Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 7framadagar ● fréttablaðið ● „Nánast allt okkar starfsfólk er háskólamenntað og við vilj- um vera í góðum tengslum við háskólaumhverfið,“ útskýrir Bergþóra Hrund Ólafsdóttir, mannauðsstjóri hjá Betware, en fyrirtækið hefur tekið þátt í Framadögum í nokkur ár. Betware sem er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki í leikja- iðnaðinum var stofnað út frá Margmiðlun árið 1997. Hjá því vinna um 100 manns, flestir hér á landi en fyrirtækið er með útibú í Póllandi, Danmörku, Kanada og á Spáni. „Við sjáum um hugbúnað fyrir lottó og þjónustum ríkis- lottóin eins og Danske spil og lottóið á Spáni. Flestir okkar starfsmanna koma úr tölvunarfræði en við höfum líka ráðið inn iðntæknifræðinga, verkfræðinga og viðskiptafræðinga og einnig fólk með mastersgráðu í verkefnastjórnun. Eins hafa háskólanemar unnið verkefni hjá okkur, bæði stutt verkefni og lokaverkefnin sín og oft verið þá ráðnir í vinnu í framhaldinu.“ Spurð hvort fyrirtækið muni halda áfram þátttöku á Framadögum segir hún það öruggt. „Já, alveg tvímæla- laust því þarna er væntanlegt starfsfólk. Við höfum góða reynslu af þátttökunni og viljum að nemendurnir kynnist fyrirtækinu og við nemendum.“ - rat Tengsl við háskólana Bergþóra Hrund Ólafsdóttir, mannauðsstjóri hjá Betware, segir fyrir- tækið vilja góð tengsl við háskólaumhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Actavis hefur tekið þátt í Framadögum frá árinu 2001 enda teljum við mikilvægt að vera í góðum tengslum við háskóla- samfélagið,“ úrskýrir Erla Hrönn Diðriksdóttir, starfsmanna- stjóri hjá Actavis, en um fimmtíu prósent starfsfólks Actavis eru háskólamenntuð. „Þarna gefst okkur gott tækifæri til þess að kynna fyrirtækið fyrir háskólanemum og við finnum alltaf fyrir fjölgun á starfsumsóknum í kjölfarið á Framadögum.“ Erla segir fyrirtækið hafa ráðið töluvert af fólki undan- farið og þá aðallega einstaklinga með raunvísinda-, lyfja- fræði-, viðskiptafræði- og verkfræðimenntun. „Fólk leggur inn umsóknir hjá okkur í gegnum heimasíðuna okkar, bæði sumarstörf og framtíðarstörf og við förum alltaf í gegn- um gagnagrunninn þegar við hefjum ráðningarferilinn. Við fáum einnig óskir um að koma að samstarfsverkefnum og höfum við reynt að verða við þeim. Í fyrra fundum við reyndar fyrir mjög auknum áhuga á slíkri verkefnavinnu og því einblínum við nú á meistaranema. Það er alltaf gaman að sjá hvað kemur út úr þessum verkefnum.“ Erla segir ávinning fyrirtækisins mikinn af þátttöku í Framadögum og telur víst að Actavis taki áfram þátt. „Við munum að sjálfsögðu halda áfram eins og undanfarin níu ár.“ - rat Tækifæri til kynninga Erla Hrönn Diðriksdóttir, starfsmannastjóri hjá Actavis, segir starfum- sóknum alltaf fjölga eftir Framadaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við höfum tekið þátt í Frama- dögum í nokkur ár aðallega til að vera sýnileg á markaðnum og fá inn besta fólkið,“ segir Rögnvaldur Rögnvaldsson, markaðsstjóri hjá Deloiette. Deloiette er eitt af stærstu endurskoðunarskrifstofum landsins en það starfar undir alþjóðlegu merki Deloiette og í heildina vinna 168.000 sér- fræðingar hjá fyrirtækinu í yfir 140 löndum. „Á Íslandi erum við um 210 manns. Höf- uðstöðvarnar eru í Turninum og svo erum við með útibú um allt land. Við viljum nota Framadaga til að kynna okkur sem gott fyrirtæki og að hér sé gott að vinna.“ Rögnvaldur segir Frama- daga gott tækifæri fyrir há- skólanema að kynna sér möguleikana á atvinnumark- aði og eins fyrir fyrirtæki að kynna sína starfsemi. „Þarna koma mörg fyrirtæki fram og krakkarnir geta labbað á milli og leitað sér upplýsinga. Við hjá Deloiette höfum alltaf fengið mikið af fyrirspurnum en getum því miður ekki ráðið alla. Við geymum þó ferilskrárn- ar og ég veit mýmörg dæmi þess að við höfum ráðið einhvern inn sem hefur haft samband eftir Framadaga. Það eru mikið til viðskiptafræðingar á reikningsskilasviði sem við ráðum inn en svo erum við einnig í fjármálaráðgjöf og ráðum inn hagfræðinga, tölvunarfræðinga og lögfræðinga.“ Rögnvaldur segir fyrirtækinu berast margar fyrirspurn- ir í sambandi við verkefnavinnu innan þess og vel sé tekið í þær fyrirspurnir. „Við höfum unnið fjölmörg slík verkefni. Ég hef meðal annars verið að aðstoða krakka bæði í HÍ og HR og það er skemmtileg vinna. Við höfum einnig ráðið fólk inn í vinnu í framhaldi af slíkri verkefnavinnu.“ - rat Viljum vera sýnileg Rögnvaldur Rögnvaldsson, mark- aðsstjóri Deloiette, segir fyrirtæk- ið vilja vera sýnilegt á markaðn- um með þáttöku í Framadögum. MYND/BÁRA KRISTINSDÓTTIR Kynning um Færeyjar í Kringlunni 19. til 20. febrúar. atlantic.foVIÐ FLJÚGUM MEÐ ÞIG Á ÁFANGASTAÐ Færeyjar eru 18 stórkostlegar eyjar sem bjóða upp á fjölbreytileika og óvænt ævintýri. Færeyingar eru þekktir fyrir gestrisni sína og þar er þægilegt og afslappandi andrúmsloft. REYKJAVÍK – FÆREYJAR Flogið er tvisvar í viku milli Reykjavíkurflugvallar og Færeyja.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.