Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 2. febrúar 2010 25 Söngkonan Beyoncé Knowles var sigurvegari Grammy-hátíðarinnar sem var haldin hátíð- leg í Los Angeles í 52. sinn. Hún hlaut sex verðlaun, þar á meðal fyrir lag ársins. Beyoncé hafði verið tilnefnd til tíu Grammy-verðlauna og var því talin líkleg til afreka. Hún fékk tvenn verðlaun fyrir lagið Single Ladies (Put A Ring On It) og ein fyrir lagið Halo. „Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld og mig langar að þakka Grammy-nefndinni. Ég vil líka þakka fjölskyldu minni, þar á meðal eiginmanni mínum. Ég elska þig,“ sagði hún og átti þar við rapparann Jay-Z. Með verðlaununum sex setti Beyoncé met sem sú söngkona sem hefur hlotið flest Grammy- verðlaun á einu kvöldi. Alls hefur hún hlotið sextán slík verðlaun á ferlinum. Hin tvítuga sveitasöngkona Taylor Swift varð næsthlutskörpust með fern Grammy- verðlaun, þar á meðal fyrir plötu ársins, Fearless. Bar hún þar sigurorð af Beyoncé, Black Eyed Peas, Lady GaGa og Dave Matt- hews Band. Þrír flytjendur fengu þrenn Grammy-verð- laun, eða Black Eyed Peas, Jay-Z og rokkar- arnir í Kings of Leon, sem fengu tvenn verð- laun fyrir lagið Use Somebody. Lady GaGa og rapparinn Eminem fengu síðan tvenn Grammy-verðlaun, sá síðarnefndi fyrir bestu rappplötuna, Relapse. Lady GaGa steig síðan á svið með Elton John eins og margir höfðu reiknað með. Paris og Prince, börn hins sáluga Michaels Jackson, tóku á móti verðlaunum sem faðir þeirra fékk fyrir æviframlag sitt til tónlistar- heimsins. „Pabbi ætlaði að koma fram á þess- ari hátíð því hann komst ekki í fyrra,“ sagði hin ellefu ára Paris. Beyoncé Knowles hlaut sex Grammy SIGURSÆL Beyoncé Knowles hlaut sex verðlaun á Grammy-hátíðinni sem var haldin hátíðleg í Los Angeles. NORDICPHOTOS/GETTY Línur eru nú farnar að skýrast varðandi fyrstu sólóplötu Jónsa í Sigur Rós, Go. Umslagið hefur litið dagsins ljós. Það er eftir systur Jónsa, þær Ingu og Lilju Birgis- dætur. Platan átti upphaflega að koma út í lok mars, en nú er stað- festur útgáfudagur 5. apríl. Níu lög eru á plötunni en aðeins eitt hefur heyrst til þessa, „Boy Lilik- oi“. Það gefur fyrirheit um að plat- an sé léttari og poppaðri en tónlist Sigur Rósar. Sjálfur segir Jónsi að innihaldið sé „svaka popp“. Fyrsta myndbandið við lag af plötunni fer í umferð nú í vikunni. Mynd- bandið er við lagið „Go do“ og Árni og Kinski leikstýrðu því. Upp- tökur á myndbandinu fóru fram á Íslandi á milli jóla og nýárs. Þá ætlar Jónsi að leggjast í yfirgrips- mikla tónleikaferð. Hún hefst í Bandaríkjunum í apríl. Fyrirtæk- ið 59 productions mun hanna og útfæra sviðsmyndina í samvinnu við Jónsa. Stefnt er að miklu sjón- arspili og er hugmyndin sú að leik- hús og tónleikar mætist á nýjan og spennandi hátt. Þeir sem bjuggust við að sjá Jónsa einan með kassa- gítarinn verða því fyrir vonbrigð- um. - drg Jónsi í start- holunum UMSLAG GO Allt að gerast hjá Jónsa. Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari á veitinga- staðnum VOX, tók þátt í hinni árlegu kokkakeppni Nordic Chef of the Year sem fram fór í Hern- ing í Danmörku á miðvikudag. Tíu kokkar tóku þátt í keppninni og lenti Jóhannes Steinn í fjórða sæti. „Þetta er ein erfiðasta kokkakeppni í heimi og eru það kokkar ársins frá hverju landi sem taka þátt. Mér gekk ekki nógu vel því ég lenti í tímahraki með aðalréttinn,“ segir Jóhannes, sem var valinn matreiðslumeist- ari ársins 2009, annað árið í röð. Þátttakendur fengu að sjá hrá- efnið sem nota átti kvöldið fyrir keppnina sjálfa og fengu svo þrjár klukkustundir til að bera fyrsta réttinn fram fyrir dómara og eina klukkustund fyrir hvorn rétt eftir það. „Þetta var mjög erfitt og mikið stress. Mér gekk mjög vel með forréttinn og desertinn en lenti aftur á móti í tímahraki með aðalréttinn og það dró mig niður sem var svolítið sárt. Þetta er mjög hörð samkeppni enda eru Norðurlöndin þau sterkustu á sviði matreiðslu í dag og ég tel að við séum löngu komin fram úr Frökkunum. Þróunin á Norður- löndunum er mjög hröð og mikið af spennandi hlutum að gerast hér á meðan Frakkar hafa staðið svolítið í stað,“ segir Jóhannes að lokum. - sm Norðurlönd- in í sérflokki EFNILEGUR KOKKUR Jóhannes Steinn Jóhannesson keppti fyrir hönd Íslands í hinni árlegu kokkakeppni Nordic Chef of the Year. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.