Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 2
2 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 ANDLÁT Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lést á heimili sínu í gærmorgun, 81 árs að aldri. Hann fæddist í Reykja- vík 22. júní 1928, sonur Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formanns Framsókn- arflokksins, og Vigdísar Oddnýj- ar Steingrímsdóttur, eiginkonu hans. Steingrímur stundaði nám í raf- magnsverkfræði við bandaríska háskóla og lauk M.Sc.-prófi frá Caltech í Pasadena í Kaliforníu árið 1952. Steingrímur sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn frá 1971- 1994. Hann varð dóms- og kirkju- málaráðherra frá 1978-1979, sjáv- arútvegs- og samgönguráðherra frá 1980-1983, forsætisráðherra frá 1983-1987 og aftur frá 1988- 1991 en utanríkisráðherra frá 1987-1988. Hann var formaður Framsóknarflokksins frá 1979- 1994. Eftirlifandi eiginkona Stein- gríms er Edda Guðmundsdóttir. Meðal sex barna hans er Guðmund- ur Steingrímsson, alþingismaður Framsóknarflokksins. Ólafur Ragnar Grímsson for- seti sendi frá sér samúðarkveðj- ur í gær og minntist kynna þeirra Steingríms þegar þeir voru sam- herjar í ríkisstjórn. Hann sagði það hafa verið forréttindi að hafa fylgst með Steingrími í forsætis- ráðherrastól og að hans verði lengi minnst sem hugsjónamanns sem helgaði Íslandi krafta sína. - pg Fyrrverandi forsætisráðherra fellur frá, 81 árs að aldri: Steingrímur Hermannsson látinn STEINGRÍMUR HERMANNSSON Fæddist í Reykjavík 22. júní 1928. BANDARÍKIN Barack Obama Banda- ríkjaforseti kynnti í gær fjárlög sem miða við að minnka fjárlaga- halla Bandaríkj- anna um helm- ing á næstu fimm árum, að því er Financi- al Times greinir frá. Í ár stefnir í methalla upp á 1.556 milljarða dala. Upphæðin nemur yfir 199 þúsund millj- örðum króna. Á næstu árum á svo að hefja samdrátt. „Við erum að reyna við mjúka lendingu í fjárlagaferlinum,“ er haft eftir Peter Orszag, fram- kvæmdastjóra fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Samkvæmt fjárlögunum nemur halli á þessu ári 10,6 prósentum af landsfram- leiðslu, en verður 3,9 prósent 2014 og 2015. - óká Obama Bandaríkjaforseti: Kynnir fjárlög með methalla BARACK OBAMA STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, er bjartsýnn á að sest verði að samningaborðinu að nýju með Bret- um og Hollendingum vegna Icesave. Hann telur þó nauðsynlegt fyrsta skref að Íslendingar fái sér til ráðslags utanaðkomandi sérfræðinga. Hann seg- ist bjartsýnn á samstöðu innanlands, þótt fortíðin gæti þvælst fyrir. „Já, ég er það nú, vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur þetta að snúast um að ná sem hagstæðustum samningum fyrir Ísland. Menn hljóta að geta verið sammála um það. Auðvitað getur pólitíkin hér heima flækst fyrir og fortíð málsins gæti truflað.“ Sigmundur Davíð segist gera ráð fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslunni, enda sé allsendis óvíst að heim- ild sé fyrir því að hætta við hana. Hann segir mik- ilvægt að fá sérfræðinga í málið, það megi ekki vera eingöngu á borði stjórnmálamanna. „Síðast þegar ég vissi var það frágengið hver ætti að vera milligöngumaður.“ Spurður hvort samstaða geti náðst um að Íslend- ingar greiði lágmarkstryggingu, nokkuð sem Bret- ar og Hollendingar hafa lagt ríka áherslu á, segist hann telja að þrotabú bankans geti staðið undir því. „Við höfum hins vegar ekki verið tilbúnir til að viðurkenna lagalega skyldu til greiðslu.“ - kóp Framsóknarflokkurinn viðurkennir ekki lagalega skyldu til greiðslu vegna Icesave: Er bjartsýnn á nýjar viðræður SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Vill erlenda sérfræðinga til ráðslags við Íslendinga svo málið verði ekki í fangi stjórn- málamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Nú hafa 55 ríki staðfest að þau muni draga saman í losun gróðurhúsaloftteg- unda fyrir árið 2020. Ríkin bera ábyrgð á 78 prósent af allri losun lofttegundanna. Þetta er liður í eftirmálum loftslagsráðstefnunnar í Kaup- mannahöfn, sem haldin var í desember. „Skuldbinding leið- toga heims til að takast á við loftslagsvandann er nú staðfest,“ sagði Yvo de Boer, framkvæmda- stjóri loftslagsmála hjá Samein- uðu þjóðunum, í gær. Hann segir frekari aðgerða þörf til að takast á við vandann. „En ég sé þetta sem skýr merki um viljann til að leiða samningaviðræður til far- sælla lykta.“ Næstu viðræður eru fyrirhugaðar í Bonn í maí. - kóp Loftslagsráðstefnan: Ríki heita sam- drætti í losun FJÁRMÁL Arnold Schilder, sem var yfirmaður innra eftirlits hjá hol- lenska seðlabankanum, segir að Íslendingar hafi logið blákalt að Hollendingum til að fegra stöðu íslensku bankanna. Þeir hefðu haldið þessu fram jafnvel eftir fall bandaríska bankans Lehman Brothers. Yfirmenn íslenska seðlabank- ans hefðu fullvissað hann og bankastjóra hollenska seðla- bankans um að Landsbankinn stæði traustum fótum, þegar þeir viðruðu áhyggjur vegna Icesave. Ekki væri nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af bankanum. - kóp Hollenskur bankamaður: Íslendingar lugu að okkur STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin nýtur stuðnings helmings kjósenda, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Það er meira en í síðasta þjóðarpúlsi, þegar um 46 prósent studdu ríkisstjórnina. Sjálfstæð- isflokkurinn nýtur mests fylg- is, 32,3 prósent hyggjast styðja hann. