Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 26
 8. FEBRÚAR 2010 MÁNUDAGUR6 ● fréttablaðið ● framadagar Kristín Halldórsdóttir, verk- efnastjóri hjá Evrópumiðstöð Impru, telur að samstaða verði að ríkja meðal manna eigi þjóðin að geta unnið sig úr þeirri lægð sem hún er í. „Það þarf að vera samstaða í því að endurreisa þjóðina og við þurf- um að reyna að nýta þá krafta sem við eigum bæði í okkur sjálf- um og í jörðinni. Einnig er mikil- vægt að endurskoða þau gildi sem hér ríkja. Ég tel að ef við hefð- um haft heiðarleikann meira í frammi þá hefðu sumir hlutir ef til vill ekki gerst. Heiðarleiki ætti að vera númer eitt í framtíðinni, bæði í viðskiptum og almennum samskiptum,“ segir Kristín, sem starfar sem verkefnastjóri hjá Impru. Impra er deild innan Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands sem veitir litlum og meðalstórum fyrir- tækjum leiðsögn auk þess að vera vettvangur samstarfs íslenskra og erlendra frumkvöðla. Aðspurð segir Kristín það vera samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í landinu að styðja við ungt mennta- fólk sem komi út á vinnumarkað- inn, en bætir við að það geti reynst mörgum erfitt í þessu árferði. „Ís- lensk fyrirtæki ættu að gera það sem þau geta til að styðja við bakið á ungu menntafólki. Fólk og fyrirtæki hafa þó verið að draga saman seglin undanfarið sem gerir mörgum erfiðara um vik að styðja við þetta unga fólk. Ég tel þó mikilvægt að hlúa að mann- auð og menntun í landinu því við megum alls ekki við því að missa ungt, menntað fólk úr landi og um leið alla þá þekkingu sem það býr yfir.“ Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er meðal annars að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda innan atvinnulífs- ins. Kristín segir Nýsköpunarmið- stöð gera mikið til að aðstoða frum- kvöðla í landinu og segir mikilvægt að konur láti meira til sín taka á því sviði, en þær eru aðeins 25 prósent frumkvöðla. Í Noregi er þessi tala töluvert hærri eða um 40 prósent. Kristín er bjartsýn á framtíðina og telur að með góðri samstöðu ætti þjóðin að ná að vinna sig upp úr þeim erfiðleikum sem hún býr við á næstu fjórum árum. „Við erum pínulítil miðað við önnur lönd en þrátt fyrir það höfum við alla burði til að vera þjóð meðal þjóða. Nú þurfum við bara að spýta í lófana og fá fólk til að treysta okkur aftur. Menn hafa spáð því að botninum sé náð og ég reikna með að við verð- um komin á gott ról á ný eftir þrjú til fjögur ár.“ - sm Samstaða er nauðsynleg Kristín Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Evrópumiðstöð Impru, segir að hér verði að ríkja samstaða eigi Ísland að geta rétt úr kútnum. JCI hreyfingin hefur lengi verið þekkt fyrir að byggja upp einstakl- inga en Tryggvi Freyr Elínarson er meðlimur í JCI og jafnframt ráðgjafi hjá Góðu vali. Tryggvi heldur fyrirlestur á Framadög- um um hvernig hægt er að fá sem mest út úr starfsviðtali. Tryggvi segir að fæstir átti sig á að atvinnuviðtalið skipti oft meira máli en atvinnuumsókn- in sjálf og þar skiptir allt máli, alveg frá því hvernig við klæð- um okkur og upp í það hvað við segjum. „Fólk er mjög oft upptekið af því hvernig það útbýr ferilskrána en gleymir því um leið hvað fram- koman í atvinnuviðtalinu sjálfu skiptir miklu máli. Klæðaburð- ur skiptir þar miklu máli og gott er að muna að auðveldara er að klæða sig niður þegar mætt er á staðinn með því að losa um bind- ið en þurfa að klóra sig úr því að mæta í joggingbuxum,“ segir Tryggvi. „Mikilvægt er að mæta líka með fulla vasa af sjálfstrausti. Þar kemur líkamsbeiting líka sterkt inn en líkaminn segir oft miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Tryggvi en hann kennir fólki einnig líkamsbeitingu sem getur kallað fram jákvæð viðbrögð hjá vinnuveitanda. Ástæðuna fyrir því að fólk klúðrar atvinnuviðtali má þó oftar en ekki rekja til þess að fólk passar sig ekki að vera heiðarlegt. „Sann- leikurinn er það sem gildir, því svo fær vinnuveitandinn kannski aðrar upplýsingar frá meðmælend- um.“ Fyrirlestur Tryggva hefst í Háskólabíó klukkan 12.45. Áhuga- samir geta skráð sig á www.frama- dagar.is - jma Heiðarleiki skiptir miklu máli Auðvelt er að klúðra starfsviðtölum að sögn Tryggva Freys Elínarsonar leiðbeinanda hjá JCI. Hann heldur fyrirlestur um starfsviðtöl á Framadögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kemur út fimmtudaginn 11. febrúar Fermingarföt Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 Sérblað Fréttablaðsins Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar veitir styrki fyrir 55 milljónir í ár. Annars vegar styrkir sjóðurinn verkefni til um- hverfis og orkurannsókna og hins vegar veitir sjóðurinn náms- styrki. „Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og í fyrsta skipti sem úthlutað verður á Framadögum,“ útskýrir Óli Grétar Sveinsson, framkvæmda- stjóri rannsókna hjá Landsvirkjun. Hann segir sjóðinn hafa styrkt marg- vísleg verkefni undanfar- in ár og nefnir sem dæmi leiser mælingar á yfir- borði jökla, verkefni á sviði jarðhitarannsókna á Kröflusvæðinu og einn- ig hefur sjóðurinn styrkt rannsóknir á urriðastofn- inum í Þingvallavatni. Námsstyrkirnir eru veittir þeim nemendum sem hafa staðið sig vel og eru á leið í framhaldsnám eða eru nú þegar í fram- haldsnámi. Þeir styrkir eru ekki háðir neinum framvinduskilum en þeir sem þiggja verk- efnastyrkina þurfa að sýna fram á framvindu verkefnisins. Sjóð- urinn hefur úr 55 milljónum að spila í ár og munu 10 milljónir verða veittar í námsstyrki og 45 milljónir í verkefnastyrki. Æski- legt er að umsækjendur verkefnisstyrkja leggi til 50 prósent í sjálfaflað fé en hver umsókn er metin fyrir sig. Stjórn sjóðsins er skipuð einum aðila frá hverjum háskóla en stjórnarformaður sjóðsins er Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Auk þess sitja tveir aðilar frá Lands- virkjun í stjórninni. Fólk sendir inn tillögu að verkefnum á sviði umhverfis og orkurannsókna og er umsóknarformið að finna á vefsíðu Lands- virkjunar, www.landsvirkjun.is. - rat Tugir milljóna í styrki Námsstyrkirnir eru veittir þeim nemendum sem hafa staðið sig vel og eru á leið í fram- haldsnám eða eru nú þegar í framhalds- námi. FRÉTTA BLA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.