Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 7
Auglýsing SPILLINGUNA BURT ÚR BORGARSTJÓRN Að ósk Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, verður rætt um fjárhaglega hagsmuni borgarfulltrúa. Ólafur mun gera ítar lega grein fyrir eignastöðu sinni og krefjast þess, að aðrir borgar fulltrúar geri slíkt hið sama. Mikið fjáraustur sumra sigursælla frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisfl okksins rennir stoðum undir vísbendingar um að fjárhagsleg tengsl og eignastaða þeirra geri þá vanhæfa til að gegna trúnaðarstörfum sem kjörnir fulltrúar Reykvíkinga. Ólafur mun jafnframt krefjast þess að borgarastjórnar- framboð fjórfl okksins geri grein fyrir því hvernig milljóna- tuga framlögum borgarinnar til þeirra er ráðstafað. Borgarstjórnarframboð fjórfl okksins hafa tvöfaldað framlög borgarinnar til sjálfra sín en jafnframt komið í veg fyrir að framlög rynnu til F-lista framboðsins, sem hefur þegar gert grein fyrir ráðstöfun á framlagi borgarinnar vegna ársins 2008 og lagt fram reikninga í borgarráði. F-listinn vill að framlög sem honum voru ætluð vegna áranna 2009 og 2010 renni til líknar- og velferðarmála og skorar á hin framboðin að gera slíkt hið sama. Borgarmálafélag F-lista Á borgarstjórnarfundi í dag sem útvarpað verður á fm 98,3 og á heimasíðu borgarinnar, reykjavík.is, verður rætt um spillingu í borginni. Útsending frá fundinum hefst kl. 14.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.