Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 12
12 8. febrúar 2010 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Afslappaður í þrot Gunnar Sigurðsson, höfundur mynd- arinnar Maybe I Should Have, var í hispurslausu viðtali við Fréttablaðið um helgina. Þar ræddi hann meðal annars um eigin fjárhagsvandræði en hann stendur frammi fyrir gjaldþroti. Gunnar var spurður hvort hann hafi farið ógætilega: „Alls ekki. Ég bjó og bý í 60 m² íbúð. Keypti mér reyndar ágætis bíl á myntkörfuláni en afborgunin var mjög viðráðanleg þegar ég keypti hann. Ég hef ekki verið að eyða pening- um í einhver flottheit. Jú, ég leyfi mér það að vera í Baðstofunni í World Class af því mér líður vel þar. Ég ætla að reyna að leyfa mér það áfram þótt ég sé að verða gjaldþrota.“ Árskortið í bað- stofuna í World Class kostar 183.543 krónur. Þau eru mismörg, götin á sultarólinni en Gunnar ætlar að minnsta kosti afslappaður í gegnum sitt gjaldþrot. Potað í ráðherra Fyrir dyrum stendur mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á landinu öllu, svo mikill að margir eru uggandi. Í þeim hópi er Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins. Hann lagði fram eftirfarandi fyrirspurn á dögunum til heilbrigðisráðherra: „Er áætlað að kostnaður þeirra sem njóta þjónustu heilbrigðisstofnananna á Blöndu- ósi og Sauðárkróki aukist vegna sparnaðaraðgerða ríkisstjórnarinnar?“ Ef einhver er að velta fyrir sér hvers vegna þingmaðurinn spurði eingöngu út í þessar tvær heil- brigðisstofnanir en ekki á landinu öllu, er ástæðan væntanlega sú að þær eru í kjördæminu hans. Hér birtist gamla góða kjördæma- hugsunin tær og ómenguð. bergsteinn@frettabladid.is Það var öllum ljóst í aðdrag-anda síðustu kosninga að verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrðu risavaxin og að þau myndu fyrst og fremst snúast um tiltekt og niðurskurð og þá loks end- urreisn. Við sem buðum okkur fram vissum að það þyrfti að gera meira en bara það sem til vinsælda er fallið á þessu kjör- tímabili. Það hefur strax komið í ljós. Vinna okkar í fjárlaganefnd hefur ekki aðeins verið stremb- in vegna hins yfirþyrmandi leiðindamáls sem kennt er við Icesave heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að mikill niður- skurður er nauðsynlegur. Tug- milljarða halli er á ríkissjóði og það er vandi sem verður að taka á strax og af festu. Við höfum reynt að hlífa sem mest heil- brigðisstofnunum og félagslegri þjónustu en engu að síður þurfti að rifa þar seglin um 5%. Heilbrigðisstofnun Suður- nesja hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði þrátt fyrir mikinn rekstrarvanda undanfarin ár. Árið 2008 tókst okkur sem störfuðum í sveitar- stjórnum á Suðurnesjum að fá leiðréttingu á reiknilíkani sem liggur fjárveitingum til stofn- unarinnar til grundvallar. Sú leiðrétting gaf 60 milljón króna viðbót til rekstrar og í fjárlög- um 2010 voru auk þess veittar 15 milljónir til heilsugæslunnar. Þrátt fyrir þetta er enn tekist á um fjárveitingar til HSS. Ég hef lagt á það áherslu að við Suður- nesjamenn veigrum okkur ekki við að hagræða og spara eins og aðrir landsmenn þegar krepp- ir að, en við gerum jafnframt kröfu til þess að tekið sé tillit til starfsaðstæðna HSS og að fjár- veitingar séu í samræmi við þær líkt og á öðrum landssvæðum þannig að tryggt sé að réttlætis sé gætt. Krafa íbúanna hlýtur að vera að ráðuneytið og stjórnend- ur HSS leggi sig alla fram við að leita allra mögulegra leiða til að halda uppi góðri heilsugæslu á svæðinu. Þá þarf að velta öllu við og raða upp að nýju. Helsti vandi okkar hefur verið skortur á læknum. Við þurfum að fá fleiri lækna til stofnunarinnar og greiða þeim eðlileg laun en eyða ekki umtalsverðum fjármunum í álagsgreiðslur fyrir fáa lækna sem sannanlega eru undir alltof miklu álagi. Miðað við íbúafjölda ættu að starfa við heilsugæsluna 