Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 8
8 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ATVINNUMÁL Samið hefur verið um að Strokk- ur Energy ehf. undirbúi byggingu koltrefja- verksmiðju á Akureyri. Gróflega er áætlað að þróun og bygging verksmiðjunnar kosti um tíu milljarða króna og að hún geti skapað hátt í eitt hundrað störf. Rammasamningur um verkefnið, milli Strokks og Akureyrarbæjar, var undirrit- aður á fimmtudag. Leggur bærinn til lóð á Rangárvöllum, við rætur Hlíðarfjalls, og forgang að metangasi sem nýtist við fram- leiðsluna en það verður endurunnið úr sorp- haugum Akureyrarbæjar. Sýna mælingar að hægt sé að vinna nægilegt magn gass næstu tuttugu árin. Strokkur mun afla fjárfesta. „Þetta er besta staðsetning til stóriðju af þessu tagi á landinu,“ segir Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks, og bætir við að mikilvægt sé að gera Ísland að áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir erlenda aðila á ný. Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, segir verkefnið spennandi, því fylgi aukin fjölbreytni og framboð á vinnu- markaði. - sv Um tíu milljarða króna koltrefjaverksmiðja reist við rætur Hlíðarfjalls við Akureyri: Hátt í hundrað störf gætu skapast Koltrefjar eru notaðar sem styrkingarefni í iðnframleiðslu. Leysa þær ál, stál og timbur af hólmi. Koltrefjar eru meðal annars notaðar í flugvélar. Strokkur kemur að fjárfestingum á sviði end- urnýjanlegra orkugjafa. Félagið kom að byggingu aflþynnuverksmiðjunnar sem tók til starfa á Akureyri á síðasta ári. NÝTTAR Í FLUGVÉLAR SAMNINGURINN HANDSALAÐUR Hermann Jón Tómas- son og Eyþór Arnalds. FRÉTTABLAÐIÐ/VE DÓMSMÁL Nær þrítugur karlmað- ur hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefna- brot. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tæp 28 grömm af amf- etamíni undir höndum á heimili sínu á Suðurlandi. Hann játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Maðurinn á að baki langan brotaferil. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2003 sem hann hefur verið fundinn sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. -jss Nær þrítugur karlmaður: Mánuður fyrir fíkniefnabrot VERÐUR HALDIN FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 2010 KL. 13.00–16.00 Á AÐALSKRIFSTOFU VÍS, ÁRMÚLA 3, 5. HÆÐ AÐGANGUR ÓKEYPIS Fundarstjóri: ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu. DAGSKRÁ 13.00 Setning ráðstefnunnar og kynning á samstarfi VÍS og VER | GUÐMUNDUR ÖRN GUNNARSSON forstjóri VÍS. 13.10 Áhættumat fyrirtækja | GUÐMUNDUR INGI KJERÚLF, verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hvað er áhættumat? 13.30 Áhættumat og forvarnir sveitarfélaga | EINAR G. MAGNÚSSON, verkefnastjóri áhættumats hjá Rangárþingi eystra. Skipulag og framkvæmd áhættumats – reynsla eftir okkar fyrstu umferð. 13.50 Atvikaskráning hjá Strætó bs. | STEINDÓR STEINÞÓRSSON, deildarstjóri akstursdeildar | BERGDÍS EGGERTSDÓTTIR, verkefnastjóri. Fyrstu skrefin og sjáanlegur ávinningur. 14.10 Alcan–atvikaskráning | REYNIR GUÐJÓNSSON, öryggisfulltrúi. Langtíma ávinningur og árangur atvikaskráningar í álveri. 14.30 Kaffi og meðlæti. 15.00 Áhættumat og slys hjá bændum | KRISTINN TÓMASSON, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu. Áhættumat er leiðin. 15.10 Áhættumat á bifreiðaverkstæði | BJARKI HARÐARSON, forstjóri Bílson. Undirbúningur og gerð áhættumats. 15.20 Áhættumat á vélaverkstæði | KÁRI PÁLSSON, forstjóri Hamars. Framkvæmd áhættumats, ávinningur og yfirfærsla á aðrar starfsstöðvar. 15.30 Forvarnarverðlaun VÍS. 15.50 Samantekt á ráðstefnu og áherslur Vinnueftirlitsins 2010 | EYJÓLFUR SÆMUNDSSON, forstjóri Vinnueftirlitsins. 16.00 Ráðstefnulok. SKRÁNING ER HAFIN Á HEIMASÍÐU VÍS, vis.is OPIN RÁÐSTEFNA VÍS OG VINNUEFTIRLITSINS 2010 FORVARNIR Í FYRIRRÚMI 1. Hvað heitir Íslendingurinn sem vann til gullverðlauna á X-Games um helgina? 2. Hverjir urðu Evrópumeistar- ar í handbolta? 3. Hvaða tímamótum fagnar Kvenfélagasamband Íslands um þessar mundir? