Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 18
 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 Björg er lífeðlisfræðingur og með henni í hinum nýstofnaða áhuga- hópi um rétta klukku er fagfólk á geðdeild Landspítalans. En hvað er átt við með réttri klukku? „Við teljum að klukkan á Íslandi sé of fljót og þess gæti sérstak- lega að vetrinum. Hér var til siðs að seinka klukkunni á haustin þar til árið 1968 að „sumartím- inn“ var látinn halda sér allt árið. Fyrir bragðið er fólk að vakna hér í niðamyrkri mánuðum saman og margir eiga erfitt með það, ekki síst skólafólkið.“ Björg segir nýlegar rannsóknir í Þýskalandi benda til að sólargang- urinn hafi áhrif á svefntíma fólks. „Þrátt fyrir að sami staðartími sé í öllu Þýskalandi fara þeir sem búa vestast í landinu seinna að sofa en þeir sem búa austast,“ segir hún og upplýsir að þó að breiddar- baugarnir auki á andstæður birtu og myrkurs hér á norðurslóðum þá séu það lengdarbaugarnir sem mestu máli skipti. „Við Íslending- ar erum með klukkuna stillta eins og við séum við 0 gráðu lengdar- bauginn en erum í raun milli 13. og 22. gráðu vestur. Sólin er í hádeg- isstað klukkan tólf í Bretlandi en hér á höfuðborgarsvæðinu ekki fyrr en hálf tvö. Þetta þýðir að ef við förum á fætur klukkan sjö að morgni þá erum við í raun að rífa okkur upp klukkan hálf sex, sam- kvæmt réttri klukku.“ Björg telur sennilegt að of lít- inn svefn margra barna og ung- menna megi rekja til þessa mis- ræmis. „Unglingnum veitist erfitt að fara snemma að sofa á kvöld- in og vakna snemma því líkaminn tekur mið af öðrum skilaboðum en klukkunni á veggnum. Þetta skap- ar stöðuga togstreitu. Hann hefur ekkert svigrúm að morgni og verð- ur að mæta í skólann. Því er það svo að fjöldi ungmenna fær ónógan svefn. Mér er líka illskiljanlegt af hverju er ekki hægt að byrja skóla- daginn klukkan níu nú þegar skól- arnir eru orðnir einsetnir. Skólinn er oft búinn klukkan tvö til hálf þrjú, af hverju er ekki hægt að hafa hann til þrjú, hálf fjögur?“ Þegar Björgu er bent á að við höfum birtuna lengur fram eftir dögum þegar klukkan sé fljót segir hún ákveðin: „Já, en morgunbirtan er margfalt dýrmætari til að halda reglulegum svefn ryþma. Það er svo mikilvægt að fara út í birtuna á morgnana og nýta hana þegar hún er mest. Því eru alls konar rök sem mæla með því að hugleiða þessar breytingar á klukkunni hér og miða hana við gang sólarinnar.“ gun@frettabladid.is Ættum að miða klukk- una við gang sólarinnar Stafar morgunleti af því að vísarnir á klukkunni eru ekki í samræmi við sólarganginn? Áhugahópur um „rétta klukku“ hefur verið stofnaður. Björg Þorleifsdóttir, lektor við HÍ, er í honum. „Unglingnum veitist erfitt að fara snemma að sofa á kvöldin og vakna snemma því líkaminn tekur mið af öðrum skilaboðum en klukkunni á veggnum. Þetta skapar stöðuga togstreitu,“ segir Björg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TANNVERNDARVIKAN stendur nú yfir. Að þessu sinni er kastljósinu beint að tannheilsu barna en sýnt hefur verið fram á að tannheilsa barna á Íslandi er verri en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. www.lydheilsustod.is Hundrað og tíu heilbrigðir full- orðnir einstaklingar tóku þátt í rannsókninni sem birt var í tíma- ritinu Sleep. Þeir gengu í gegn- um nokkrar mismunandi svefn- rútínur við mismunandi aðstæð- ur. Fyrstu nóttina kom í ljós nokkur munur á svefntíma. Fólk á aldrinum 20 til 30 ára svaf í um það bil 7,2 tíma, þeir sem voru 40 til 55 ára sváfu í 6,8 tíma að meðaltali og fólk á aldr- inum 66 til 83 ára svaf í um 6,5 tíma. Tíminn sem elsti hópurinn dvaldi í djúpum svefni var einn- ig minni en hjá yngra fólki. Rann- sakendurnir mældu syfju fólks- ins yfir daginn með því að láta það leggja sig. Að meðaltali tók það yngsta hópinn um 8,7 mín- útur að sofna, miðhópinn 11,7 en elsta hópinn tók það 14,2 mínút- ur að sofna yfir miðjan daginn. Eldri sofa minna EFTIR ÞVÍ SEM FÓLK ELDIST ÞARF ÞAÐ MINNI SVEFN. ÞETTA KEMUR FRAM Í NÝRRI BRESKRI RANN- SÓKN. 3. feb Skemmtileg og auðveld leið að heilbrigðum lífsstíl Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi og Trausti Eysteinsson lífsstílsráðgjafi 6. feb Hláturjóga Hlíf Kristjánsdóttir nuddari 8. feb Hvað er málið með aukakílóin? Matti Oswald heilsufræðingur 15. feb Hristum og Hrærum Auður I Konráðsdóttir heilsukokkur 17. feb Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 24. feb Matreiðslunámskeið Auður I Konráðsdóttir heilsukokkurwww.madurlifandi.is Fyrirlestrar hjá Maður Lifandi í febrúar S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s • opnar orkuflæði • slökun • losar um spennu og kvíða • dregur úr verkjum • styrkir líkamann • o.fl. Ta i c h i f y r i r l í k a m a o g s á l Hópa- og einkatímar fyrir byrjendur og lengra komna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.