17 læknar en þeir eru aðeins sex sem starfa þar núna og með þeim tveir til þrír unglæknar. Reksturinn væri mun hagkvæm- ari ef við hefðum fleiri heilsu- gæslulækna við stofnunina. Það útheimtir mikla yfirlegu hjá stjórnendum stofnana að finna út hvernig þeir geti upp- fyllt leiðarljós ráðuneyta um að skera niður, hagræða og spara, þ.e. að verja eins og kostur er störf og þjónustu. Þetta gengur ekki alls staðar vel. Á síðustu dögum hefur þó öllu verið til tjaldað til að gera niðurskurðinn á HSS sem sársaukaminnstan. Við höfum farið með ráðuneyt- inu yfir forsendur reiknilíkans, ráðuneytið mun greina kostnað vegna fjölgunar á fyrrverandi varnarsvæðinu við Ásbrú, meta kostnað vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og leiðrétta útreikninga vegna sjúkrarúma fyrir aldraða sem hafa verið vanmetnir. Hér nefni ég aðeins nokkur dæmi um það sem gert hefur verið og ítreka þá skoðun mína að ég er reiðubúin að skoða allar góðar hugmyndir, þar með talið yfirtöku sveitarfélaga á rekstri HSS, megi það verða til þess að þjónusta þessarar allra mikilvægustu stofnunar Suður- nesja verði í samræmi við þarfir þess fjölda íbúa sem reiðir sig á hana. Þeir sem berjast gegn skatta- hækkunum ríkisstjórnarinnar verða líka að gera sér grein fyrir því að viðsnúningur í þeim efnum kallar á enn frekari niður- skurð. Þeir sem berjast gegn nið- urskurði OG skattahækkunum verða því að sýna með ábyrgum hætti hvar ná á í fjármagn til að viðhalda óbreyttum rekstri. Á tímum niðurskurðar er mikil- vægt að forgangsraða með rétt- um hætti. Það er hægt að bíða með ýmislegt en enginn getur skotið veikindum á frest. Raun- sæi og ábyrgð eru lykilatriði í baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir sameiginlegri velferð. Höfundur er þingkona Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs. Raunsæi og ábyrgð UMRÆÐAN Gunnsteinn Sigurðsson skrifar um gjaldtöku í sund Nokkur umræða hefur spunnist um 120 króna gjald sem tekið verður af 67 ára og eldri í sundlaugum Kópavogs. Af því til- efni leyfi ég mér í fyllstu vinsemd að benda á nokkrar staðreyndir. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 tekur sem eðlilegt er mið af slæmu efnahagslegu árferði. Gert er ráð fyrir að allir sem vettlingi geti valdið leggi eitthvað af mörkum til að standa megi vörð um grunnþjónust- una í bænum. Gerð er rík krafa um hagræðingu á öllum sviðum í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og standa þeir saman að henni. Í fjárhagsáætlun ársins 2010 felst málamiðlun ólíkra sjónarmiða flokkanna sem að henni standa með það sameiginlega markmið að vernda grunnþjónustu við bæjarbúa og halda gjald- skrárhækkunum í lágmarki. Þrátt fyrir erfið efnahagsleg skilyrði hefur með samstilltu átaki tekist að semja raunhæfa áætlun sem gerir ráð fyrir lítilsháttar rekstrarafgangi. Samt má ekki mikið út af bregða ef endar eiga að ná saman. Aldraðir, 67 ára og eldri, hafa um langt skeið notið niðurgreiðslu úr bæjarsjóði á gjaldi í sund- laugar. Þessi niðurgreiðsla af liðum Félagsþjónustu Kópavogs hefur numið um 7 milljónum króna á ári. Við þær sér- stöku aðstæður sem nú ríkja verður að taka strangara tillit til forgangsröðunar en í góðæri, einkum og sér í lagi á vettvangi félagsþjónustu. Niðurgreiðslu verður ekki hætt fyrir þennan aldursflokk, eins og hefur mátt skilja af umræðunni. Hún verður hins vegar minnkuð þannig að framvegis verð- ur farið fram á gjald af einstaklingum á þessum aldri í sundlaugar Kópavogs sem nemur tæpum þriðjungi af fullu gjaldi; það verður 120 kr. en fullt gjald er 350 kr. Svo má fá helmingsafslátt af 120 kr. gjaldinu með því að kaupa 60 punkta kort á 3.600 kr. sem veitir aðgang að sundlaugunum í 60 skipti. Árskort mun kosta 7.500 kr. fyrir 67 ára og eldri en fullt gjald er 21.000 kr. Hafa ber í huga að gjaldskrá sundlauga í Kópa- vogi hefur ekki verið breytt frá árinu 2005 en á þeim tíma hefur orðið um 49% vísitöluhækkun. Gjaldskrárbreytingarnar nú eru langt innan þeirra marka. Á það skal enn fremur bent að félög á borð við Félag eldri borgara getur gert samning fyrir sína félagsmenn um kaup á aðgangskorti í sundlaugar Kópavogs á sérstökum vildarkjörum. Til þess verð- ur að hafa beint samband við viðkomandi sundlaug. