Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 9
OFURFÆÐA Í GRÆNUM BÖKKUM HAUS „Egg eru í raun mjög holl. Þau eru rík af næringarefnum,“ segir Joanne Lunn, sérfræðingur í nær-ingarfræði hjá British Nutrition Foundation. Í einu eggi er að finna 13 mikilvæg næringarefni, öll í rauðunni, en eggjahvítan er fitu-laus og inniheldur albumen, mik-ilvæga uppsprettu prótína. Egg eru fyrirtaks uppspretta B-vítamína sem eru nauðsynleg fyrir margs konar starfsemi líkamans. Egg búa einnig yfir góðum skammti af A-vítamíni sem er mikilvægt fyrir vöxt og þroska. E-vítamínið sem finnst í eggjum getur einnig veitt vörn gegn hjartasjúkdómum og sumum tegundum krabba-meins. Í eggjum er einnig D-vít-amín sem hjálpar til við upptöku steinefna og styrkir bein. Þá eru egg rík af joði sem þarf til mynd-unar skjaldkirtilshormóna og fos-fórs sem er nauðsynlegt fyrir bein og tennur. ● Unglingsstúlkur sem borða eitt egg á dag gætu myndað við- bótarvörn gegn myndun brjósta-krabbameins síðar á ævinni, samkvæmt rannsókn sem birt var í læknaritinu Breast Cancer Research. Það eru einkum amínó-sýrurnar, vítamínin og steinefnin sem finnast í eggjum sem geta veitt þessa vörn gegn krabbameini. ● Eggjarauður innihalda næring-arefnin lútín og zeaxanthin sem talin eru veita vörn gegn, og jafn-vel snúa við, kölkun í augnbotnum, einni algengustu orsök sjóndepru hér á Íslandi. Kölkun í augnbotnum veldur blindu og er aldurstengdur sjúkdómur. Talið er að of lítil neysla á lútíni geti valdið þessum sjúkdómi. ● Egg eru hitaeiningasnauð. Í stóru eggi eru aðeins 75 kaloríur og 5 g af fitu. Ýmsar rannsóknir benda til þess að egg geti gagnast í bar-áttunni við aukakílóin og næring-arfræðingar segja nú að fólk megi borða eins mikið af eggjum og því sýnist ef þau eru hluti af fjöl-breyttu og skynsamlegu mataræði. 52 egg Nýjar rannsóknir sýna fram á að fullyrðingar um að egg séu slæm fyrir hjartað séu rangar og, það sem meira er, að egg teljist jafnvel til „ofurfæðu“. Þau gætu í reynd verið vörn gegn hjarta- sjúkdómum, brjóstakrabbameini, augnsjúkdómum og eru jafnvel ágætis vopn í baráttunni við aukakílóin. Grein úr Gestgjafanum, birt með góðfúslegu leyfi Gestgjafans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.