Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun NERVIDIX Segðu BLESS við taugaóróa og stress. Upplifðu innri frið og skýrari fókus – 100% náttúruleg formúla. 3.603 kr. 2.882 kr. Gildir til 19. febrúar 20% verðlækkun DEPRIDIX Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu. Finndu lífsorkuna á ný – 100% náttúruleg formúla. 3.603 kr. 2.882 kr. 20% verðlækkun ENERGIX Segðu BLESS við orkuleysi. Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna – 100% náttúruleg formúla. 3.603 kr. 2.882 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 89 96 0 1/ 10 Komdu og skoðaðu það nýjasta í hönnun og tækni heyrnartækja. Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur verður með fyrirlestur: Hvað ræður vali heyrnartækja? Fyrirlesturinn verður haldinn kl 11:00 , 14:00 og 17:00 Gestum fyrirlestranna er boðið upp á að skrá sig í fría heyrnarmælingu Opið hús verður í dag 2. febrúar hjá Heyrn í Hlíðasmára 11. Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.is Tímapantanir 534 9600 * Heyrnarþjónusta * Heyrnarvernd * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Ellisif K. Björnsdóttir heyrnar fræðingur with Surround sound „Markmiðið er að upplýsa for- eldra og aðra aðstandendur barna um hvernig hægt er að huga að heilsu barnanna og hindra að þau þyngist of mikið,“ segir Hrund Scheving Sigurðardóttir lýð- heilsufræðingur sem hefur opnað nýja vefsíðu, Léttari æska fyrir barnið þitt, á slóðinni www.lett- ariaeska.is. Vefsíðan er hluti af meistara- verkefni Hrundar í lýðheilsu- fræðum við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykja- vík. Hún segir brýna þörf á upp- lýsingaveitu sem þessari hafa ráðið því að hún ákvað að ráðast í gerð vefsíðunnar. „Það er sannað mál að lífsstíll barna litast af lífsstíl foreldr- anna. Til dæmis eru 70 prósent meiri líkur á að börn sem stríða við offitu eigi foreldra sem eru báðir yfir kjörþyngd. Eins er lík- legra að foreldrar, sem hugsa um heilsuna, passi betur upp á börnin sín. Þess vegna þurfa foreldrar og aðrir aðstandendur að hafa gott aðgengi að upplýsingum um áhrif hreyfingar og mataræðis.“ Hrund segir offitu barna vax- andi vandamál á Vesturlöndum. „Ofþyngd og offita hefur aukist mikið í Evrópu síðustu áratugi og Ísland er þar engin undan- tekning. Til marks um það kveð- ur Lýðheilsustöð 22 prósent allra níu ára barna of þung eða feit hér- lendis,“ bendir hún á og bætir við að þessi tala sé í hærri kantinum miðað við nágrannalöndin. Óhollara mataræði og minni hreyfing eru helstu orsakir fyrr- greindrar aukningar að mati Hrundar. „Freistingarnar eru fleiri, sykurneysla meiri og með tilkomu sjónvarps og tölva hreyfa börn sig mun minna en áður,“ segir hún. Hafi foreldrar áhyggjur af því að börn þeirra séu orðin eða á góðri leið með að verða of þung segir Hrund hægt að fá úr því skorið á vefsíðunni. „Þar er ein- faldlega hægt að reikna það út með viðmiðunum frá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni,“ útskýr- ir hún. „Þá kemur sér vel að hafa aðgengi að þessum upplýsingum, þar á meðal matar- og hreyfidag- bók sem auðveldar foreldrum að skipuleggja, annaðhvort með eða án aðstoðar barna sinna, reglu- lega hreyfingu þeirra og matar- venjur. Þannig er hægt að stemma stigu við þessari þróun og stuðla að betri heilsu og bættari lífsstíl barnanna,“ segir hún. roald@frettabladid.is Hugað að heilsu barna Hrund Scheving Sigurðardóttir lýðheilsufræðingur hefur opnað vef sem hefur að geyma upplýsingar, ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir að þau verði of þung. Hrund segir mikilvægt fyrir foreldra að hafa lágmarksþekkingu á næringargildi matar. Hún tekur sem dæmi að hamborgari, franskar, kokkteilsósa og gos innihaldi jafn margar hitaeiningar og tvær brauðsneiðar með hollu áleggi, skyr, ávaxtadrykkur, sóda- vatn og skál full af grænmeti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓGANÁMSKEIÐ FYRIR KARLA er nýjung sem Rope Yoga-setrið í Engjateigi býður upp á. Sérstaklega er tekið á stirðleika, orkustyrk og úthaldi. www.ropeyogasetrid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.