Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 2
2 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Nýr Rauðmagi Glæný Línuýsa NÁTTÚRUFRÆÐI Steinbítshrygna í fiskasafninu í Vestmannaeyj- um setti hefðbundinn hrygning- artíma tegundarinnar fyrir sig þegar hún hrygndi í fyrrinótt, eins og eyjar.net greinir frá. Hefðbundinn hrygningartími í villtu umhverfi er í október og nóvember. Hrygnan hefur þegar mynd- að hrognabolta og vafið sig utan um hann. Þannig ver hún hrognin sem eru á milli eitt og tvö þúsund talsins. Athuganir í Fiskasafni Vestmannaeyja hafa leitt í ljós að fyrst í stað gætir hrygnan hrogn- anna, en síðan tekur hængurinn við og gætir þeirra fram að klaki. Steinbítshrygna hrygndi fyrst í Fiskasafninu árið 1974. - shá Fiskasafnið í Eyjum: Steinbítshrygna orðin léttari HRYGNDI Í BÚRI Hér sést hvernig hrygn- an hringar sig um hrognin. MYND/GEORG BANDARÍKIN Meira en 300 þúsund heimili í Washington DC og nálægum ríkjum voru rafmagns- laus um helgina vegna mikill- ar snjókomu, sem meðal annars hefur slitið í sundur rafmagns- línur. Snjókoman truflaði einnig samgöngur milli Vestur-Virginíu og New Jersey. Snjókoman er sú mesta í ára- tugi en í Maryland náði snjórinn 91 sentimetrum, sem er það mesta síðan mælingar hófust. Í Washington, Virginíu og Maryland hefur verið lýst yfir neyðarástandi en að sögn starfs- manna orkuveranna getur það tekið nokkra daga að koma raf- magni að fullu í lag aftur. -jma Mesta snjókoma í áratugi: Fjöldi heimila án rafmagns ÍRAN Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hefur farið fram á það við yfirmann kjarnorkumála lands- ins að framleiðsla á auðguðu úrani verði aukin um 20 prósent. Verkefnið er hluti af áætlun Írana um að flytja auðgað úran úr landi í skiptum fyrir kjarn- orkueldsneyti. Ahmadinejad lýsti þessari fyrirætl- un í íranska ríkissjónvarpinu. Tíðindin róa ekki taugar ráðamanna Vesturveld- anna en Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ótt- ast að Íranar hafi þróun kjarnorkuvopna á prjón- unum. Íranar segja kjarnorkuáætlun sína einungis hugsaða í friðsamlegum tilgangi. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hvatti heiminn til að „standa saman“ og sagði að enn væri von til þess að refsiaðgerðir gætu virkað. Fyrr í vikunni ræddu ráðamenn Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakklands um frekari þvingunaraðgerðir gegn Íran. Kínverjar hafa sagst mótfallnir slíkum aðgerðum og telja að alþjóðasamfélagið verði að beita diplómatískari leiðum þar sem umræðurnar við Íran séu á viðkvæmu stigi. Til að hægt sé að nota úran í kjarnorkuvopna- framleiðslu þarf að það að vera hlutfallslega hátt auðgað en með þessari aðgerð þykir Íran taka skref í þá átt að mati Vesturveldanna og jafnframt tefla samningaviðræðum í hættu. - jma Forseti Írans fer fram á 20 prósenta aukningu í framleiðslu á auðguðu úrani: Vesturveldin uggandi yfir stöðunni SEGJA AÐGERÐIRNAR FRIÐSAMLEGAR Íransforseti, Mahmoud Ahmadinejad, segir kjarnorkuáætlun Írans vera hugsaða í frið- samlegum tilgangi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir mikilvægt að heimurinn standi saman gegn áformum Írana. SAFNAMÁL Í fimmta skipti á fáum árum flæddi inn í geymslur Náttúrufræðistofnunar Íslands í Súðavogi í gær. Litlu mátti muna að verðmætir safnmunir skemmdust en starfsmaður upp- götvaði lekann í tíma svo að forða mátti stórtjóni. Þorvaldur Björnsson, starfs- maður NÍ, sagði í viðtali við Vísi. is að vatn hefði lekið niður af hæðinni fyrir ofan, sennilega vegna mannlegra mistaka. Gróðurkort skemmdust að sögn Þorvalds, það kemur þó ekki að sök því til eru negatífur af kort- unum og því lítill skaði skeður. Í geymslunni er að finna ómetan- lega hluti, suma frá seinni hluta nítjándu aldar. Húsnæðisvandi NÍ hefur verið tilfinnanlegur á undanförnum árum en safnið flytur inn í nýtt húsnæði í Urriðaholti næsta haust. - shá Safnmunir sluppu: Enn flæðir inn í geymslur NÍ STJÓRNMÁL Bæjarfulltrúinn Erling Ásgeirsson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ á laugardag. Athygli hefur vakið að þrír sitjandi bæjarfulltrúar og einn varabæj- ar fulltrúi, allir karlar, raða sér í efstu fjögur sætin og aðeins kom- ast tvær konur í sjö efstu sætin, en kosningin í þau er bindandi. Ragný Þóra Guðjohnsen, sem sóttist eftir öðru til þriðja sæti en hafnaði í því sjötta, sagðist í gær ekki myndu taka sæti á listanum og gagnrýndi skort á endurnýjun. Listi þar sem konur bera svo skarðan hlut frá borði sé ekki líklegur til árangurs. - sh Prófkjör D-lista í Garðabæ: Karlar í fjórum efstu sætunum Andrea leiðir VG á Akureyri Andrea Hjálmsdóttir, kennari við Háskólann á Akureyri, leiðir lista Vinstri grænna fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar á Akureyri. Hún hafði sigur í forvali flokksins um helgina. Í öðru sæti hafnaði Edward Huijbens og Baldvin H. Sigurðsson lenti í þriðja sæti. STJÓRNMÁL Smíða farþegaaðstöðu Siglingastofnun hefur samið við SÁ verklausnir um byggingu farþega- aðstöðu fyrir Landeyjahöfn en fyrirtækið var með lægsta tilboðið í verkið. Samningsupphæðin hljóðar upp á rúmar 90 milljónir króna. SAMGÖNGUR Jón Þórir, eruð þið alveg í rusli yfir þessu? „Það er okkar mottó að vera í rusli – fyrir aðra reyndar.