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Ódýrt í sund í Kópavogi R eynsla af íslenskum hönnuðum og tæknimenntuðum starfsmönnum er almennt mjög góð. Mikilvægt er að nýta þessa þekkingu meðal annars til að forðast atgervisflótta vegna efnahagsástandsins hér á landi. Við höfum tækni- og verkfræðimenntað fólk, arki- tekta, hönnuði og listamenn í fremstu röð. Þekking og menntun innlendra aðila er afar verðmæt og það eru mörg tækifæri fyrir okkur að annast verkefni erlendis. Það er jákvæð útrás sem sjálf- sagt er að nýta, en útrás er sjaldnast farsæl nema hún byggi á innlendri reynslu. Erlendir aðilar hafa stundum verið of ráðandi við stærri hönn- unarverkefni hér á landi og innlendir verkkaupar og hönnuðir hafa verið eftirgefanlegir og borið of mikla virðingu fyrir stærð og styrk erlendra fyrirtækja á þessu sviði. Innlendir aðilar eiga að standa saman og bjóða í áhugaverð verkefni. Það er nauðsynlegt og hagkvæmt að verkefni hér á landi, til dæmis á sviði hönnunar og framkvæmda í byggingarstarfsemi og á öðrum sviðum, séu í höndum íslenskra aðila. Guðjón Samúelsson, einn merkasti arkitekt okkar á fyrri hluta síðustu aldar, og verkfræðifyrirtæki okkar, sem hönnuðu virkjanir í upphafi stóriðjuframkvæmda á Íslandi á síðari hluta síðustu aldar, fengu tækifæri til að stjórna verkefnum. Þannig byggðist upp þekking hér innanlands, enda ekki á þeim tíma gerðar stífar kröfur til stærðar fyrirtækja sem tóku að sér verkefnin. Sjálfsagt er að sækja ráðgjöf og þekkingu til erlendra aðila, en ekki má tapa frumkvæðinu og þeirri forystu við stjórnun verk- efna sem íslenskir aðilar geta haft á sínum höndum. Jafnframt ber að varast þau vandamál sem felast í hagsmunaárekstrum, ólíku vinnulagi, fjarlægðum og verkstjórn þegar erlendir og innlendir aðilar eru í samstarfi. Markmiðið á að vera að verkefnastjórn og forysta sé í höndum íslenskra fyrirtækja. Fram undan er hönnun og framkvæmdir við virkjanir og vonandi fleiri stór og lítil verkefni. Það skiptir miklu máli að þessi verkefni byggi sem mest á íslenskri hönnun og þekkingu og sé undir stjórn íslenskra aðila. Þeir sem standa að fjármögnun ráða oft miklu um framkvæmdina til dæmis lífeyrissjóðir ef þeir koma til dæmis að fjármögnun háskólasjúkrahúss. Framkvæmdir á þessu sviði eru kostnaðarsamar og þær verða mun dýrari ef ávallt er horft til þess að kaupa þjónustuna að utan. Það er til dæmis slæmt hvað hönn- un og stjórnun byggingaframkvæmda við tónlistarhúsið Hörpu er mikið í höndum erlendra aðila. Það verður ríki og borg dýrkeypt. Fjármögnunaraðilar, til dæmis lífeyrissjóðir, sveitarfélög eða ríkissjóður, þurfa að gæta vel að íslenskum hagsmunum, en láta ekki erlenda aðila ná yfirhöndinni í mikilvægum verkefnum. Ég vil hvetja alla sem að þessu koma að halda vöku sinni og berjast bæði fyrir hagsmunum sínum og hagsmunum þjóðarinnar. Stjórnmálamenn, verkkaupar og aðrir þurfa að átta sig á því að nú þarf að nýta vel þekkingu þjóðarinnar á sviði hönnunar, skipu- lagsfræði, tækni, verkfræði og lista. Það þarf að viðhalda þessari þekkingu við þau verkefni sem eru fram undan, annars töpum við þessari þekkingu á nokkrum árum og kostnaður við verkefnin verður meiri. Það eru miklir hagsmundir í húfi. Nýtum þekkingu okkar á sviði hönnunar og tækni. Góð íslensk þekking ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR GUNNSTEINN SIGURÐSSON ODDNÝ G. HARÐARSDÓTTIR Í DAG | Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.