Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 24
 2. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa Hver man ekki eftir gömlu, góðu húllahopp-hringjun- um? Nú eru komnir stærri og sterkari hringir sem þjálfarar í Grand Spa nota í stöðvaþjálf- un til þess að minnka maga- ummálið. „Við fengum einn húlla hopp-hring í haust sem við notum í stöðvaþjálf- un og hann hefur notið mikilla vin- sælda,“ segir Bryndís Ottósdótt- ir, þjálfari hjá Grand Spa. „Þessi hringur er þó ekkert líkur hinum gömlu góðu sem flestir muna eftir. Líkamsræktarhringirnir eru flest- ir þyngri og eins er innra byrðið aðeins hrufótt þó að það sé mjúkt. Sá hringur sem við erum með er 1,7 kíló en það má fá bæði léttari og þyngri hringi.“ En hvernig gengur fólki að húlla? „Það er nú allur gangur á því,“ segir Bryndís og brosir. „Al- mennt gengur fólki vel að húlla og karlmönnum ekkert síður vel en konunum. Raunar er auðveld- ara að húlla þessum hring vegna þyngdarinnar en hinum gömlu, en fólk þarf að sveifla sér svolítið í mjöðmunum. Margir eru stífir í líkamanum og fólk er misfljótt að komast upp á lagið með að húlla en flestum tekst það að lokum. Æfingin skapar meistarann.“ Bryndís segir það verða að leik að húlla þegar maður hefur náð tækninni en það sé samt ekki eins auðvelt og það líti út fyrir að vera, einkum ef hring- urinn er 1,7 kíló. „Æf- ingin reynir á mittis- og magavöðva en þetta styrkir um leið vöðvahópa í neðri hluta lík- amans. Fólk bæði hitnar og svitn- ar. Þá verður að byrja rólega með þessa hringi því annars getur fólk fengið marbletti. Mér finnst þetta fyrst og fremst skemmtilegt og að það geri gott fyrir magavöðvana er bara plús. Æfingin vekur alltaf kátínu og gleði og er áskorun.“ - uhj Að húlla er áskorun Bryndís Óttarsdóttir sveiflar húllahringnum um sig miðja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um húllahopp-hringina á hullahringir.is. Ljósið á Langholtsvegi 43 fer nú aftur af stað með styrkjandi nám- skeið fyrir börn og ungmenni sem eiga foreldri, systkini, ömmu, afa eða annan aðstandanda sem hefur greinst með krabbamein. Nám- skeiðið stuðlar að jákvæðri upp- byggingu og er mikið unnið með lífsgleðina í gegnum skemmtileg verkefni. Aðstandandi fylgir barn- inu í fyrsta tímann og þann síðasta sem endar með pitsuveislu. Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa margra ára starfsreynslu í að vinna með börnum. Þeir eru: Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi, sem er með sérmenntun í ævintýrameð- ferð, og Elísabet Lorange listmeð- ferðarfræðingur. Þær leggja ýmis samskiptaverkefni fyrir krakkana til að efla traustið og reyna að gera allt að ævintýri. Námskeiðið verður á fimmtu- dögum klukkan 16.30 til 18 í tíu vikur og hefst þegar næg þátt- taka er fyrir hendi. Námskeiðið er ókeypis og er skráning í síma 561- 3770 eða á ljosid@ljosid.org. - gun Ævintýraleg upplifun Elísabet og Ósk leggja ýmis samskiptaverkefni fyrir börnin til að efla traust og auka jákvæðni. „David er stórt nafn í þessum geira og því mikill heiður að fá hann hingað,“ segir Lilja Oddsdótt- ir, skólastjóri Heilsumeistaraskól- ans, um komu bandaríska prests- ins og kjarnolíufræðingsins Dav- ids Stewart til landsins um miðjan marsmánuð. Stewart fer fyrir samtökum kjarnolíufræðinga í Bandaríkj- unum og er virtur fyrir störf sín á því sviði. Hann kemur hingað í boði Heilsumeistaraskólans í þeim tilgangi að flytja opinn fyrirlest- ur um notkun kjarnolía. „Umfjöll- unarefnið er áhrifin sem olíurnar hafa á samspil líkama og hugar,“ útskýrir Lilja og bætir við að Stew- art muni einnig halda lokað nám- skeið um kjarnaolíur og notkun þeirra í Heilsumeistaraskólanum. Lilja segir að með komunni sé Stewart að uppfylla langþráðan draum. „Hann er eðlis- og jarð- eðlisfræðingur að mennt og hefur því um langt skeið lang- að að heimsækja Ísland út frá því sjónarmiði.“ Stewart flytur fyrirlestur sinn undir yfirskriftinni Quantum Physics, Essential Oils & the Mind- Body Connection á Grand Hóteli 15. mars klukkan 20. Fyrirlestur- inn er öllum opinn, en nánari upp- lýsingar um hann og aðgangseyr- inn verða birtar síðar á vefsíðunni www.heilsumeistara- skolinn.is. - rve Predikar um áhrif kjarnolía á líkamann Lilja segir Stewart hafa gefið út ýmsar vinsælar bækur um kjarnolíur, meðal annars bókina The Healing Oils of the Bible. ● BLÓMKÁL MILLI MÁLA Blómkál er gott að nota í súpur og ofn- rétti og sem bita milli mála. Blómkál getur geymst lengi við réttar að- stæður eða við 0-2 gráðu hita. Það má ekki geyma nálægt öðru græn- meti og ekki við sterkt ljós. Borða má alla hluta blómkálsins og nota það ósoðið, soðið eða bakað í mat. Þegar blóm- kál er soðið á að láta vatnið sjóða í 10 til 12 mín- útur áður en kálið er sett út í en suðutíminn fer svo eftir smekk. Ef frysta á blómkál skal snögg- sjóða það fyrir frystingu. Þá geymist það lengi og er hentugt að grípa til en blómkálið þarf ekki að þíða fyrir matreiðslu heldur má skella því beint út í sjóðandi vatn. Fróð- leik um geymslu og meðferð græn- metis má finna á vef íslenskra garðyrkjubænda, www.islenskt.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.