Fréttablaðið - 02.02.2010, Side 7

Fréttablaðið - 02.02.2010, Side 7
Auglýsing SPILLINGUNA BURT ÚR BORGARSTJÓRN Að ósk Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, verður rætt um fjárhaglega hagsmuni borgarfulltrúa. Ólafur mun gera ítar lega grein fyrir eignastöðu sinni og krefjast þess, að aðrir borgar fulltrúar geri slíkt hið sama. Mikið fjáraustur sumra sigursælla frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisfl okksins rennir stoðum undir vísbendingar um að fjárhagsleg tengsl og eignastaða þeirra geri þá vanhæfa til að gegna trúnaðarstörfum sem kjörnir fulltrúar Reykvíkinga. Ólafur mun jafnframt krefjast þess að borgarastjórnar- framboð fjórfl okksins geri grein fyrir því hvernig milljóna- tuga framlögum borgarinnar til þeirra er ráðstafað. Borgarstjórnarframboð fjórfl okksins hafa tvöfaldað framlög borgarinnar til sjálfra sín en jafnframt komið í veg fyrir að framlög rynnu til F-lista framboðsins, sem hefur þegar gert grein fyrir ráðstöfun á framlagi borgarinnar vegna ársins 2008 og lagt fram reikninga í borgarráði. F-listinn vill að framlög sem honum voru ætluð vegna áranna 2009 og 2010 renni til líknar- og velferðarmála og skorar á hin framboðin að gera slíkt hið sama. Borgarmálafélag F-lista Á borgarstjórnarfundi í dag sem útvarpað verður á fm 98,3 og á heimasíðu borgarinnar, reykjavík.is, verður rætt um spillingu í borginni. Útsending frá fundinum hefst kl. 14.00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.