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 STJÓRNMÁL Í væntanlegri tillögu um rannsókn á því hvers vegna Ísland var á lista viljugra þjóða, þegar ráðist var inn í Írak 2003, verður kveðið á um að yfirheyrslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Svo segja þingmennirnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ögmundur Jónasson, sem eru upp- hafsmenn tillögunnar. Steinunn segir að yfirheyrsl- urnar skuli verða aðgengilegar almenningi en nánari útfærsla, svo sem um hvort yfirheyrslum yrði útvarpað eða sjónvarpað, sé ekki tilbúin. Ögmundur segir að sér persónu- lega finnist sjálfsagt að yfirheyrsl- urnar verði fyrir opnum tjöldum, en svo komi í ljós hvað þinginu finnst um útfærsluna. Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins munu gerast meðflutn- ingsmenn þingsályktunartillög- unnar og flokkurinn leggst því fráleitt gegn henni. Þetta segir varaformaður flokksins, Birkir Jón Jónsson. Spurður um eigin afstöðu segir Birkir að tillögunni hafi ekki verið dreift og hann ákveði sig því ekki að svo stöddu. „Það er sjálfsagt mál að þessi ákvörðun verði skoðuð á vettvangi þingsins,“ segir hann. Spurður hvort málið sé við- kvæmt innan flokksins, í ljósi þess að ákvörðunin var tekin í stjórn- artíð Framsóknar, segir Birkir: „Við Dagný [Jónsdóttir, fyrr- um þingmaður Framsóknar] stóð- um nú sem forystumenn Sam- bands ungra framsóknarmanna á mótmælafundum gegn þessari ákvörðun á sínum tíma, þannig að það ekkert leyndarmál hver mín afstaða er.“ Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, segir eðlilegt að fara vel yfir tillöguna þegar hún kemur fram. Hún vill sjá hana áður en hún tekur afstöðu til hennar. „En á hinn bóginn finnst mér þetta svolítið æpandi að við séum að ræða þessa tillögu á ársaf- mæli ríkisstjórnarinnar en ekki um skuldavanda heimilanna, hagsmuni atvinnulífsins, vaxta- stig, atvinnuleysi og svo fram- vegis. Mér finnst það nú svolít- ið íronískt. En ef menn vilja fara þessa leið í forgangsröðun, þá er það skýrt af hálfu ríkisstjórn- arflokkanna,“ segir hún. Þren- ar þingkosningar hafi farið fram síðan stríðið hófst, án umræðu um stuðning Íslands. klemens@frettabladid.is Rannsóknin verði fyrir opn- um tjöldum Rannsókn á stuðningi Íslands við innrás í Írak á að fara fram fyrir opnum tjöldum, segja flutningsmenn tillögunnar. Framsókn styður tillöguna. Undarleg forgangsröðun, segir varaformaður Sjálfstæðisflokks. Nýr vefur um Icesave Á alþingisvefnum er nú að finna síðu með því efni sem tengist Icesave. Þar er að finna lög, þingsályktun og efni sem tengist ríkisábyrgð vegna Ice- save. Tengil er að finna efst í hægra horni á forsíðu vefjar Alþingis. ALÞINGISFRÉTTIR KÖNNUN Meirihluti þjóðarinnar ætlar að fella Icesave-lögin í þjóð- aratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Flestir eru á því að forsetinn hafi gert rétt í því að neita að skrifa undir. Þetta kom fram á vef Ríkisútvarpsins í gær. Þar segir að 61 prósent aðspurðra telji Ólaf Ragnar Gríms- son hafa gert rétt í því að skrifa ekki undir Icesave-lögin í byrjun janúar. Tíundi hluti hefur enga sérstaka skoðun á málinu en innan við þriðjungur telur ákvörðun hans hafa verið ranga. Þá ætlar meirihluti fólks, eða 61 prósent, að segja nei þegar gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samkvæmt könnun Gallup. 30 prósent hyggjast segja já og 4 prósent hyggjast skila auðu. Gallup valdi 5.600 manns handa- hófskennt út úr viðhorfahópi sínum til að spyrja um Icesave og ákvörð- un forsetans. Tveir þriðju svöruðu á tímabilinu 20. til 26. janúar. Ný skoðanakönnun um Icesave-samningana: Mikill meirihluti ætlar að segja nei ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Rúm 60 prósent svarenda eru á því að for- setinn hafi gert rétt í því að neita að skrifa undir. STRÍÐINU MÓTMÆLT Fjöldi fólks mótmælti innrásinni í Írak við stjórnarráðshúsið árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR ÞINGMENN FLOKKANNA Tillaga um rannsókn á aðdraganda þess að Íslendingar studdu innrásina í Írak liggur nú fyrir Alþingi. Flutningsmenn vilja að yfirheyrslurnar verði fyrir opnum tjöldum en óvíst hvort þeim verður varpað beint til almennings, eins og gert er þessa dagana í sambærilegum yfirheyrslum yfir Tony Blair, þáverandi for- sætisráðherra Bretlands. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.