Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.01.2010, Blaðsíða 56
36 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Linz eirikur@frettabladid.is EM í handbolta: Austurríki-Ísland 37-37 (20-17) Mörk Austurríkis (skot): Konrad Wilczynski 11/3 (17/4), Viktor Szilagyi 9 (13), Roland Schillinger 7 (9), Patrick Fölser 5 (6), Bernd Friede 4 (4), Markus Hojc 1 (2), Vytautas Ziura (1), Lucas Mayer (1), Robert Weber (2). Varin skot: Nikola Marinovic 9 (43/2, 21%), Thomas Bauer 3 (6, 50%). Hraðaupphlaup: 13 (Wilczynski 4, Schillinger 4, Szilagyi 2, Friede 2, Hojc 1). Fiskuð víti: 4 (Szilagyi 2, Sclinger 2). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Íslands (skot): Arnór Atlason 8 (12), Ólafur Stefánsson 7 (9), Róbert Gunnarsson 6 (6), Alex ander Petersson 6 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 6/2 (11/2), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (7). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1 (40/3, 33%), Hreiðar Guðmundsson 6 (16/1, 38%). Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón Valur 4, Arnór 2, Ólafur 2, Alexander 2, Róbert 1). Fiskuð víti: 2 (Guðjón Valur 1, Róbert 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Dinu Sorin-Laurentiu og Din Constan tin, Rúmeníu. Voru með heimadómgæslu af verstu sort. ÚRSLIT HANDBOLTI Guðmundur Guðmundsson sagði líðan sína hræðilega eftir leik Íslands og Aust- urríkis á EM í handbolta í gær. Skyldi engan undra. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Ég er með ónot og tilfinningin er vond og afar óþægileg,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið eftir leik- inn. Þegar tæp mínúta var til leiksloka var Ísland með þriggja marka forystu í leiknum. En þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst Austur- ríkismönnum að jafna leikinn eftir röð ótrú- legra atvika. „Fyrst og fremst verðum við að líta á sjálfa okkur og hvernig við klúðruðum þessu. Við náðum ekki að vinna tíma í vörninni heldur skoruðu þeir strax á okkur,“ sagði Guðmundur. „En svo hjálpar það heldur ekki til þegar dómararnir fara að beita óskiljanlegum regl- um, það er að stoppa tímann í hvert skipti sem Austurríki skorar mark. Það er bara ekki til í handboltareglunum, við vorum ekki einu sinni búnir að ná í boltann í netið þegar þeir ákveða að stoppa tímann. Þetta gerðist tvisvar undir lok leiksins. Þetta var bara skandall.“ Hann sagði ýmislegt hafa gengið upp í sinni leikáætlun og ýmislegt ekki. „Sóknarleikurinn var frábær en varnar- leikurinn ekki nógu góður. Við áttum bara að vinna þennan leik og aftur erum við komnir í sömu stöðu og gegn Serbum í fyrradag. Við vorum með unninn leik í höndunum en bara klúðrum því.“ Hann segir að það sé á valdi þeirra sjálfra að koma í veg fyrir að það gerist. „Það á að vera á okkar valdi. Það erum við sem gerum okkur seka í síðustu sókninni um að halda ekki boltanum lengur. En það má ekki gleyma því að dómarar voru búnir að spara Austurríkismönnum fimmtán sekúndur. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði leikurinn átt að vera búinn.“ Og segir niðurstöðuna slæma fyrir íþróttina sjálfa. „Þetta er því miður það sem fylgir þess- um handbolta. Þetta ætlar að vera viðloðandi þessa íþrótt og menn virðast ekki ætla að ná að koma sér út úr því. Þetta voru geðþóttaákvarð- anir og dómarar beittu þessu bara af því að það hentaði öðru liðinu. Þetta er bara hneyksli − algjört hneyksli.“ - esá Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var langt niðri eftir leikinn gegn Austurríki: Þetta er bara hneyksli − algjört hneyksli ÓSÁTTUR Í LEIKSLOK Guðmundur Guðmundsson í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/LEENA MANHART „Ég klikkaði. Það var það sem gerðist og því fór sem fór,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson eftir jafnteflisleik Íslands og Austurríkis á EM í handbolta í gær. Guðjón Valur fékk línusendingu þegar hálf mínúta var eftir af leiknum í gær og Ísland tveimur mörkum yfir. Skot hans var hins vegar varið og Austurríkismenn náðu með ótrúlegum lokakafla að jafna metin áður en leiktíminn rennur út. „Ég hafði tækifæri til að klára leikinn en gerði það ekki. