Samtíðin - 01.10.1965, Qupperneq 13

Samtíðin - 01.10.1965, Qupperneq 13
SAMTIÐIN 9 hverju heldurðu, að ég verði þá fyrir? Að þessi nýja tengdadóttir mín lýgur að mér í tíma og ótíma til að breiða vfir ófullkomleika sinn. Hvað á ég að gera, Freyja min? SVAR: Ég mundi í þinum sporum reyna að umbera þetta með þögn og þol- inmæði. Vonandi lagast þetta með hana tengdadóttur þína. Ef þið eruð góð og nærgætin við hana, þarf hún miklu síð- ur að vera að reyna til að skreyta sig með fölskum fjöðrum, eins og hún hef- ur sjálfsagt gert í háa herrans tið. Það ei', eins og þú sjálfsagt veizt, til lítils að reyna að siða fullorðið fólk. En hlýlegt viðmót og gott fordæmi gera oft krafta- verk í sambúð fólks. ★ Bíðið þið bara TVEIR fermingardrengir skrifa: Við erum mikið með tveimur stelpum, sem eru jafnöldrur okkai', en þær fást alls ekki til að kyssa okkur, og það þvkir okkur nú skrambi hart. Hvað eigum við að gera? SVAR: Ríðið þið bara, drengir góðir. 14 ára telpur eru vanar að skipta um skoðun, i seinasta lagi eftir 2—3 ár. Hver veit, nenxa ykkur hafi þá líka snúizt hugur? ★Kjörréttur mánaðarins Hrátt grænmeti með matarolíu. Lambakótelettur með soðnum kartöfl- um og belgbaunum. — Hvítkál, gulræt- Ur og gulrófur eru rifnar livert i sinu lagi. Síðan er jxessu raðað á fat ásamt niðursneiddum tómötum og agúrku. 3— 4 msk. af matarolíu og 1—2 msk. af ávaxtaediki, allt eftir magni grænmetis- ins, er hrært vel saman ásamt örlitlu salti og hellt yfir grænmetið á fatinu. Heilliveitibrauð borðist með. Lambakóteletturnar eru þurrkaðar og Nýjasta Parísargreiðslan þynntar út með hnefanum. Síðan eru þær saltaðar og steiktar annaðhvort í smjöri eða olíu. Því næst eru þær settar á fat ásamt soðnum kartöflum. Belg- baunirnar eru látnar vera í bleyti 1 klst., áður en þær eru soðnar i 5—10 mín., allt eftir stærð þeirra. Þá er soðinu hellt af þeim og þær látnar aftur yfir hita, og smjöi’hiti látinn bráðna ofan á þeim. Bei'ist fram í skál. EFTIRMATUR: Bláber með rjóma og súrmjólk. — 1 peli af í'jóma er þeyttur með 5 msk. af syki'i (ekki stífþeyttur) og honum blandað saman við 1 pela af súr- mjólk. I þetta eru síðan látin bláber eft- ir vild. Berist fram í glösum, skreytt berjum. Höfum ávallt fyrirliggjandi: Peysur úr góðri ull. PEYSAN s.f. Belholti 6, — Sími 37713.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.