Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 6
6 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Jóhann Ólafsson & Co NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPERU R ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. REYKJAVÍK Níu nýir frambjóðendur eru á átján manna forvalslista VG fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar. Með nýjum frambjóðendum er átt við þá sem ekki hafa verið í framboði eða tekið sæti á lista fyrir flokkinn áður. Þetta er nokkuð meiri endur- nýjun en í nýloknum prófkjörum Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar, en þar voru fimm nýir á hvor- um lista. Nýir frambjóðendur VG í Reykjavík eru: Birna Magnúsdóttir, vagnstjóri hjá Strætó. Hún býr í Unufelli og er fædd 1965. Elín Sigurðardóttir verkefna- stjóri, býr í Álftamýri og er fædd 1979. Ingimar Oddsson, ráðgjafi og listamaður, býr á Lynghaga og er fæddur 1968. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur og doktors- nemi. Hún er búsett við Dyngju- veg og fædd 1956. Líf Magneudóttir, vefstjóri og grunnskólakennari. Líf á heima við Bræðraborgarstíg og er fædd árið 1974. Margrét Jóndóttir, kennari og þroskaþjálfi. Hún á heima í Spóahólum og er fædd 1957. Snærós Sindradóttir fram- haldsskólanemi, býr við Vestur- vallagötu og er fædd 1991. Vésteinn Valgarðsson stuðnings- fulltrúi, býr á Grundarstíg og er fæddur 1980. Þór Steinarsson háskólanemi, býr í Karfavogi og er fæddur 1974. Forvalið verður haldið á laugardag- inn næsta. - kóþ DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn, Hosmany Ramos, skuli framseldur til Brasilíu. Ramos, sem afplánaði 25 ára fangelsisdóm í föð- urlandinu fyrir vopnað rán og mannrán, átti eftir að afplána rúmlega ellefu ár þegar honum skaut upp á Keflavíkurflugvelli í ágúst í sumar. Við málflutn- inginn í héraðsdómi kom fram að hann vildi afplána eftirstöðvar refsingarinnar hér á landi. Héraðs- dómur staðfesti ákvörðun dómsmálaráðherra um að Ramos yrði framseldur. Hæstiréttur byggir dóm sinn á því að í greinar- gerð Ramosar til héraðsdóms sé að finna athuga- semd sem ekki verði skilin öðruvísi en svo að hann byggi kröfu sína meðal annars á því að fram- sals krafan sé ekki gerð af réttu stjórnvaldi í Brasil- íu. Í umræddri greinargerð segir að það hafi verið dómari en ekki dómsmálaráðuneyti sem lagt hafi fram framsalskröfuna. Ekki liggi fyrir með hvaða lagaheimild það sé gert. Af þessum sökum leggur Hæstiréttur fyrir hér- aðsdóm að hann taki málið til löglegrar meðferðar og úrskurði á ný. - jss Hæstiréttur ógildir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur: Ramos er enn í dómskerfinu Í DÓMSAL Hosmany Ramos á leið í dómsal. LÖGREGLUMÁL Karlmaður, sem handtekinn var á fimmta tím- anum í fyrrinótt vegna óláta við íbúðarhús á Hringbraut í Kefla- vík, var látinn laus í gær að lokn- um yfirheyrslum. Íbúi í húsinu hringdi eftir aðstoð lögreglunnar á Suður- nesjum þegar maðurinn hóf að berja húsið að utan með skipti- lykli. Þegar lögreglan kom á staðinn brást maðurinn, sem var mjög ölvaður, illa við afskiptum henn- ar. Meðal annars tók hann upp hníf og veifaði honum í kring- um sig. Hann lét sér þó segjast þegar lögreglumennirnir byrstu sig við hann. Hann var þá settur í járn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann svaf úr sér. - jss Reykjanesbær: Hnífamaður var látinn laus DÓMUR BM Vallá hf. hefur höfðað mál gegn Ársreikningaskrá til að komast undan því að afhenda árs- reikninga fyrirtækisins og láta birta upplýsingar úr þeim opin- berlega. Kröfunni var vísað frá Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem kröfugerð fyrirtækisins þótti ekki nægilega afmörkuð og ákveðin. Ekki lægju fyrir gögn sem styddu fullyrðingar um að í ársreikningunum væru upplýs- ingar, sem samkeppnisaðilar og aðrir ættu ekki að fá aðgang að vegna fjárhags- og viðskiptahags- muna BM Vallár. Þessir gallar á málatilbúnaði komi í veg fyrir að dómurinn taki efnislega afstöðu. - pg BM Vallá hf.: Vill undanþágu frá afhendingu ársreikninga Meiri endurnýjun í forvali VG en hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu: Níu af átján nýir á forvalslista VG VG Sex konur og þrír karlar bjóða sig fram í fyrsta skipti í forvali VG. Sú elsta er fædd 1956 en sú yngsta 1991. Forvalið fer fram á laugardag. LÖGREGLA Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnað- argögnum frá Gunnari Gunnars- syni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lög- fræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suður- landsbraut og viða þar að sér gögn- um. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Mil- estone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvu- kerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desem- ber fyrirspurnir á einhverja fjöl- miðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neit- aði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eig- enda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöll- unina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölv- umöppum. Þar á meðal eru möpp- ur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Werners- sonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásar- víkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsing- ar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunn- arsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is SKJÁSKOT Skjámynd með upptalningu tölvugagna var send fréttastofu Stöðvar 2 frá tölvupóstfanginu appelsina1@ gmail.com. VIÐ SUÐURLANDSBRAUT Milestone, Avant, fjármálafyrirtækið Askar Capital og fleiri fyrirtæki eru til húsa við Suður- landsbraut 12 í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins reyndi piltur sem grunaður er um gagnastuld frá lögmanni Milestone að nota öryggiskóða gamalla starfsmanna til að komast um húsið að næturlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnuveitanda Piltur á átjánda ári er grunaður um að hafa stolið tölvugögnum frá lögfræðingi sem starfaði hjá Milestone. Hann bauð fjölmiðlum gögnin til sölu, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2. DV hefur birt ítarlegar fréttir um málefni þeirra sem gögnin varða. Pilturinn var ráðinn af lögfræðingnum til að sinna tölvuöryggi. „Margir átta sig ekki á mikilvægi þess að hafa öryggið í lagi og eru fyrir vikið auðveldari skotmörk,“ segir Friðrik Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri samnefnds tölvuöryggisfyrirtækis. Hann segir ótal leiðir til að kom- ast í tölvugögn. Oft á tíðum laumist menn til að stela gögnum beint úr tölvum sem þeir einhverra hluta vegna hafi aðgang að. Þá komi fyrir að fólk hafi opin þráðlaus net sem sett hafi verið upp fyrir heimili, en þar með geti nær hver sem er komist inn á netið og í tölvur sem því tengist. „Svo er stundum hægt að koma svokölluðum trójuhestum í tölvur og þarf svo sem enga snillinga til. Slík forrit er hægt að finna á netinu,“ segir Friðrik. Með réttum öryggisráðstöfunum segir Friðrik hins vegar eiga að vera hægt að komast nær alveg fyrir tölvuinnbrot. „Svo sem með því að vera ekki með þráðlausan router og passa að vera með lykilorð í lagi.“ - óká HUGA ÞARF AÐ ÖRYGGISMÁLUM FRIÐRIK SKÚLASON Ertu ánægð/ánægður með bronsstrákana okkar? Já 95% Nei 5% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga tannlækningar barna að vera gjaldfrjálsar? Segðu þína skoðun vísir.is ÞÝSKALAND, AP Að minnsta kosti 20 nemendur voru fórnarlömb mis- notkunar af hálfu tveggja jesúíta- presta sem kenndu við einn af virt- ustu menntaskólum Þýskalands á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skólastjóri katólska einka- skólans Canisius Kolleg upplýsti um töluna í gær, en áður var talið að fórnarlömbin væru sjö. Stefan Dartmann, æðsti prest- ur jesúítareglunnar í Þýskalandi, viðurkenndi líka að prestarnir tveir hefðu haldið misnotkun sinni áfram, bæði á piltum og stúlkum, eftir að hafa verið fluttir til í starfi í aðra skóla í Þýskalandi, Mexíkó, Chíle og á Spáni. - óká Misnotkun í þýskum skóla: Ekki færri en 20 fórnarlömb KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.