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn. Ég tek þetta einfaldlega á mig því ég á að gera miklu betur,“ sagði Guðjón Valur. Hann hrósaði Austurríkismönnum fyrir að berjast fyrir sínu í leiknum. „Já, flott hjá þeim. Þeir börðust og gerðu það sem þeir gátu. En gerðum við það? Mér fannst þeir skora mikið af ódýrum mörkum.“ Guðjón Valur sagði einnig að sóknarleikurinn hefði gengið vel enda hafi liðið skorað 37 mörk. En engu að síður eigi margir enn mikið inni. „Arnór Atlason var frábær og Robbi gerði sitt mjög vel. Við hinir vorum ekki eins og við eigum að vera. Mér finnst við eiga mikið inni. Hins vegar var varnarleikurinn ekki nógu góður þó svo að það hafi ekkert komið okkur á óvart hjá þeim.“ Síðasti leikur Íslands í riðlinum er gegn Danmörku á laugardags- kvöldið. Með sigri fer Ísland áfram í milliriðlakeppnina með þrjú stig af fjórum mögulegum. „Það er leikur sem við verðum að vinna. Það er ekkert öðruvísi. Við höfum áður verið á stórmóti og búnir að mála okkur út í horn. Þannig virðist það ætla að vera hjá okkur í þetta skiptið. Það er því eins gott að bretta upp ermarnar og vera klárir þá.“ Arnór Atlason átti, eins og Guðjón Valur sagði, stórleik rétt eins og gegn Serbíu. „Ég er svekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig úr þessum leik því við vorum komnir með þetta. Það er nú sama sagan aftur í þess- um leik og gegn Serbíu í fyrradag. Við áttum að vera löngu búnir að loka þessum leik og koma tveimur stigum í hús. Það eru svo margir samverkandi þættir í lokin sem gera það að verkum að þetta gerðist. Það gekk bókstaflega allt á afturfótunum.“ GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON OG ARNÓR ATLASON: VIÐBRÖGÐ EFTIR LEIKINN GEGN AUSTURRÍKI Ég klikkaði og tek þetta á mig > Ekki bara einum að kenna Róbert Gunnarsson sagði að það væri ekki hægt að kenna einum leikmanni um hvernig fór fyrir íslenska liðinu á lokamínútunum gegn Austurríki í gær. „Við höfum klúðrað þessu í lokin í þessum tveimur leikjum og það er allt liðið sem stendur og fellur með okkar frammistöðu. En við eigum enn séns. Annaðhvort förum við áfram og sýnum þá loksins góðan leik [gegn Dönum á laugar- daginn] eða við förum heim með skottið á milli lappanna eins og einhverjir aumingjar.“ HANDBOLTI Dagur Sigurðsson var vitaskuld hæstánægður með að hafa náð stig i úr leik Austurríkis og Íslands í gær en hann er lands- liðsþjálfari fyrrnefnda liðsins. „Það var stórafrek hjá okkur að ná stigi í þessum riðli,“ sagði Dagur en Austurríki mætir Ser- bíu í síðasta leik. „Leikmenn eru nú að springa úr tilfinningum og nú er að sjá hvort þeir nái að koma sér á jörð- ina í tæka tíð. Ég held þó að Ser- barnir henti okkur ekkert sér- staklega vel. Þeir eru stórir og sterkir og því þurfum við að sjá til.“ - esá Dagur Sigurðsson: Stórafrek að ná stigi í riðlinum HANDBOLTI Ísland er öruggt áfram í milliriðlakeppnina ef leik Aust- urríkis og Serbíu lýkur ekki með jafntefli. Sá leikur fer fram á undan leik Íslands og Danmerkur í Linz á laugardagskvöldið. