitthvað gott af sér leiða, láta drauma sína rætast og reyna að bæta heiminn á einn eða annan hátt. Mörg andlit Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eru ekki bara leikfélagar heldur líka hjón. Þau kunna að bregða sér í hin ýmsu líki, eins og sjá má á fjölbreytilegum hlutverkum sem þau leika um þessar mundir í leikhús- um höfuðborgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Unnur ÖspERTU ORKULAUS? Viltu finna orkubreytingu STRAX! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða. Énaxin total er frábær jurtaformúla með Rhodiolu ásamt dagskammti af vítamínum og steinefnum Þægilegt, aðeins 1 tafla á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.