Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 7heilsa ● fréttablaðið ● Ríkisstjórn Bretlands hefur sett sér það markmið að fækka reyk- ingamönnum þar í landi um helm- ing næstu tíu árin. Þeim hefur fækkað um þriðjung síðastliðinn áratug og eru nú 21 prósent þjóð- arinnar. Ríkisstjórnin mun meðal annars láta fjarlægja auglýsingar af sígarettupökkum, banna sígar- ettusjálfsala og koma í veg fyrir að unglingar byrji að reykja með því að sporna við ólöglegum innflutn- ingi á ódýrum sígarettum. „Við erum komin svo vel á veg og munum komast enn lengra. Ein- hvern tíma, í ekkert allt of fjar- lægri framtíð, munum við horfa til baka og eiga erfitt með að skilja hvers vegna fólki datt í hug að reykja,“ segir heilbrigðisráðherr- ann Andy Burnham. -ve Reykingafólki fækkar Markmið bresku ríkisstjórnarinnar er að fækka reykingamönnum um helming næstu tíu árin. NORDICPHOTOS/GETTY Josy Zareen danskennari kennir burlesque-dans í Happy Eyes Dance Studio í Faxafeni. Hún lærði dansinn í London og segir hann vera skemmtilega blöndu af djassballett, can can og steppdansi. Burlesque-dans hefur bæst við þá flóru líkamsræktarnámskeiða sem í boði eru fyrir konur. Happy Eyes Studio í Faxafeni býður upp á námskeið í Pole Fitness, súlu- dansi og nú einnig burlesque- dansi Josy Zareen danskennari hefur kennt burlesque-dans í um átta mánuði og segir hún námskeiðið mjög vinsælt. „Ég sá þetta dans- form fyrst í Bretlandi og heill- aðist af því. Ég fór svo og lærði þetta í Pineapple Studio í London, en þar var haldið sérstakt nám- skeið sem var aðeins ætlað dans- kennurum. Þessi dans er mjög vinsæll í Bretlandi og þar er heilt samfélag fólks sem hittist reglu- lega og klæðir sig upp í þessum stíl og dansar,“ útskýrir Jocy. Hún segir þá tegund af bur- lesque sem hún kenni vera klass- íska og ekki jafn djarfa og nútíma burlesque í anda Ditu Von Teese. „Þetta er eins og stökk aftur í tím- ann. Við blöndum saman can can- dansi, steppdansi, djassballett og sækjum innblástur til fjórða og fimmta áratugarins. Þetta gengur mikið út á það að bera sig vel og konurnar læra meðal annars að ganga í háum hælum, dansa á stól- um og dansa með fjaðrir.“ Nám- skeiðið er sérstaklega vinsælt hjá konum sem komnar eru yfir þrítugt og segist Josy oft hafa tekið eftir breyt- ingum í fari þeirra sem sótt hafa nám- skeiðið. „Ég hef tekið eftir því að sumar þeirra breyt- ast eftir því sem líður á nám- skeiðið. Þær verða mun öruggari með sjálfar sig og eru óhrædd- ari við að mála sig og sýna vöxt sinn. Þær hafa líka mjög gaman af þessu og þeim finnst þetta skemmtilegra eftir því sem þær læra meira. Sumar hafa minnst á það að þeim líði eins og fyrir- sætum á meðan þær dansa.“ Í lok námskeiðsins hafa konurnar lært heila dansrútínu sem þær dansa í fullum skrúða í síðasta tíman- um hjá Josy. Námskeiðið er kennt tvisv- ar í viku og er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vefsíðunni www.happyeyes.is. - sm Burlesque-dans styrkir sjálfsmynd Dita Von Teese baðar sig meðal annars upp úr stærðarinnar kampavínsglasi á danssýningu sinni. Dansinn sem Josy kennir er þó ekki eins djarfur og Dita er vön að dansa. Josy Zareen danskennari kennir Burlesque-dans. HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Ráðningarþjónusta RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Leitar þú að starfsmanni? HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Sérskrifaður hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Ekkert staðfestingargjald Við leggjum áherslu á að rækta árangursríkt og ánægjulegt langtímasamband við viðskiptavini okkar og því greiðir þú ekkert ef ekki verður af ráðningu. Fjöldi hæfra umsækjenda Fjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Fjölbreyttar þjónustuleiðir Í boði eru fjölbreyttar þjónustuleiðir sniðnar að þörfum og væntingum viðskiptavina okkar. Þú finnur lausnina hjá okkur. Reynsla og þekking Hjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verð Bjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.