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli er Ísland engu að síður öruggt áfram svo lengi sem Aust- urríki og Serbía skora ekki fleiri en 36 mörk í sínum leik. Vinni Ísland aftur á móti Dan- mörku skipta úrslit hins leiksins vitanlega engu máli − Ísland er þá komið áfram með þrjú stig í milli- riðlakeppnina. Danmörk yrði þá með tvö stig og sigurvegari leiks Austurríkis og Serbíu eitt. Aust- urríki dugar þó alltaf jafntefli í þeim leik til að komast áfram. - esá Möguleikar Íslands: Viljum ekki jafntefli EINS OG SIGUR Dagur Sigurðsson, þjálf- ari Austurríkismanna. FRÉTTABLAÐIÐ/LEENA MANHART HANDBOLTI Hafi jafnteflið við Serbíu á mánu- dagskvöldið verið handboltaáhugamönnum á Íslandi erfitt jafnast það ekkert á við ótrúlega lokamínútu í leik Íslands gegn Austurríki á EM í handbolta í Linz í gær. Þá skoraði Aust- urríki þrjú mörk á 50 síðustu sekúndum leiks- ins og tryggði sér þar með jafntefli, 37-37. Eins og sést í meðfylgjandi töflu var atburðarásin lygileg. En það var fleira sem kom til. Rúmensku dómararnir spiluðu stórt hlutverk og gáfu Austurríkismönnum dýr- mætar sekúndur með því að stöðva leiktím- ann eftir að þeir skoruðu tvö marka sinna á lokamínútunni. Reyndar var frammistaða dómaranna í leiknum öllum sorglega léleg. Ekki féllu allir dómar með Austurríkismönn- um en yfirleitt hallaði verulega á íslensku strákana. En þrátt fyrir það voru strákarnir búnir að koma sér í góða stöðu. Snorri Steinn Guð- jónsson kom Íslandi í þriggja marka forystu með marki þegar tæp mínúta var til leiks- loka og héldu þá flestir að íslenski sigurinn væri tryggður. Meira að segja áhorfendur á leiknum, sem höfðu stutt sína menn dyggi- lega allan leikinn, voru búnir að sætta sig við tap. En ekki Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans. Þeir, rétt eins og í öllum leiknum, gáfust einfaldlega ekki upp. Liðin skiptust á að vera með forystu nán- ast allan leikinn. Útlitið var svart þegar að Austurríki komst í 13-10 forystu þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá sýndi liðið hversu brothætt það getur verið. En Guðmundur Guðmundsson landsþjálf- ari tók þá leikhlé og þá sýndi liðið allt aðra og betri hlið á sér. Liðið skoraði tíu af síðustu fjórtán mörkum hálfleiksins og átti þar með möguleika á að gera út um leikinn snemma í síðari hálfleik. Það tók þó ekki nema um tíu mínútur fyrir Austurríkismenn að jafna metin. Aðrar sjö til að komast yfir. En þá tók Ísland aftur völdin og kom sér í góða stöðu í upphafi lokamínútu leiksins. Þá hrundi allt. Sóknarleikurinn var oftast góður í gær og þá enginn betri en Arnór Atlason sem hefur einfaldlega verið besti leikmaður Íslands í báðum leikjum liðsins til þessa. Að sama skapi vantaði mikið upp á varnarleikinn í kvöld, sérstaklega þegar mest lá við. Oft hefur verið rætt um að breiddin í íslenska liðinu hafi sjaldan verið betri. Það er þó ekki að sjá á tölfræðinni. Af útileikmönn- unum fengu aðeins þrír tækifæri sem voru ekki í byrjunarliðinu og það í aðeins tíu mín- útur samtals. Það er vissulega gott að eiga menn inni fyrir síðari stig mótsins en það er þó til lítils ef Ísland kemst ekki áfram upp úr riðlakeppninni. Það er því allt undir leiknum gegn Dönum á morgun komið. Vinni Ísland fer það áfram til Vínarborgar með flest stig allra úr riðlinum í Linz. Tapi liðið þarf það að treysta á úrslit hins leiksins í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast áfram og þá aðeins með eitt stig. LYGILEG LOKAMÍNÚTA Í LINZ Lokamínútan í leik Austurríkis og Íslands á EM í handbolta verður greypt í minni handboltaáhugamanna um ókomna tíð. Þá tókst Austurríki að vinna upp þriggja marka forskot Íslands á tæpri einni mínútu. ÓLÝSANLEGT SVEKKELSI Í LEIKSLOK Íslensku strákarnir áttu eins og öll íslenska þjóðin erfitt með að skilja hvernig þeir fóru af því missa niður þriggja marka forskot á einni mínútu. FRÉTTABLAÐIÐ/LEENA MANHART ÓTRÚLEG LOKAMÍNÚTA 59 sekúndur eftir Snorri Steinn skorar 37-34 50 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-35 30 sekúndur eftir Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni. 23 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-36 11 sekúndur eftir Ólafur fær dæmd á sig skref 7 sekúndur eftir Austurríki skorar 37-37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.