“ Íslenska gámafélagið hefur kært Sorpstöð Suðurlands fyrir brot á samkeppnislögum og stjórnsýslulögum. Jón Þórir Frantzson er forstjóri Íslenska gámafélagsins. MENNTUN Sökum árferðis í efna- hagsmálum kaupir Reykjavíkur- borg ekki öll pláss sem eru í boði fyrir börn á leikskólaaldri. Þjón- usta við foreldra er því skert. Svo segir formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, Margrét Pála Ólafsdóttir: „Þetta eru döpur tíðindi, þegar sagt er að eigi að verja grunnþjón- ustu, að yngstu börnin eru látin bíða úti þegar plássin eru fyrir hendi.“ Fréttablaðið hefur greint frá því að yfir 120 börn, eldri en átján mánaða gömul, eru á biðlista hjá leikskólasviði borgarinnar. Margrét Pála segir að hjá Hjalla- stefnuleikskólunum einum væri hægt að bæta við allt að þrjátíu börnum í vetur. „Og ég veit að sjálfstæðir leik- skólar hafa þungar áhyggjur af því að geta ekki innritað börn í vor heldur þurfa að bíða með laus pláss í sumar og fram á haust, vegna sparnaðar borgarinnar,“ segir hún. Þetta komi varla til með að bjarga efnahagsástandi þjóðar- innar. Spara megi með því að nýta einkaskólana. „Við erum til dæmis með nýjan leikskóla í nýbyggðu húsi. Þannig sparaði borgin sér umtalsvert fé með því að þurfa ekki að byggja nýtt heldur borga húsnæðisstyrk með hverju rými. Okkar pláss eru því á engan máta dýrari, ef eitt- hvað er getur borgin sparað sér fjármagn með því að standa með sjálfstæðum skólum,“ segir hún. Ragnar Sær Ragnarsson er starfandi formaður leikskólaráðs. Hann segist ekki skilja að hverju Margrét Pála sé að ýja eða af hverju hún ekki visti fleiri börn í sinn skóla. Ekki „nema hún sé að svindla á kerfinu eða eitthvað, ég veit það ekki“. Allir samningar við einkarekna skóla í borginni séu fullnýttir og hann viti ekki til þess að þar séu nein ónýtt pláss. Margrét hafi ef til vill byggt við hjá sér eða reiknað sér stærri gólfflöt en áður. „Hún er þá eitthvað að svíkja þennan samning ef hún er að meina að við séum ekki að uppfylla hann,“ segir Ragnar: „Láttu mig vita ef við erum ekki að uppfylla samn- inga og þá skal ég senda börn.“ Áður hefur komið fram í blaðinu að sviðsstjóri leikskólasviðs úti- lokar ekki að borgin nýti sér laus pláss í leikskóla Hjallastefnunnar. klemens@frettabladid.is Yngstu börnin bíða úti í sparnaðarskyni Á meðan yfir 120 börn eru á biðlista hjá leikskólasviði eru auð pláss á einka- leikskólum, segir formaður sjálfstæðra skóla. Formaður leikskólaráðs segir það svik á samningum ef pláss séu laus á eiknareknum leikskólum í borginni. MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR RAGNAR SÆR RAGNARSSON Í GÖNGUTÚR Formaður samtaka sjálfstæðra skóla segir allt að þrjátíu laus pláss á einkareknum leikskólum. Á sama tíma eru yfir 120 börn á biðlista í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Ungur maður vopn- aður hníf réðst inn í Sunnubúð við Lönguhlíð rétt fyrir sjö í gærkvöldi og heimtaði peninga af afgreiðslu- manni. Hann komst undan með smáræði úr kassanum. Lögregla leitaði mannsins enn þegar Frétta- blaðið fór í prentun. „Það kom þarna ungur maður inn með stóran hníf og otaði honum að afgreiðslumanninum og óskaði eftir að fá peningana afhenta,“ segir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. Þrítugur sonur Eysteins var einn við störf í versluninni. „Eftir að hann hafði spurt manninn hvort hann var að meina þetta þá afhenti hann bara peningana,“ segir Eysteinn. Hann segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, enda hafi öllum sem starfa í versl- uninni verið kennt að takast á við uppákomur af þessu tagi. Eysteinn segir að syni sínum hafi sannarlega verið brugðið, en til allrar hamingju hafi engum orðið meint af. Eysteinn segir að ræninginn hafi ekki komist undan með mikið fé, enda séu aldrei geymdar háar upphæðir í afgreiðslukassanum. Öryggismyndavélar náðu góðum myndum af ræningjanum. Fyrir rúmum tveimur árum réð- ust þrír grímuklæddir sextán ára piltar inn í Sunnubúð vopnaðir kylfu og öxi, slógu kaupmanninn og rændu tugum þúsunda. - sh Lögregla leitaði í gærkvöldi ungs manns sem rændi Sunnubúð: Ógnaði afgreiðslumanni með hníf EYSTEINN Í SUNNUBÚÐ Eysteinn segir að syni sínum hafi verið brugðið en hann hafi blessunarlega ekki sakað. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.