Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 28
 2. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa Nýleg rannsókn bendir til að börn sem eru jafnvíg á báðar hendur séu allt að helmingi líklegri en önnur börn til að kljást við athygl- isbrest með ofvirkni. Vísindamenn við Imperial Coll- ege í London framkvæmdu rann- sóknina á átta þúsund börnum til að kanna hvort tengsl væru á milli fyrrgreindra þátta, en því hefur áður verið haldið fram að börn sem eru jafnvíg á báðar hendur glími til dæmis frekar við þætti eins og lesblindu. Rannsóknin sýndi að stór hluti þeirra barna sem voru jafnvíg á báðar hendur átti við námsörðug- leika að stríða. Meðal annars áttu þau erfiðara með að læra tungu- mál og voru helmingi líklegri en rétthent skólasystkini þeirra til að kljást við athyglisbrest með of- virkni. Orsökina rekja vísindamenn til starfssemi heilans. Þeim þykir þó full ástæða til að benda á að ekki hafi nærri öll barnanna sem eru jafnvíg á báðar hendur glímt við vandamál af þessu tagi. - rve Glíma frekar við athyglisbrest Grunnskólabörn sem eru jafnvíg á báðar hendur eru líklegri en skólasystkini þeirra til að glíma við námsörðugleika. AFP/NORDICPHOTOS Bandaríska vefsíðan healthnews. com birti nýlega lista yfir þau krydd sem talið er heilsusamleg- ast að nota í eldamennskuna. Jafn- framt var mælt með að fólk reyndi að bæta jurtakryddi í alla fæðu. Það hefði þá jafnvel kryddstauk með sér að heiman og setti krydd- ið á skyndibitann, vegna þess að skyndibiti og önnur tilbúin fæða er yfirleitt án jurtakrydds. Bæði kæmi kryddið í veg fyrir bjúgmyndun og þembu og minnk- uðu naslþörf til muna. Þær kryddtegundir sem telj- ast hvað heilsusamlegastar segir healthnews.com vera rósmarín, basil, kúmen og salvíu. Af öðru kryddi sem komst á listann má nefna oreganó og túrmerík. - jma Hollustu kryddin Rósmarín þykir meinhollt krydd. ● STÓRMARKAÐUR FYRIR KANNABISRÆKTENDUR Í fjórtán hundruð fermetra verslunarhúsnæði í Oakland í Bandaríkjunum hefur verslunin iGrow verið opnuð. Þar verður hægt að kaupa allt sem viðkemur framleiðslu á grasi eða kannabis til læknisfræðilegra nota. Í iGrow er ekki aðeins hægt að kaupa tækin sem þarf til framleiðsl- unnar, á borð við áburð, vökvunartæki, ljós og viftur, heldur geta viðskiptavinir einnig fengið leiðbeiningar um notkun, uppsetningu og viðhald tækjanna. Að auki er læknir á staðnum sem getur útvegað svo- kallað kannabiskort sem þarf til að fá leyfi til að rækta kannabisplöntur. Uppátækið virðist ekki mjög umdeilt í Oakland enda mættu nokkrir fulltrúar úr borgarráði á opnunina auk leiðtoga kannabisiðnaðarins í Oakland en borgin er orðin þekkt fyrir baráttu fyrir notkun maríjúana í lækningaskyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.