Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. febrúar 2010 11 Um 45 milljarða skuld- bindingar sveitarfélaganna koma ekki fram í efnahags- reikningum þeirra. Það eru að mestu leyti samningar við fasteignafélög sem eiga og reka skóla, íþrótta- hús og ýmis mannvirki í mörgum sveitarfélögum. Meira en fjórðungur heildarskuldbindinganna hvílir á Reykjanesbæ og tengist um 40 fasteignum sveitarfélagsins. Frá og með þessu ári þurfa sveitar- félögin að færa inn í efnahagsreikn- inga sína skuldbindingar vegna fjármögnunarleigusamninga sem mörg þeirra hafa gert um leigu og rekstur ýmissa fasteigna. Þetta er tillaga reikningsskilanefnd- ar sveitarfélaga, sem Kristján L. Möller sveitarstjórnarráðherra tilkynnti á Alþingi í síðustu viku að yrði nú hrint í framkvæmd. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði í umræðum að það væri nú að koma sér afar illa fyrir mörg sveit- arfélög að hafa ráðast í einkafram- kvæmd vegna fasteigna og leggja eignir, sem tengjast samfélags- legum verkefnum, inn í fasteigna- félög. Sveitarfélögin hafi haldið skuldbindingum vegna þessa utan við efnahagsreikning. Þannig væri gefin röng mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. „Vandinn vegna þessa“ „Grundvallarupplýsingar má ekki fela fyrir kjósendum með bókhalds- brellum,“ sagði Árni Þór. Kristján L. Möller sagðist sammála Árna Þór og tók býsna afdráttarlaust til orða: „Vandi nokkurra sveitarfélaga er til kominn vegna þessa,“ staðhæfði ráðherrann. Hann sagði mikilvægt að skerpa á upplýsingaskyldu sveitarfélaga um fjárhagsleg málefni og setja fjár- málareglur fyrir sveitarstjórnir. Það hefði ekki verið hægt fyrr en nú vegna andstöðu frá sveitarstjórnar- mönnum. Almenningur þurfi að fá raunsanna mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélaga fyrir kosningarn- ar í vor. Því verði reglum breytt á næstunni. Kristján sagði að þótt staða Álfta- ness væri langalvarlegust allra sveit- arfélaga standi mörg þeirra afar illa og séu til skoðunar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Skólar, íþróttahús, sundlaugar og skrifstofur Í nýju fréttabréfi frá Sambandi sveitar félaga kemur fram að skuld- bindingar sveitarfélaganna utan efnahagsreikninga séu alls 45 millj- arðar, til viðbótar 210 milljörð- um skulda og skuldbindingum sem færðar eru þar til bókar. Ljóst er að stór hluti þessara skuld- bindinga hvílir á þeim tólf sveitar- félögum, sem gert hafa samninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign, og eru jafnframt eigendur þess félags ásamt Íslandsbanka. Hafa þarf í huga að um leið og skuldunum er haldið utan við efnahagsreikning- inn koma þar ekki fram eignamegin verðmæti þeirra réttinda, sem felast í samningunum. Reykjanesbær hefur verið stór- tækastur sveitarfélaga í gerð fjár- mögnunarleigusamninga um fast- eignarekstur. Í skýringum með ársreikningum sveitarfélagsins árið 2008 kemur fram að það hefur gert 40 samninga til 30 ára við Fast- eign um leigu og rekstur ýmissa fasteigna. Í árslok 2008 voru skuld- bindingarnar bæjarins gagnvart Fasteign metnar á um 12 milljarða króna. Þær tengjast leigu og rekstri grunnskóla bæjarins, leikskóla, íþróttahúsa, sundlaugar, húsa undir bæjarskrifstofur, skolpdælustöð og fleiri fasteigna sem Reykjanes tekur á leigu vegna þjónustu sinnar við íbúa. Áætlaðar leigugreiðslur Reykja- nesbæjar til Fasteignar á síðasta ári voru meira en milljarður, líklega um 1,2 milljarður króna, að teknu tilliti til samninga, sem fyrst var greitt af í fyrra. Leigugreiðslurnar samsvara því tæplega fimmtungi af heildar- tekjum bæjarsjóðs 2008. Reykjanesbær er líka stærsti hluthafi Fasteignar, að frátöldum Íslandsbanka, og á þar fjórðungs- hlut. Árni Sigfússon bæjarstjóri er stjórnarformaður Fasteignar. Hluta- bréf bæjarins í félaginu eru bókfærð á 1,3 milljarða króna í ársreikningi. Öll sveitarfélög sem gert hafa leigusamninga við Eignarhaldsfé- lagið Fasteign eru jafnframt meðal hluthafa þess. Álftanes fer með næst- stærsta hlut sveitarfélaga í félaginu. Fram er komið að skuldbindingar Álftaness gagnvart Álftanesi er 2,9 milljarðar. Bókfærð eign Álftaness í Fasteign er 395 milljónir króna. Hafnfirðingar brautryðjendur Meðal annarra sveitarfélaga sem eru í miklum skuldbindingum gagn- vart Fasteign eru Vogar, Garðabær, Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar. Eyjamenn hafa gert samninga við Fasteign um leigu og rekstur níu fasteigna. Listi yfir sveitarfélög, sem eru hluthafar í Fasteign, er birtur hér til hliðar. Hluthafarnir í Fasteign eru hins vegar ekki einu sveitarstjórnirnar sem gert hafa samninga um fast- eignarekstur sem ekki koma fram í efnahagsreikningum. Hafnarfjörður var eitt fyrsta sveitarfélagið til að fara þessa leið. Hafnfirðingar keyptu nýlega til baka fyrir 3,8 milljarða samninga sem gerðir voru við hið gjaldþrota fasteignafélag Nýsi um fjórar fast- eignir; skóla og íþróttahús. Hafnar- fjörður á fleiri samning af þessu tagi útistandandi. Þeir eru við fyrirtækið Fjarðarhús vegna reksturs tveggja leikskóla og eins grunnskóla. Eins hafa Álftanes, Vogar og fleiri gert samninga við félagið Búmenn vegna bygginga íbúða og þjónustu- miðstöðva fyrir aldraða. Í tilfeli Álftaness er sá samningur metinn á 926 milljónir króna. Svipaðir samningar eru líka til í einstökum sveitarfélögum vegna reksturs gámastöðva og fleiri verkefna sveitarfélaga. Að eiga eða leigja SUNDLAUGAR Sum sveitarfélög eiga þær fasteignir sem þau nýta til þjónustu við íbúana. Önnur létu fasteignafélög byggja þær eða kaupa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTASKÝRING: Skuldbindingar sveitarfélaganna vegna samninga við fasteignafélög FRÉTTASKÝRING PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is Þessi sveitarfélög eiga samninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign um leigu og rekstur fasteigna og eru jafnframt hluthafar í því félagi. SVEITARFÉLÖG OG HLUTHAFAR Reykjanesbær Álftanes Garðabær Vestmannaeyjar Fljótsdalshérað Grímnes- og Grafnings- hreppur Norðurþing Vogar Fjarðabyggð Sandgerði Ölfus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.