Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 21 NÝTT! MARGFALDUR ÁVINNINGUR FYRIR KYLFINGA KORTHAFAR PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS ICELANDAIR GOLFERS Félagar í klúbbnum njóta ýmissa hlunninda og fríðinda: • Ekkert gjald er tekið fyrir golfsett í áætlunarflugi Icelandair • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 króna gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS Greiðslukort sem veitir margföld hlunnindi á við venjuleg greiðslukort og margborgar sig að nota bæði hér heima og í golfferðum erlendis. Meðal fríðinda Premiumkortsins má nefna: • Ókeypis aðild að Icelandair Golfers • 15 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum færslum kortsins heima og erlendis • 20 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum keyptum miðum og um borð hjá Icelandair • Frítt bílastæði við Leifsstöð þegar flogið er með Icelandair • Aðgangur að flýtiinnritun í Leifsstöð • Viðbótarfarangursheimild • Aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð • 10.000 Vildarpunktar við fyrstu notkun kortsins SLÁÐU HOLU Í HÖGGI OG FÁÐU ÞÉR PREMIUM Þú getur sótt um Premium Icelandair American Express á Icelandairgolfers.is FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum tókst ágætlega upp þrátt fyrir að engin Íslands- met hefðu verið sett en þónokkur aldursflokkamet voru slegin. ÍR gjörsigraði í sameiginlegri stiga- keppni á MÍ. Það var strax ljóst eftir fyrsta keppnisdag að ÍR myndi fara með sigur af hólmi í sameiginlegri stigakeppni á MÍ um helgina, sér- staklega var ÍR með mikla yfir- burði í kvennaflokki en baráttan var jafnari í karlaflokki. Svo fór að FH náði með góðum keppnisdegi í gær að vinna í karlaflokki með 12.023 stig en ÍR vann í kvenna- flokki með 18.608 stig. ÍR vann svo í sameiginlegri stigakeppni með 30.327 stig, Fjölnir varð í öðru með 18.459 stig og FH í þriðja með 15.818 stig. Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH fékk svo sérstök heiðursverðlaun fyrir afrek sitt í kúluvarpi þar sem hann kastaði kúlunni 18,21 metra en Helga Margrét Þorsteinsdótt- ir úr Ármanni var heiðruð fyrir afrek sitt í 400 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 88,52 sekúndum. Meðal annarra afreka um helg- ina má nefna að Þorsteinn Ingvars- son úr HSÞ vann langstökkkeppni karla þegar hann stökk 7,35 metra en Kristinn Torfason úr FH varð annar en hann stökk 7,13 metra. Óli Tómas Freysson úr FH gerði sér lítið fyrir og vann bæði í 60 metra hlaupi og 200 metra hlaupi og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni vann í kúluvarpi og langstökki án atrennu sem var aukagrein á mót- inu að þessu sinni. Ásdís gerði sér einnig lítið fyrir og komst í úrslitin í 60 metra hlaupi sem verður að teljast fínn árangur hjá þessum fjölhæfa spjótkastara. Þá sýndi gamli refurinn Sigur- björn Árni Arngrímsson úr HSÞ einnig góða takta en hann vann sigur í bæði 1.500 metra og 3.000 metra hlaupi. ÍR kórónaði svo góða helgi hjá sér með því að vinna 4x400 metra hlaup í bæði karla og kvenna- flokki. - óþ Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram um helgina í Laugardalnum: Engin Íslandsmet voru sett Á FLUGI Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ stóð sig vel um helgina og vann í langstökki þegar hann stökk 7,35 metra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRJÁLSÍÞRÓTTIR Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni fór mikinn um helgina en hún vann bæði í 400 metra hlaupi og 800 metra hlaupi en varð að sætta sig við silfrið í kúluvarpi. „Það gekk mjög vel hjá mér í 400 metra hlaupinu þar sem ég náði að bæta mig og ég var að sama skapi mjög ánægð með 800 metra hlaupið en ég var ógeðslega óánægð með kúluna. Það gekk hreinlega ekkert upp hjá mér þar. En miðað við það sem á undan er gengið þá er ég mjög sátt,“ sagði Helga Margrét við Frétta- blaðið í gær en hún hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég er ekkert búin að vera að æfa eins og ég vildi vegna meiðsla og hef bara verið að hlaupa í sundlaug og gera styrktaræf- ingar. Það hefur samt greini- lega skilað sér. Ég fer reynd- ar í sprautu á morgun og verð í kjölfarið að hvíla í einhverjar tvær vikur. Vonandi næ ég þá að losna við þessi meiðsli sem hafa verið að plaga mig því ég þarf að geta farið að æfa eitthvað af viti ef ég ætla að geta eitthvað næsta sumar,“ segir Helga Margrét á léttum nótum. - óþ Helga Margrét kemur sterk til baka eftir meiðsli: Ánægð með bætingu HELGA MARGRÉT Var öflug á MÍ um helg- ina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.