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi. Stjórnarflokkarnir njóta sama fylgis, 25,1 prósent hyggst kjósa Vinstri græn en 25 prósent Sam- fylkingu. Þá mælist Framsókn- arflokkurinn með 13,2 prósenta fylgi. Athygli vekur að 10 prósent aðspurðra hyggjast skila auðu í næstu kosningum og álíka marg- ir tóku ekki afstöðu. - kóp Ný könnun Gallup: Helmingur styður stjórnina Ferja föst í ís í sex tíma Finnsk ferja með 850 farþega inn- anborðs á leið yfir Kirjálabotn sat föst í ís í sex klukkustundir áður en hægt var að halda áfram ferðinni frá Helsinki til Tallin í Eistlandi. Ekki urðu skemmdir eða meiðsli á fólki. FINNLAND SPURNING DAGSINS Sigurgeir, er ástandið ekki nógu dapurt þótt við förum ekki að leggjast í blús líka? „Blúsinn gefur öllum lífsfyllingu og bjartsýni sem á hlýða.“ Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og meðlimur Blúsþrjóta, tók í gærkvöld þátt í tónleikum Blúsfélags Reykjavíkur til að safna fé til hjálparstarfsins á Haítí. EFNAHAGSMÁL Ef tekið er tillit til mismunandi verðlags eru laun á Íslandi í mörgum tilvikum nær meðaltali Evrópusambandsríkj- anna 27 og eru í sumum tilvikum jafnvel lægri. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands sem greinir frá launakönnun Hagstofu Evrópusambandsins. Í evrum reiknað voru laun á Íslandi með þeim hæstu í Evrópu á árinu 2006. „Vinnutími er að jafn- aði langur á Íslandi miðað við ríki Evrópusambandsins og er hlut- fall yfirvinnu hærra á Íslandi en í nokkru öðru landi sem könnunin nær til. ,“ segir Hagstofan. - gar Verðlag dregur Ísland niður: Laun á Íslandi í meðallagi ESB DÓMSMÁL Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. „Kolbrún Sævarsdóttir sak- sóknari bauð mér að sektarkraf- an yrði felld niður gegn því að við létum hana hafa nöfn heimildar- manna okkar. Það kom auðvit- að ekki til greina,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Kolbrún staðfestir að hún hafi boðist til að falla frá því að setja fram sektarkröfuna ef Óskar upp- lýsti um heimildarmenn Stöðvar 2. Þetta hafi hún sagt þegar Óskar hringdi í hana eftir að hún óskaði eftir upptökum af fréttum um málið. „Ég sagði að þá myndi ég ekki gera þessa kröfu. En ég veit að sjálfsögðu ekki hvað dómarinn myndi gera því samkvæmt lögum getur hann lagt á réttarfarssektir að eigin frumkvæði.“ Óskar hafði kært úrskurð dóm- ara um að þinghaldið yrði lokað en Hæstiréttur vísaði kærunni frá. Ljóst er að upplýsingar frétta- stofunnar úr þinghaldinu eru frá einhverjum sem var viðstaddur. Aðspurð hvort reyna eigi að finna þann sem upplýsti Stöð 2 um það sem fram fór í héraðsdómi segir Kolbrún það vera í vinnslu. „En ég veit ekki hvort það skili árangri. Ef fréttamennirnir upplýsa ekki um sína heimildarmenn er auðvit- að mjög erfitt að rannsaka það,“ svarar hún. Óskar Hrafn viðurkennir að Stöð 2 hafi brotið gegn lögunum. „En það var óviljandi gert og við munum að sjálfsögðu greiða þá sekt sem við kunnum að verða dæmdir í. Hins vegar velti ég fyrir mér ástæðunni fyrir þess- um málarekstri gegn okkur. Við birtum frétt af framburði stúlk- unnar á þriðjudagskvöld án þess að athugasemdir væru gerðar við það. Á miðvikudagskvöldið birtum við síðan frétt um að þinghaldinu hafi verið frestað að kröfu sak- sóknarans vegna galla í sönnun- arfærslu hans. Strax morguninn eftir kom þessi sektarkrafa fram. Það skyldi þó ekki vera að sært stolt saksóknarans vegi þyngra í þessu máli heldur en umhyggja hennar fyrir 11. grein laga um meðferð sakamála?“ segir Óskar. Kolbrún vísar á bug fullyrðing- um Óskars um sært stolt. „Þetta finnst mér ómálefnalegt. Ég er einfaldlega að vinna mína vinnu,“ segir saksóknarinn sem bætir við að eftirleiðis muni annar sak- sóknari við embættið fylgja sektarmál- inu eftir. gar@frettabladid.is Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt Saksóknari hjá ríkissaksóknara bauð fréttastjóra Stöðvar 2 að hætta við kröfu um réttarfarssekt á fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar gegn því að hann nefndi heimildarmenn um trúnaðarupplýsingar úr lokuðu þinghaldi í mansalsmáli. ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Fréttastjóri Stöðvar 2 segist velta fyrir sér hvort saksóknari reki mál gegn fréttastofunni vegna særðs stolts eftir fréttir af mistökum í sönnunarfærslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KOLBRÚN SÆVARS- DÓTTIR Saksóknari segir vangaveltur um sært stolt hennar ómálefnalegar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.