Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 16
Anne Heinsvig og Christian Uld- all mynda hönnunarteymið Helgo og enn sem komið er geta Íslend- ingar einungis keypt vörur þeirra frá Danmörku. Anne er hins vegar mikill Íslandsvinur, kemur reglu- leg hingað til lands og er spennt fyrir því að koma vörum sínum í búðir hérlendis. Kertastjakar og snagar Heinsvig og Uldall eru þeir hlutir sem hvað mest hafa vakið athygli í erlendum tímaritum undanfarið en hlutirnir eru unnir úr við sem stundum er málaður í glaðlegum og björtum pastellitum eins og bleikum, ljós- bláum og fjólubláum en einnig í sterkari og meira afgerandi litum. Snagana er bæði hægt að kaupa staka, í rekka en kertastjakarnir eru sérstaklega skemmtilegir fyrir skapandi huga þar sem þeir eru byggðir úr aðskildum bútum sem raða má saman á marga vegu. julia@frettabladid.is Ævintýralega fagurt Á síðunni www.helgo.dk má finna alla línu Heinsvig og Uldall. Kertastjakana má setja saman eftir því hvernig hver og einn vill. Ohokk Rack kallast snagar þessir. Litinn á kúlunum getur maður valið sjálfur og ráðið uppröðuninni. MYND/ÚR EINKASAFNI Danskt hönnunarteymi, Anne Heinsvig og Christian Uldall, hafa undanfarið vakið mikla athygli fyrir formfagra hluti, kertastjaka og snaga, þar sem hreint viðarútlit og fallegir litir mynda smekklega heild. Snagana má einnig kaupa staka. Þessir hvítlökkuðu og viðarlituðu kertastjakar hafa farið eins og eldur í sinu undanfarið og myndir af þeim birst víða í tímaritum. Margar skemmtilegar og form- fagrar nýjungar eru komnar frá fyrirtækinu Stelton. Klaus RathNew hefur hannað gullfallega pressukönnu fyrir Stelton. Pressukannan er klædd í efni sem er í sömu litalínu og brauðpokarnir sem fengist hafa frá Stelton í nokkurn tíma. Áklæðið er hægt að fá í þremur litum, svörtu, rauðu og beislituðu, og má þvo það í þvottavél við þrjátíu gráður. Kannan sjálf er svo úr stáli og gleri og tekur einn lítra af kaffi. Kannan fæst í Epal en þess má geta fyrir Stelton-aðdáendur að fleiri skemmtilegar nýjungar eru komnar frá fyrirtækinu, svo sem lítil espressóvél, sem geng- ur fyrir rafhlöðu og flösku- upptak- ari. - jma Pressukönn- ur frá Stelton Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 8. febrúar Miðvikudagur 10. febrúar Fimmtudagur 11. febrúar Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkam- ann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Prjónahópur – Lærðu að prjóna. Tími: 13.00 -15.00. Hvernig stöndumst við álag – Hvað fær okkur til að pirrast og reiðast yfir smámunum? Tími: 13.30 -15.00. Býflugurnar - Vinnum saman - Ný viðhorf - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00. Biblíufélag á Íslandi – Veistu að það er til? Við kynn- umst starfi þess og ræðum það. Tími: 14.00 -15.00. Félagsvinir atvinnuleitenda – Ertu atvinnuleitandi og langar til að auka möguleika þína? Tími: 15.00 -15.30. Baujan sjálfstyrking – Fullt! Tími: 15.00 -17.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Fluguhnýtingar fyrir byrjendur – Kennd verður grunntæknin og byrjað á auðveldum atriðum. Skráning nauðsynleg. Tími: 12:00 -13.30. Föndur - skrapp myndaalbúm – Lærðu að búa til skrautleg og skemmtileg albúm fyrir myndirnar þínar. Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12.00 -14.00. Saumasmiðjan - Bættu og breyttu. Tími: 13.00-15.00. Þýskuhópur - Vltu æfa þig í þýsku? Í þessari viku tölum við saman á þýsku um sjónvarpsþætti. Tími: 14.00-14.45. Frönskuhópur – Viltu æfa þig að tala frönsku? Við tjáum okkur á frönsku og kennum hvert öðru einfaldar uppskriftir og matargerð. Tími: 15:00 -15.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Tölvuþrif og ókeypis vírusvarnarforrit - Er tölvan þín óhrein og með úrelta vírusvörn? Komdu með tölvuna ef þú getur og lærðu að þrífa hana og bæta vírusvarnirnar. Tími: 12.30 -13.30. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Bingó – Veglegir vinningar í boði. Vöfflur með rjóma og heitt á könnunni. Tími: 14.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 12. febrúar LOKAÐ. Allir velkomnir! Ráðgjöf fyrir innflytjendur– Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Alltaf langað til að læra bridds? Tími: 14.00-16.00. Tálgunarnámskeið - Framhald en forvitnir byrjendur eru velkomnir. Tími: 14.30-15.00. Þriðjudagur 9. febrúar Rauðakrosshúsið Ræktun - Mat- og kryddjurtir – Nú er tíminn fyrir for- sáningu mat- og kryddjurta og ekki nauðsynlegt að hafa mikið pláss, stóran garð eða græna fingur. Tími: 12.30 -14.00. Áhugasviðsgreining – Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00 -15.00. Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30. Komdu! Við sækjumst eftir þínum félagsskap 1 kg hveiti 300 g sykur 5 tsk. lyftiduft 2 tsk. hjartarsalt 2 msk. smjörlíki (eða 2 dl rjómi) 4 egg Vanillu- eða kardimommudropar Mjólk eftir þörfum. Leiðrétting á kleinuuppskrfit EITT KÍLÓ AF HVEITI VANTAÐI Í UPPSKRIFT AÐ KLEINUM SEM BIRT VAR Í MATARBLAÐI FRÉTTABLAÐS- INS LAUGARDAGINN 6. FEBRÚAR Ljúffengar kleinur. Kleinurnar steiktar upp úr feiti. BEIKON er oft erfitt að skera í bita þar sem það vill renna undan hnífnum. Gott ráð er að frysta beik- onið og skera það svo, þannig verður allt miklu auðveldara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.